blaðið - 29.07.2005, Blaðsíða 14

blaðið - 29.07.2005, Blaðsíða 14
blaði Útgáfufélag: Árogdagurehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Karl Garðarsson. 14 I ÁLIT____ FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 2005 bla6iö Pólitískir litir SIMINN SELDUR Pað ríkti spenna á Hótel Nordica i gær þegar opnuð voru til- boð í Landssima Islands hf. Greinilegt var að einkavæðing- arnefnd hafði lagt mikla vinnu í að sala á hlut ríkissjóðs í Landssíma íslands hf. yrði hnökralaus og án eftirmála, eins og reynd hefur verið varðandi einkavæðingu sumra ríkisfyrirtækja hér á landi svo sem Síldarverksmiðja rikisins 1993 og Búnaðar- banka Islands hf. í janúar 2003. Tekið var við tilboðum fyrir opnum tjöldum og þau siðan í framhaldinu opnuð að viðstöddum bjóðend- um, fulltrúum þeirra, lögmönnum og blaðamönnum. Formaður einkavæðingarnefndar Jóns Sveinsson hæstaréttarlögmaður stýrði athöfninni að festu og öryggi. Einkavæðing Landssíma Islands hf. markar því tímamót að þessu leyti. Pukri og leynd við sölu ríkisfyr- irtækja virðist lokið. Sala á hlutum ríkissjóðs í Landssíma íslands hf. markar líka önn- ur tímamót, því ríkissjóður hefur aldrei fyrr fengið jafn hátt verð fyr- ir hluti sína í einstöku ríkisfyrirtæki. Kaupendur á hlut ríkissjóðs, i Landssíma Islands hf., sem er um 98% af útgefnu hlutafé félagsins þurfa að reiða fram tæpa 67 milljarða króna. Þetta er meira en gott verð. Þetta er frábært verð fyrir ríkissjóð, sem fjármálaráðherra og fjárveitingarvaldið fer vonandi vel með og leggur í arðbærar fram- kvæmdir, en ekki gæluverkefni einstakra ráðherra og þingmanna, sem vilja skilja eftir sig minnisvarða heima í héraði. Sala á hlutum ríkissjóðs í Landssíma íslands hf. markar loks þau tímamót að allur fjarskiptarekstur hér á landi er nú á hendi einka- aðila; ríkisrekstri á því sviði atvinnulífsins er lokið. Því ber að fagna því engin rök eru í sjálfum sér fyrir því að ríkið reki fjarskiptaþjón- ustu í samkeppni við einkaaðila. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Aðalsfmi: 510 3700, Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711. Netföng: vbl@vbl.ls, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: Islandspóstur. Þetta á kannski eft- ir að hljóma eins og persónuleg sárindi, sem árin hafa ekki getað læknað. Það er þó fjarri sann- leikanum. Ég er í alvörunni fullkom- lega sáttur við að hafa ekki orðið fyr- ir valinu þegar ráðinn var dagskrár- stjóri að Sjónvarpinu fyrir næstum hálfum öðrum áratug. Ég varð líka snemma sáttur við þann sem fyrir valinu varð, og aldr- ei sáttari en þegar hann sagði upp eftir tveggja ára vonlitla baráttu við að koma á nauðsynlegum breyting- um. Það sem mér finnst þó ástæða til að rifja upp er atkvæði Ástu Ragn- heiðar Jóhannesdóttur, sem hefur nú skrifað grein í Blaðið um valið á næsta útvarpsstjóra og biður um að ráðinn verði menntaðasti og reynslu-. mesti umsækjandinn og talar ein- dregið gegn klíkuskap og flokks- skírteinum. Hún er reyndar helst að mælast til þess að ráðin verði kona, en greinin varð til þess að ég fór að rifja upp þá undarlegu tíma þegar ég sótti um dagskrárstjórastöðuna. Að vísu var ég ekki doktor, en ég skartaði prýðisgóðu BA prófi í norrænu frá Háskóla Islands, enn- fremur var ég útskrifaður frá Leik- listarskóla Þjóðleikhússins og sem kvikmyndaleikstjóri frá einum virt- asta kvikmyndaskóla heims. Hvað reynslu snerti hafði ég lík- lega leikstýrt meira í sjónvarpi en nokkur annar Islendingur. Auk is- lenskra verkefna hafði ég stjórnað Ágúst Guðmundsson . ■ . ........................................................................ ■ Verð: Egils Pilsner 153 kr„ Egils Gull 199 kr., Tuborg Grön 179 kr. og LitliJón í 1.250 ml flöskum 339 kr. Blaöið kynnir; JJkÆJ Egils Gull, Tuborg Grön og Litli-Jón í plastflöskum Nýverið var Egils Gulli, Tuborg Grön og Litla-Jóni tappað á plastflöskur en sala á Egils Pilsner í plastflöskum hófst í fyrrasumar. Viðtökurnar voru mjög góðar og þá sérstaklega hjá yngra fólki sem er vant drykkjum í plastumbúðum. Egils Pilsner og Litli-Jón fást í flestum vínbúðum en Tuborg og Egils Gull í Kringlunni og Heiðrúnu. Kostir plastflaskna eru óumdeilanlegirog hafa löngu sannað gildi sitt þegar gos- og vatnsdrykkir eru annars vegar. Þær vega ekki nema einn sjöunda af þyngd gler- umbúða, með skrúfanlegum tappa, brotna ekki og eru því mjög hentugar (ferðalagið. tveimur þáttaröðum á ensku, sem báðar fóru víða. Fjórar bíómyndir hafði ég að baki og voru þrjár þeirra með þeim fjölsóttustu sem þá höfðu verið gerðar (og eru reyndar enn). Á þessum árum var Ásta Ragn- heiður fulltrúi Framsóknar í út- varpsráði, enda féll atkvæði hennar í þá áttina. Nú vil ég taka það fram að hún og aðrir þáverandi útvarpsráðs- menn gátu haft gildar ástæður til að veita mér ekki brautargengi - aðrar 99........................ Þegar stjórnmála- menn ráða í störf, litast ákvörðunin svo til ævinlega afstjórn- málaskoðunum þeirra. Þeir sjá veröldina í pólitískum litum en þá að ég hafði engu lýst yfir um stjórnmálaskoðanir mínar. Sá sem Ásta Ragnheiður kaus er líka mik- ill ágætismaður, en því verður seint haldið fram að hann hafi haft mestu menntunina eða drýgstu reynsluna í starfið. Þarna lærði ég mína lexíu, og síðan hef ég ekki sótt um starf hjá Rikisútvarpinu. Ég er alls ekki einn um að hafa lært þessa lexíu. Það er í rauninni athyglisverðast við listann yfir kandídatana í útvarpsstjóraemb- ættið hverjir eru þar ekki. Mennta- málaráðherra mun þannig aldrei fá að vita hverju hún kann að hafa orðið af. En raunar efamál hvort það skiptir hana nokkru máli. Þegar stjórnmálamenn ráða í störf, litast ákvörðunin svo til ævin- lega af stjórnmálaskoðunum þeirra. Þeir sjá veröldina í pólitiskum litum og andstæðinga í öllum sem ekki eru jábræður og systur. Það má reyndar ganga svo langt að segja að í klíkuskapnum felist viðtekin venja og eins víst að sá stjórnmálaleiðtogi sem út af brygði yrði illa séður af eig- in flokksmönnum. Ásta Ragnheiður talar fyrir breyt- ingum á þessu. Það er svo sem ekki vanþörf á. Langlundargeð íslend- inga yfir embættaveitingum hefur verið átakanlega mikið. Fólk jagast yfir ástandinu, en virðist svo taka því sem óhagganlegu náttúrulög- máli. Einhverra hluta vegna gleym- ast ávirðingarnar undrafljótt. Eftir stendur lexían sem ég lærði, og hana kenndi mér útvarpsráð þessa tíma og þá ekki síst Ásta Ragn- heiður með atkvæði sínu. Ágúst Guðmundsson Kvikmyndaleikstjóri Stökustund í umsjón Péturs Stefánssonar Við byrjum semfyrr á aðsendum botnum. Ólöf Þ. hringdi inn þennan botn við fyrripart V.L.: Heilum vagni heim að aka held éggagni öllum best. -Bílslys magna þraut,- ogþjaka þjóðarhagnað allra mest. Margrét S. Einarsdóttir botnar: Út í sveit ogsvo til baka síkátir í bílalest. Magnús Hagalínsson botnar: Biðjum Guð í bæn að vaka ogblessa góða vegalest. V.L. sendir botna: Að ferskeytlunnar forna sið, fleiri mœttu hlúa. Þetta iðka þurfum við, ogþví semflestir trúa. Og: Afþví taka eigum mið, öllu í rím að snúa. Magnús Hagalínsson botnar: I bundnu máli bónorðið blundar ástin trúa. Finnur Sturluson yrkir um Kristin H. Gunnarsson: Kiddi hann á kostum fór, kallaði upp um lífsins skorður; “KEA er aura kassinn stór, þeir kaupa vilja ríkið norður”. Birgir Hartmannsson frá Þrasa- stöðum í Fljótum orti eitt sinn um feitlagna konu sem stikaði stórum: Þó að hana þyngi pund sem þykir síst til bóta, konan hefur létta lund og langt á millifóta. Bjarni Stefán Konráðsson frá Frostastöðum í Blönduhlíð, orti um mann sem kom alskeggjaður úr fríi: Andlit hans er eintómt svað allar konur flýj’ann. Hann safnaði skeggi svo aðþað sæist minna í’ann. Margir hafa áhyggjur af veður- spánni þessa verslunarmanna- helgi. Pétur yrkir: Um verslunarmannahelgi hér, hangir aldrei lygna. Sannið’þið til að sólinfer ogsvofer hann að rigna. Og þessa til ökumanna: Keyri hver með geðið glatt oggremjufrá sér bægi, því margur hefur farið flatt á fífla aksturslagi. Fyrripartar: Nú mun verða feikna fjör, á ferðalögum víða. Margirfara langt afleið í leit að heimsins gœðum. V.L. sendir erfiðan oddhendu fyrripart: Löngum kátt ég lék og dátt lífs að sáttaboðum. Hér reynir á leikni hagyrðinga. Botnar, vísur og fyrripartar send- ist til: stokustund@vbl.is eða á Blaðið, Bæjarlind 14-16, 201 Kópa- vogur.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.