blaðið - 29.07.2005, Blaðsíða 12
12 I ERLENDAR FRÉTTIR
FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 2005 blaAÍÖ
ísraelska lögreglan
bannar mótmæli
Öfgamenn úr röðum gyðinga reyna að leggja „dauðaálög“
á Ariel Sharon vegna brottflutnings frá Gaza
(sraelskir landamæralögreglumenn ræða við ungan mann við mótmælahöld í
suðurhluta Israels í gær. Mótmælendur festu nöfn ísraelskra ráðherra á kindur sem þeir
tóku með sér í mótmælagönguna.
ísraelska lögreglan hefur bannað öll
mótmæli gegn brottflutningi land-
nema frá Gaza-svæðinu. Landnem-
ar úr röðum gyðinga höfðu vonast
til að fá 70 þúsund stuðningsmenn
til að taka þátt í lokamótmælum
í von um að fá ísraelsstjórn til að
hætta við brottflutninginn sem gert
er ráð fyrir að hefjist um miðjan
ágúst. Lögregla hefur nú bannað
kröfugönguna fyrirhuguðu og hót-
að aðgerðum gegn þátttakendum.
Landnemar segja bann lögreglunn-
ar afar andlýðræðislegt.
„Þetta er mjög hættulegt fyrir land-
ið“, sagði Israel Meidad, talsmaður
landnema. „Tjáningarfrelsi, réttindi
til að mótmæla og réttindi til fundar-
halda eru heilög“, sagði Meidad.
Bölvun lögð á Sharon
Mótmælaaðgerðir landnema hafa
ekki borið árangur enda stendur
ísraelski forsætisráðherrann, Ariel
Sharon, fastur á því að þeir rúmlega
9.000 gyðingar sem búaá Gaza- svæð-
inu verði fluttir brott. Lítill hópur
öfgasinna úr röðum gyðinga hefur
nú gripið til róttækra aðgerða og
haldið trúarathafnir þar sem reynt
er að leggja „dauðaálög“ á Sharon.
Þó um hjátrú sé að ræða eru marg-
ir ísraelar áhyggjufullir yfir því að
bölvunin geti hvatt öfgamenn úr
röðum gyðinga til að taka lögin í sín-
ar eigin hendur. Sams konar bölvun
var lögð á fyrrum forsætisráðherra
landsins, Yitzhak Rabin, skömmu
áður en hann var myrtur af sam-
landa sínum árið 1995. ■
Bildshöfða 9*110 Reykjavik • Simi: 535 9000 « Fax: 535 9090 » www.bilanaust.is
Aðeins
6785;
Krókódfil ræöst á gný þar sem hann ferðaðist ásamt hjörð sinni yfir Mara-ánna í Kenýa í gær. Yfir 1,4 milljónir gnýja og 200 þúsund
sebrahestar og gasellur flytja sig langa vegalengd á hverju ári f leit að grænum gresjum til ætis. Krókódíllinn náði ekki að seðja hungur
sitt f þetta skipti því gnýrinn slapp undan.
KAUPMANNAHÖFN - EKKI BARA STRIKIÐ
Ráðgjafi
Bin Ladens
dæmdur
Mohammed Ali Hassan al-Moay-
ad, íslamskur klerkur sem sagður
er vera trúarlegur ráðgjafi Osama
Bin Laden, var í gær dæmdur til
75 ára fangelsisvistar og til þess að
greiða 1,25 milljónir Bandaríkjadala
1 sekt. Al-Moayad, sem ættaður er
frá Jemen, var fundinn sekur um
samsæri og stuðning við al-Qaeda
hryðjuverkasamtökin og palest-
ínsku samtökin Hamas.
Al-Moayad náðist í Þýskalandi
árið 2003 þegar hann játaði fyrir
tveimur uppljóstrurum FBI-alrik-
islögreglunnar að hann hyggðist
gefa Hamas-hópnum 2 milljónir
Bandaríkjadala til að styrkja þá I að-
gerðum sínum. Var hann í kjölfarið
handtekinn af þýsku lögreglunni og
síðar framseldur til Bandaríkjanna
þar sem réttað var yfir honum. ■
Hákarl
bitur stúlku
á Flórida
13 ára gömul stúlka var bitin af há-
karli á Day tona-ströndinni á Flórída
á miðvikudagskvöld. Var hún stödd
í mittisdjúpum sjó þegar hákarlinn
kom og beit hana í handlegginn.
Hún slapp þó vel miðað við aðstæð-
ur og hlaut aðeins bitfar en missti
töluvert blóð. Aðeins er um mánuð-
ur síðan stúlka á svipuðum aldri lét
lífið i hákarlaárás og unglingspilt-
ur missti fótlegg eftir hákarlaárás.
Bæði atvikin áttu sér einnig stað við
strendur Flórída. ■
Guðlaugur Arason er frábær sagnameistari og
leiósögumaöur. í Gömlu góóu Kaupmannahöfn
segir hann óborganlegar sögur af fólki og atburðum
og leiöir lesandann um allar helstu götur okkar
fornu höfuðborgar.
Glæný, personuleg og bráðskemmtileg
bók, ómissandi feróafélagi sem segir
sögur á hverju götuhorni. www.saikaforiag.iB
Salka
Jafnaðarmenn
tapa í Búlgaríu
Leiðtogi jafnaðarmanna f Búlgaríu, Ser-
gei Stanishev, talar á blaðamannafundi I
höfuðborginni Sófíu í gær.
Leiðtogi flokks jafnaðarmanna í
Búlgaríu, Sergei Stanishev, segir að
flokknum hafi ekki tekist að mynda
nýja ríkisstjórn, en jafnaðarmenn
sigruðu í þingkosningunum þar í
landi i slðasta mánuði. Stanishev
vildi mynda meirihluta með litlum
flokk, sem samanstendur mest-
megnis af Tyrkja-Búlgörum, en þing-
menn kusu gegn þeirri áætlun. BSP
(Búlgarski Jafnaðarmannaflokkur-
inn) sigraði í kosningunum með
31% atkvæða og skákaði þannig mið-
flokkamönnum sem leiddir voru af
Simeon Saxe-Coburg, sem eitt sinn
var konungur landsins. Saxe-Co-
burg mun hins vegar nú fá annað
tækifæri til þess að mynda ríkis-
stjórn, en sérfræðingar segja að það
muni reynast honum afar erfitt.
Búlgaría stefnir á að ganga i Evr-
ópusambandið árið 2007 en til þess
að af því verði þurfa talsverðar um-
bætur að eiga sér stað 1 landinu til
að koma til móts við inngöngu-
skilyrðin.
ESB hefur lýst yfir vilja sínum til
að Búlgarar myndi „sterka og stöð-
uga ríkisstjórn eins fljótt og unnt er
sem geti haldið áfram undirbúningi
fyrir inngöngu landsins í samband-
ið. Mögulegt er að inngöngu þeirra
verði frestað verði sú pólitíska patt-
staða sem upp er komin ekki leyst
nema með öðrum kosningum. ■
HUNDABÚR - HVOLPAGRINDUR
FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM
30% AFSLÁTTUR AF ÖLLU
TOKYO
gæludýravörur
Hjallahraun 4
Hafnarfirði s.565-8444
Opið
mán-fös. 10-18
Lau. 10-16
Sun 12-16
• .-••íii... . .
í - ...-:... -•£...............................—____________________
GUÐtAUGUR ARASON