blaðið - 23.08.2005, Page 4

blaðið - 23.08.2005, Page 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 2005 blaöið Ókeypis fargjöld til að laða að farþega F-listinn í borgarstjóm vill að strætófar- gjöld aldraðra og öryrkja verði felld niður í sex mánuði sem og fargjöld barna og unglinga að 18 ára aldri. Með því telur flokkurinn að auka mætti nýt- ingu á strætó, ekki bara á umræddu sex mánaða tímabili, heldur til ffam- tíðar. Segir í tilkynningu frá flokknum í þessu sambandi að áædaður kostn- aður vegna þessa sé um no milljónir króna sem hægt væri að mæta með auknu ffamlagi sveitarfélaganna á höf- uðborgarsvæðisins til Strætó. Á móti telur F-hstinn að hægt væri að draga úr einkabílanotkun og mengun af þeirra völdum sem og kostnaði vegna viðhalds gatna í borginni. „Ástæða er til að vekja sérstaka at- hygli á því hversu lítið það hefði kostað sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu að fella niður fargjöld þessara hópa tímabundið og gera þar með stórátak til að bæta úr því neyðarástandi sem einkennir samgöngumál borgarinnar núna. Til samanburðar má nefna að þetta er lægri upphæð en sá kostnað- ur sem hlýst af slysum á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbraut- ar“, segir ennfremur í tilkynningu F-Ustans. U Sífellt hagstæðara að byggja Vísitala byggingakostnaðar hækk- aði um 0,7% í júlí frá fyrri mánuði en á sama tíma hækkaði íbúðaverð hinsvegar um 3,4%. Ef verðþróun síðustu tólf mánaða er skoðuð kem- ur í ljós að íbúðaverð á höfuðborgar- svæðinu hefur hækkað um tæplega 40% en á sama tíma hefur kostnaður við að byggja nýtt húsnæði aðeins hækkað um tæp 4%. í Morgunkorni fslandsbanka segir um málið að hag- ur byggingaraðila hafi því vænkast umtalsvert á stuttum tíma og leiðir til vaxandi framboðs á íbúðamark- aði. loftkœling Verð frá 49.900 án vsk. ÍS-hÚSÍd 566 6000 Ungt fólk í greiðsluerfiðleikum vegna símakostnaðar „Aðfarabeiðnum hjá sýslumanninum f Reykjavík hefúr fjölgað vegna sím- reikninga ungs fólks”, segir Ásta S. Helgadóttir, forstöðumaður Ráðgjafar- stofu heimilanna. Með öðrum orðum þá hefúr þeim tilfellum þar sem farið er ffam á fjárnám hjá ungu fólki, og síðan í kjölfarið krafist gjaldþrots hjá viðkomandi einstaklingi, fjölgað að undanförnu. „Það er verið að gera ár- angurslaust fjárnám hjá ungu fólki jafnvel vegna nokkurra þúsundkalla. Vegna þessa lendir fólk á vanskilaskrá sem oft reynist erfitt að komast út af“, segir Ásta ennfremur. Nauðsynlegt að hafa yfirsýn yflr kostnað „Símakostnaður hefur aukist mikið hér á landi undanfarin ár. Áður var þetta bara heimilissíminn, svo bætt- ust GSM símarnir við og nú síðast ADSL kostnaður", segir Jóhannes Gunnarsson formaður Neytenda- samtakanna. „Margir hinna tekju- lægri ofbýður sá kostnaðarauki sem í þessu felst“, segir hann ennfremur. Ásta tekur undir þetta og segir nauð- synlegt að fólk hafi yfirsýn yfir þenn- an kostnaðarlið. Hún ráðleggur fólki að huga sérstaklega að þessu þegar börn og unglingar eigi í hlut. Það sé auðvelt að framkvæma, til að mynda með því að nota frelsi í stað þess að láta börn hafa síma í hefðbundinni áskrift. Ef þessir reikningar, eins og aðrir, lenda í innheimtu sé kostnaður- inn fljótur að margfaldast. Hratt vaxandi útgjaldaliður Samkvæmt upplýsingum úr „Rann- sókn á útgjöldum heimilanna" sem Hagstofa Islands gefur út er síma- kostnaður sá útgjaldaliður sem óx hlutfallslega mest á íslenskum heim- ilum á árinum 1995 til 2002. Kostnað- urinn fór úr 1,4% af úgjöldum heimil- anna árið 1995 í 3,1% árið 2002. Gera má ráð fyrir að þetta hlutfall hafi hækkað síðan. Ásta segir að sökin liggi ekki hjá símafyrirtækjunum - þau séu ekk- ert verri en hver annar. Hinsvegar sé símanotkun ungs fólks mjög almenn og innheimtuaðgerðir fyrirtækjanna endurspegli augljóslega viðskiptavina- hópinn - við því sé lítið að gera. ■ Pað er leikur að læra... Þessir kátu krakkar komu til skólasetningar í Austurbæjar- skóla í gær og ekki annað að sjá en að skólaárið leggist vel í þá og um nóg