blaðið - 29.07.2005, Blaðsíða 2
2 I INNLENDAR FRÉTTIR
FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 2005 blaöÍA
Mjög sáttur
við verðið
- segir Geir H. Haarde fjár-
málaráðherra, en hann vill
nota hluta andvirðis Sím-
ans til þess að grynnkafrek-
ar á skuldum ríkisins.
„Ég er mjög sáttur við verðið," seg-
ir Geir H. Haarde, fjármálaráðherra,
um söluverð Símans. „Auðvitað
voru ágiskanir um bæði hærra og
lægra verð, en markaðurinn ræður
verðinu og það er ekkert fyrirtæki
verðmætara heldur en einhver vill
borga fyrir það.“
Geir segir það sitt fyrsta verkefni
að gæta þess að andvirði Símans
hafi ekki óheppileg efnahagsáhrif
hér og kyndi hagkerfið frekar.
„Til lengri tíma þarf hins vegar að
taka ákvörðun um það hvað skuli
gera með þennan söluhagnað. En
það er ekki minnsti vafi á því að það
er skynsamlegt að nota tækifærið til
þess að halda áfram að grynnka á
skuldum ríkisins, það kemur öllum
til góða.“
Geir telur einnig koma til greina
að nota hluta greiðslunnar til þess
að fara í fjárfestingarverkefni til að
byggja upp innviði eða umgjörð í
þjóðfélaginu. ■
Austurver
Opið alla daga ársins til kl. 24
Mán.-fös. kl. 8-24
Helgar og alm. frídaga 10-24
JL-húsið
Mán.-fös. kl. 9-21
Helgar 10-21
Kringlan 1. hæð
Mán.-mið. kl. 10-18:30,
fim. 10-21, fös. 10-19,
lau. 10-18, sun. 13-17
^Lyf&heilsa
‘Bidúuy & Sw Ttyqqvaqötu S, 101 Rey^iavl^
S. 511 2272
ÁMUKtCX
sotnríj
Opið lengur
Einkavæðing Símans:
Bakkabræður hrepptu
Símann á 66,7 milljarða
Landssíminn verður seldur eignar-
haldsfélaginu Skiptum, en það átti
hæsta tilboðið í 98,8% hlut ríkisins í
fyrirtækinu, alls 66,7 milljarðakróna.
Það eru Bakkabræðurnir Lýður og Ág-
úst Guðmundssynir, sem leiða Skipti
með 45% hlut, en Kaupþing banki á
30% í því, fjórir lífeyrissjóðir eiga sam-
tals 21% og MP Fjárfestingarbanki og
Skúli Þorvaldsson 2% hvor.
„Þetta hafa verið spennandi dagar
og mest var spennan auðvitað þegar
umslögin voru opnuð. Við verðlögð-
um okkar tilboð eins og við töldum
rétt verð vera fyrir fyrirtækið og
betur gátum við ekki gert,“ sagði Er-
lendur Hjaltason, forstjóri Exista, í
samtali við Blaðið eftir að ljóst var að
Skipti höfðu hreppt hnossið.
Margir höfðu á sínum tíma sýnt
Símanum áhuga og var tólf hópum
fjárfesta boðið að gera tilboð, en á
endanum bárust aðeins þrjú kauptil-
boð og öll þeirra íslensk. Auk Skipta
bauð sitt hvor hópurinn undir for-
ystu Burðaráss og Atorku í Símann,
en þau boð voru talsvert lægri, Burð-
arás með 60 milljarða slétta og Nýja
símafélagið með um 54,7 milljarða
króna.
Aðrir
Þarna munar talsverðu en Erlend-
ur telur Skipti ekki hafa seilst of
langt í verði. „Fyrirtækið er í mjög
góðu standi, staðan á markaði og
tæknilega er afar góð og þar sjáum
við mikil sóknarfæri. Heildarmettun
markaðaðsins er mikil, en notkunin
mun vafalaust aukast. Eins eru menn
að horfa á frekari miðlun afþreying-
arefnis á komandi árum og þar eru
miklir vaxtarmöguleikar."
Hann vill hins vegar ekki mikið
segja um hvað Skipti hyggist fyrir
með Símann á næstunni annað en
að þeir líti á kaupin sem langtímafjár-
festingu. „Við erum ekki komnir að
rekstri fyrirtækisins enn, þannig að
það væri ekki rétt af mér að fara að
tjá mig um næstu skref. Fyrst viljum
við ganga frá kaupunum og fara yfir
stöðuna með stjórnendum og starfs-
mönnum fyrirtækisins.”
Hlutur fjárfestingarfélagisins Ex-
ista í Skiptum nemur 45%, en í sölu-
skilmálum einkavæðingarnefndar
var tiltekið að ekkert félag mætti eiga
stærri hlut. Auk Exista á KB-banki
30% hlut, Lífeyrissjóður verslunar-
manna og Gildi - lífeyrissjóður með
8,25% hlut hvor, Sameinaði lífeyris-
sjóðurinn og Samvinnulífeyrissjóð-
urinn með 2,25% hvor og MP-fjárfest-
ingabanki og félag á vegum Skúla
Þorvaldssonar 2% hvort. Kaupin eru
fjármögnuð að mestu með eigin fé en
einnig lánsfé sem KB banki sér um
að útvega.
Skrifað verður undir kaupsamning
í Þjóðmenningarhúsinu á föstudag
eftir viku en hlutabréf og fé skipta
um eigendur að lokinni athugun
Samkeppniseftirlits. Fyrirhugað er
að skrá félagið á hlutabréfamarkað
fyrir árslok 2007, en um leið verður
hlutur Kaupþings banka boðinn al-
menningi og fagfjárfestum til kaups.
O Heiðsklrt (5 Léttskýjað ^ Skýjað
(Alskýjað Rigning, lítilshðttar ý/ý Rigning Súld sfc 'f' Snjókoma
if.
Slydda Snjóél •
Amsterdam
Barcelona
Berlín
Chicago
Frankfurt
Hamborg
Helsinki
Kaupmannahöfn
London
Madrid
Mallorka
Montreal
New York
Orlando
Osló
Parfs
Stokkhólmur
Þórshöfn
Vín
Algarve
Dublin
Glasgow
19
29
31
20
30
25
20
20
18
24
31
19
24
26
17
20
19
13
33
21
14
14
€f
12°
13*
13*
€f
€f,
12°r
12*
©-►
10°
014<
€H
0
12°
Veðurhorfur í dag kl: 18.00
Veðursíminn 902 0600
Byggt á upplýsJngum frá Veðurstofu íslands
12*
m
13°^
€f
//
/ //
10°
Á morgun
16°
10<
'V,
//