blaðið - 29.07.2005, Blaðsíða 23

blaðið - 29.07.2005, Blaðsíða 23
blaóiö FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 2005 VIÐTALI 23 „Ég vil ekki vera kosinn i embætti fyrir að vera einhver annar en ég er. Ég held reyndar að borgin hafi gott af því að eiga upplitsdjarfa leiðtoga." Blaóii/Cúndi 99..................................... „Ég verð ekki heiftúðugur út í fólk sem bölsót- ast út I mig. Mér er eiginlega alveg sama. Ef maður er sáttur við það sem maður er að gera þá hefur gagnrýni engin áhrifá mann." götu og áður en ég vissi var ég farinn að bera inn með honum skápa og annað dót og var með honum í því meira og minna allan daginn. Þegar kom að upptöku á viðtalinu sjálfu, nokkrum dögum síðar, nýttist þessi undirbúningur vel. Kári reyndist góð- ur viðmælandi, reyndar nokkuð erf- iður, sem mér fannst ágætt því það skapaði spennu á milli okkar sem er alltaf gott. Það er líka eftirminnilegt en sorg- legt á sinn hátt þegar ég tók viðtal við Önnu Pálínu Arnadóttur. Hún var kraftmikil og yndisleg og ræddi um krabbameinið þannig að öllum var ljóst að veikindin voru alvarleg en enginn áttaði sig þó á því hversu alvarleg þau voru því aðeins örfáum dögum seinna lést hún. Hún lét eng- an bilbug á sér finna í viðtalinu, var fyndin og skemmtileg og söng. Ég held að hún hafi haft áhrif á marga með krafti sínum og baráttu. Annar gestur sem kom í þáttinn og ræddi um krabbamein var Ðavíð Oddsson. Hann lýsti baráttu sem var upp á líf og dauða en gerði það á svo kómískan hátt að allir í myndverinu áttu í mestum erftðleikum með að skella ekki upp úr. Björk var með eftirminnilegri gest- um sem ég og fleiri þáttastjórnendur vorum búnir að eltast við árum sam- an. Einn góðan veðurdag hringdi sím- inn og það var hún að spyrja hvort hún mætti koma í þáttinn. Ég var búinn að bóka annan þátt en frestaði þeim þætti um viku og kippti Björk inn og hún var frábær. Þegar hún mætti upp í sjónvarp voru allir á hjól- um í kringum hana, ekki vegna þess að hún bæði um það heldur vegna þess að hún er stórstjarna. Hún spurði hvort hún gæti fengið kaffi og menn íhuguðu að gera út sérstakan leiðangur í Kringluna til að kaupa handa henni besta kaffi sem völ var á en niðurstaðan varð sú að Björk fékk kaffi úr kaffivélinni í RÚV og var hæstánægð með það. Eins og himnasending Gísli Marteinn kvæntist á aðvent- unni í fyrra en í þessum mánuði eru liðin tíu ár síðan hann trúlofaðist Völu Ágústu Káradóttur. Þau eiga tvær dætur Vigdísi Freyju og Elísa- betu Unni sem eru fjögurra og sjö ára. „Við kynntumst fyrst í Verslun- arskólanum, þar sem við vorum í sama árgangi,“ segir Gísli. „Ég hafði tekið eftir þessari fallegu stúlku, og við þekktumst nógu vel til að spjalla kurteislega á göngum skólans en ekkert varð þó úr frekari kynnum strax. Eftir útskrift fórum við í hvort í sína áttina, og hittumst ekki aftur fyrr en í vetrarbyrjun 1993, og um jólin fóru hjólin að snúast. Við vorum ákaflega rómantísk og sið- prúð í háttum, fórum í leikhús og út að borða og ræddum um allt á milli himins og jarðar. Það má segja að þær samræður standi enn.“ Eruð þið samrýnd? „Já, við erum mjög samrýnd. Vala er yndisleg kona sem kom einsog himnasending inn í líf mitt. Það er kannski eitthvað kjánalegt að hrósa eiginkonu sinni í hástert í blöðun- um, en mér finnst hún greind og fyndin og mjög skemmtilegur félagi, og við höfum brallað margt saman. Hún tekur virkan þátt í öllu sem ég geri og ég ber alla hluti undir hana. Við höfum búið tvö saman í út- löndum, þar sem við vorum sam- an öllum stundum en fengum sem betur fer ekki leið hvort á öðru. Ég hugsa að við séum bæði fremur gamaldags í viðhorfum okkar til fjölskyldunnar og hjónabandsins og við reynum að rækta samband- ið. Við látum alls ekki detta niður ýmsar hefðir sem hafa skapast í okk- ar sambandi. Þannig förum við til dæmis alltaf í jónsmessuvikunni 1 tjaldútilegu á Þingvelli og við bjóð- um vinum okkar alltaf í þýskt jóla- glögg á fyrsta sunnudegi i aðventu. Það var einmitt í því boði á síðustu aðventu, sem við tilkynntum vin- um okkar að við hefðum gift okkur daginn áður. Flestir héldu fyrst að við værum að grínast, en svo rann upp fyrir fólki að þetta var satt, og þá breyttist boðið náttúrulega í hálfgildings brúðkaupsveislu. Mjög skemmtilegt.“ Afhverju vilduð þið ekki að neinn vissi af giftingunni? „Okkar nánasta fólk var auðvitað með okkur í kirkjunni, en okkur langaði til þess að halda þessum atburði fyrir okkur. Það er nógu margt af okkar lífi í sviðsljósi fjöl- miðlanna, og við vildum bara halda þessum hluta utan þess“. Það eru skiptar skoðanir um þig eins og annað fólk sem er áberandi í fjölmiðlum. Hvernig tekurðu gagn- rýni? „Sumum vina minna finnst ég taka henni of vel. Ég verð ekki heift- úðugur út í fólk sem bölsótast út í mig. Mér er eiginlega alveg sama. Ef maður er sáttur við það sem maður er að gera þá hefur gagnrýni engin áhrif á mann. En ég hlusta auðvitað á það sem menn hafa að segja og reyni að meta hvort eitthvað sé til í því.“ Þú virkar mjögjákvæður og bjart- sýnn. Ertu það í raun og veru? „Ég held ég sé það, já. Ég hef gam- an af því sem ég er að gera og hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að vinna við hluti sem mér þykja skemmtilegir. Ég á heilbrigða fjöl- skyldu og góða vini. Þá er ekki undan miklu að kvarta. Ég hef allt- af mætt hverjum einasta degi með bros á vör. Ef einhverjum þykir létt- vægt að stjórnmálamenn séu glaðir og jákvæðir þá verður bara svo að vera. Ég vil ekki vera kosinn í emb- ætti fyrir að vera einhver annar en ég er. Ég held reyndar að borgin hafi gott af þvi að eiga upplitsdjarfa leiðtoga.“ kolbrun@vbl.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.