að ræða eftir sumarið. Skólasetningu í flestum skólum landsins mun Ijúka í dag. Alls eru um 4.200 börn að hefja skólagöngu sína á landinu öllu, en um 44.000 börn eru á grunn- skólaaldri á íslandi. í Reykjavík eru börn á grunnskólaaldri um 15.000 talsins, en um 1.400 Reykvíkingar eru að stíga fyrstu sporin á menntabrautinni. Hnífsstunga á Menningarnótt Kominn af gjörgæslu Ungi maðurinn sem stunginn var tvisv- ar sinnum í bakið aðfaranótt sunnu- dagsins var útskrifaður af gjörgæslu- deild um miðjan dag í gær. Að sögn vakthafandi læknis var líðan hans þá stöðug og er hann á batavegi. Að sögn umrædds læknis bjargaði það lífi hins átján ára pilts að hann var strax fluttur á sjúkrahús þar sem hann gekkstþegar undir aðgerð. Hann var hætt kominn eftir árásina þar sem meðal annars lunga hans féll saman. Sá sem ffamdi árásina, 17 ára piltur, hefur verið úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald. Hann fannst með að- stoð eftirlitsmyndavéla og vitna þar sem hann var í Lækjargötunni. Unnið er að rannsókn málsins en tilefni rann- sóknarinnar eru ennþá óljós. Arásarmaðurinn færður úr dómssal i fyrradag. Morðið á Gísla Þorkelssyni í Suður-Afríku Morðingjar fyrir rétt I gær komu þau Willie Theron, 28 ára, og Desireé Oberholzer, 43 ára, fyrir rétt í Suður-Afríku. Þau eru ákærð fyrir hrottalegt morð á Islend- ingnum Gísla Þorkelssyni í júlí en lík hans fannst steypt í sorptunnu. Auk þess er í ákærunni ákvæði um þjófnað, fjársvik og truflun á fram- gangi réttvísinnar. Konan hefur þegar játað á sig morðið en karlinn heldur fram sakleysi sínu. ■ Danir leita fyrirmynda á íslandi Á aðalfundi Samtaka iðnaðarins í Danmörku á næstunni munu þátttakendur leita svara við því hvernig danskt þjóðfélag geti kom- ist í fremstu röð á alþjóðlegum vett- vangi. Til að sækja sér innblástur verður m.a. horft til þriggja lands- svæða sem hafa náð framúrskarandi árangri í efnahagsmálum; Irlands, Massachusetts í Bandaríkjunum og Islands. Yfir eitt þúsund þátttakend- ur munu fylgjast með því þegar Dan- ir kryfja til mergjar góðan árangur Islendinga á sviði efnahagsmála og viðskipta. Það sem Dönum þykir til fyrirmyndar hér á landi er sveigjan- legur og kraffmikill vinnumarkað- ur og þeir telja að Islendingar hafi nýtt vel tækifæri sem hafi boðist í alþjóðlegum viðskiptum - það sé skýringin á því að íslenskt þjóðfélag hafi tekið stórstígum framförum á síðustu 10 árum. ■ Skelfiskur úr Hvalfirði veldur magakveisu Undanfarnar fjórar vikur hefur magn eiturþörunga 1 Hvalfirði ver- ið yfir viðmiðunarmörkum. Síðast- liðna viku var magn þeirra hátt yfir viðmiðunarmörkum fyrir tegundir sem geta valdið skelfiskeitrun en hún getur valdið heiftalegri maga- kveisu. Umhverfisstofnun beinir því til fólks sem hyggur á kræklinga- tínslu að fylgjast með heimasíðu Umhverfisstofnunar en á henni eru nýjustu upplýsingar um niður- stöður talninga á eiturþörungum í Hvalfirði. Neysla skelfisks úr Hval- firði getur verið varhugaverð í ljósi nýjustu niðurstaðna. www.ust.is PRENTLAUSNIR FYRIR FYRIRTÆKI Hraði og hagkvæmni í fyrirrúmi Canon LBP-5200 Hraðvirkur og hagkvæmur litageislaprentari • Prentar 19 bls. í svarthvítu á mín. og fjórar í lit. • Upplausn 600x600 dpi - 9600x600 punkta prentun. • Engin upphitunartími eða bið. • USB2.0 Hi-Speed tengi. Tilboðsverö 34.900 kr. Listaverð 39.900 kr. Canon BIJ-1300 Hraðvirkur og hagkvæmur A4 bleksprautuprentari • Prentar 20 bls. í svarthvítu á mín. og 12 í lit. ■ Upplausn 2400x1200 dpi. • Fjögurra hylkja kerfi sem lækkar rekstrarkostnað. ■ Stór blekhylki - Svart 130 ml og litur 80 ml hvert. • Netkort (aukabúnaður). Tilboðsverð 49.900 kr. Listaverð 69.900 kr. Canon LBP-2900 Nettur hágæða geislaprentari • Prentar 12 bls. á mín. í svarthvítu. • Upplausn 600x600 dpi. • Enginn upphitunartími. • Mjög auðveldur í notkun. Tilboðsverð 11.900 kr. Listaverð 14.980 kr. NÝHERJI Nýherji hf. • Borgartúni 37-105 Reykjavík Sími 569 7700 ■ www.nyherji.is

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.