blaðið - 29.07.2005, Blaðsíða 18
18 IHÖNNUN
FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 2005 Maöið
Draumamusteríð
Ingimundur Sveinsson arkitekt
BlaOiö/Cúndi
„Einu sinni þegar smiður einn ætlaði
að biðja Guð afsökunar á, að hann
hefði haft áhrif á verk mannanna,
þá varð náttúran fyrri til og var bú-
in að gefa honum margar merkilegar
hugmyndir, áður en hann var búinn
að bera fram afsökunina. Merkileg-
asta hugmyndin var að byggja höll
eða musteri inn á Öskjuhlíð. Átti að
þekja musterishliðarnar spegilhell-
um, svo norðurljósin gætu nálgast
fætur mannanna - átti að skreyta
þakið kristöllum allavega litum, og
ljóskastari átti að vera efst á mænin-
um, sem lýsti út um alla geima. Hús-
ið sjálft átti að svara birtu dagsins
og táknum næturinnar."
Jónsmessukrýning
Þessa fallegu draumsýn setti Jó-
hannes Kjarval i litla bók árið 1930.
Lýsingin á óvenjuvel við Perluna
sem vígð var á Jónsmessu árið 1991
og krýnir nú Öskjuhlíðina, eins og
Kjarval sá fyrir sér. Það er þó með
ólíkindum að hönnuður Perlunn-
ar, Ingimundur Sveinsson, arkitekt,
leit þennan texta Kjarvals ekki aug-
um fyrr en eftir að byggingin hafði
verið reist. Sú hin sama náttúra og
hvíslaði í eyra Kjarvals var ákveðin í
að koma hugmyndum sínum í fram-
kvæmd - þó síðar væri.
Veruleiki og draumsýn
Ingimundur er einn þekktasti ís-
lenski arkitekt samtímans, ekki síst
fyrir hönnun Perlunnar en eftir hug-
myndum hans og samstarfsmanna
hafa risið fjöldamörg falleg hús hér
á landi, meðal annars, höfuðstöðvar
Olís, Islenskrar erfðagreiningar og
Orkuveitunnar ásamt fleiru.
„Mér fannst það mjög merkilegt að
Kjarval skyldi hafa haft þessa sýn, “
segir Ingimundur. „Hann hefur séð
þetta fyrir. Það má auðvitað skilja
það á ýmsa vegu, sem hann sér fyr-
ir sér, því það eru nú önnur lögmál
sem þarf að uppfylla þegar verið
er að byggja svona hús en einhver
draumsýn. Hitt er annað að lýsingin
á ótrúlega vel við Perluna í dag.
Varmagjöf og öryggi
Klæðningin og glerið gefa Perl-
unni líka ásjónu og birtist í sýn
Kjarvals og lýsinging í stálburðar-
grindinni ljómar eins og kristallar
en Ingimundur segir að grindin sé
einnig varmagjafi hússins. Heitu og
köldu vatni er rennt um grindina
til upphitunar á köldum dögum og
kælingar á heitum dögum. Og ljós-
kastarinn efst á mæninum sem lýs-
ir út um alla geima, endaði á ’toppi
Perlunnar að ósk flugmálastjórnar.
,Það var vegna öryggismála á flug-
vellinum sem ákveðið var að setja
ljóskastarann á toppinn. Hann var
ekki inni á upphaflegu teikning-
unni,“ segir Ingimundur.
Undir ryki stríðsáranna
Ákveðið var að ráðast í gerð Perl-
unnar þegar endurnýja átti gömlu
tankana í hlíðinni. Þá var burstað
rykið af gömlum hugmyndum um
að reisa annað og meira en hitaveitu-
tanka á Öskjuhlíðinni. „Þá var rifjuð
upp hugmynd frá stríðsárunum þeg-
ar Hitaveitan var að fara í gang hér
í Reykjavík. Haldin var samkeppni
um tankana og veitingastað sem átti
að tengja saman. En það varð aldrei
neitt úr því. Þegar það kom að þvl
að endurnýja tankana var þessi hug-
mynd endurvakin. Nýju tankarnir
voru klæddir og glerveggjum bætt á
milli þeirra til að nýta rýmið og gler-
hvelfinging svo byggð ofan á.“
Móðurbrjóstið
Perlan hefur notið mikilla vin-
sælda frá opnun og hún laðar að sér
fjölda útlendinga á degi hverjum
sem njóta útsýnis þaðan yfir borg-
ina. Perlan hefur einnig unnið sér
sess í hjörtum borgarbúa sem hafa
gefið henni ýmis gælunöfn. Aðspurð-
ur segir Ingimundur að hann hafi
auðvitað heyrt af sumum þeirra,
til að mynda brjóstið. „Öskjuhlíðin
er auðvitað mjúkt og ávalt form og
við fáum heita vatnið úr tönkunum
alveg eins og börnin fá móðurmjólk-
ina úr brjóstunum. Það má líta Perl-
una ýmsum augum.“ ■
ernák@vbl.is
Siggi Eggertsson, hönnuður
Hönnuður
í leit að
Siggi Eggertsson hefur vakið athygli
fyrir verk sín en hann er að ljúka
námi í grafískri hönnun við Lista-
háskóla íslands. Siggi hefur unnið
að ýmsum verkum meðfram námi,
nú síðast starfaði hann hjá hönnun-
arstúdíóinu karlssonwilker í New
York, þar sem hann vann til dæmis
fyrir MTV, Adobe, Print Magazine,
New York Times ásamt öðru.
Kynferðislegur undirtónn
I verkum Sigga, sem eru form- og
mynsturteikningar í einskonar síðs-
hippastemningu, má finna kynferð-
islega undirtóna. Hann leikur sér
með sterk og mjúk form og blandar
saman svo útkoman verður krefj-
andi og róandi í senn. Siggi notar
skæra og bjarta liti í samsetningum
sínum en á sex opnum sem hann
vann fyrir bandariska hönnuntima-
ritið Arkitip eru verkin einungis í
svörtum, hvítum og blönduðum tón-
um en áhrifin engu minni.
Einangrun í Hrísey
Siggi heldur til Berlínar í listahá-
skólann Berlin-WeiBensee í haust,
og lýkur námi sínu frá Listaháskóla
Islands næsta vor, þrátt fyrir að
áhugi hans á grafískri hönnun hafi
dvínað með árunum. Fram að þeim
tíma ætlar hann að dveljast hjá afa
ást
sínum og ömmu í Hrísey. „Ég ætla
að einangra mig frá umheiminum
og vinna í sjálfum mér. Ég gerði
þetta líka í fyrra ásamt ástkærum
vini mínum Jóhannesi Kjartanssyn
og vorum við þá án allra samskipta
við umheiminn, énginn sími, ekkert
internet, bara skissubók, tónlist og
tölva og bækur. Ég var endurnærð-
ur eftir mánuðinn en umhverfið er
fljótt að ná manni aftur.“
Verkiö Blossom sem birtist I Kanadíska
tímaritinu Dose.