blaðið - 29.07.2005, Blaðsíða 20

blaðið - 29.07.2005, Blaðsíða 20
20 I SAMSKIPTI KYNJANNA FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 2005 blaðið Hvemig vekurðu áhuga hins kynsins? - byggðu grunninn rétt ogþú gætir haldið velli Fyrstu kynni leggja jafnan línurnar fyrir áframhaldandi samskipti og þá er oft að duga eða drepast. Auðvelt er að missa marks ef vindhöggin eru slegin og því mikilvægt að haga hlutum þann- ig að til fyrirmyndar sé. Mannfólkið er mun flóknara fyrirbæri en það sem sést í flestum bíómyndum og því ekki hægt að ætlast til að hlutirnir gangi eins auðveldlega fyrir sig - fólk þarf að leggja sig fram og sniðganga alla mikil- mennskustæla eða berserksgang. Það kann aldrei góðri lukku að stýra að ganga of hart fram til leiks eða láta eins og þú getir náð þér í hvern/hverja sem er án þess að hafa fyrir því. 1. Brostu. Fallegt bros er smitandi og það gerir við- komandi aðgengilegri í samskiptum. Brosið lýsir upp andhtið og dregur fólk að þér eins og segul. 2. Hrósaðu viðkomandi. Daðraðu með hrósyrðum, en skemmti- legt hrós kemur öllum skemmtilega á óvart og fólki finnst það öruggara. Mikilvægt er þó að hrósið sé einlægt og ósvikið svo að ekki sé verið að smjaðra. Ef þú getur ekki fundið neitt til að hrósa manneskjunni ættirðu e.t.v. að endurskoða af hverju þú ert að þessu... Ef þér er hrósað er ætíð best að svara ,,'I'akk fyrir!“ 3. Augngotur. Gjóaðu augunum beint í augu viðkom- andi í 2-4 sekúndur í senn og líttu svo ró- lega undan. Þó má auðvitað ekki stara. 4. Hlustaðu. Þú ert með tvö eyru og einn munn og því áttu að hlusta tvöfalt meira en þú tal- ar. Það að geta hlustað gaumgæfilega er sannkölluð list og ekki öllum gefið, en sá sem er að segja fir á metur það mikils. Allir vilja að á þá sé hlustað. 5. Stígðu fyrsta skrefið. Færðu þig nær manneskjunni og heds- aðu á kurteisislegan hátt. 6. Settu þig í gestgjafahlutverk. Breyttu framkomu þinni á þann hátt að þú sért ekki aðgerðarlaus að bíða eftir einhverju. Vertu örugg/ur með því að setja þig í stellingar gest- gjafa í stað aðkomugests. 7. Notaðu leikmuni. Aldrei fara að heiman án þess að vera með skemmtilega og forvitni- lega „leikmuni", en slíkt dót er ávís- un á samræður hvers konar. Það gerir samræðurnar uppörvandi sem verður til þess að aðrir koma og tala við þig. Dæmi: Hundur, börn, óvenjuleg- ir skartgripir, gott ilmvatn, íurðulegt bindi, hattur, spennandi bók eða bolur með furðulegri áletrun. 8. Skemmtu þér. Glettni og gamansemi er mikið atriði ef þú vilt laða að þér fólk. Vertu léttlynd/ ur og blátt áfram en þannig kemur í ljós ákveðið varnarleysi sem getur heillað. 9. Byrjaðu samræðurnar. Best er að byrja með því að segja bara „halló.“ Flestar af þeim línum sem not- aðar eru geta verið varhugaverðar og fallið illa i kramið hjá viðkomandi. Nauðsynlegt er að fara létt í þetta og vera hógvær. Talaðu t.d. um það sem er umhorfs, spurðu spurninga, biddu um hjálp eða komdu með yfirlýsingu. 10. Daður snýst um fallega og flotta framkomu. Daður skilur lítið eftir ef þú ert ekki með sjálfstraust og óhræddu/ur við að taka áhættur. Vertu jákvæður og áhuga- samur-þaðvirkar! halldora@vbl.is Hvor aðilinn keyrir lpegar haldið er út á land, hún eða hanm Ágústa Þórisdóttir: Birgir Dagbjörnsson: Yfirleitt hann, en ég geri þaö nú stundum. Þg geri það nú reyndar, annars er þetta erfið spurning. Hrefna Björk Sverrisdóttir: Ég keyri alltaf þegar við förum út á land þar sem ég er í raun betri ökumaður og öruggari yfirhöfuð. Ólöf Gunnarsdóttir: Hann keyrir þegar farið er út á land. Annars þýðir það nú ekki að hann sé betri bílstjóri, þetta er bara af gömlum vana. Svo keyri ég hérna í bænum. Sigurlaug Traustadóttir: Hann að sjálfsögðu. Maður er að keyra út á land og vill auðvitað bara njóta þess að vera f fríi. Svanþór Laxdal: Ég keyri - ekkert annað í boði! ... eins og náttúran ætlaði!

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.