blaðið - 23.08.2005, Blaðsíða 24
24 I MATUR
ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 2005 MaöÍA
uhúsiö
Af hverju eru
appelsínur
appelsinugular?
Appelsínur fá sinn appelsínugula
lit aðeins ef hitastigið lækkar í kring-
um þær á meðan þær hanga enn á
trénu. Á hitabeltissvæðum hald-
ast appelsínur grænar því þar er
hitastigið jafnt og þétt að degi sem
nóttu. Kaliforníuappelsínur verða
til að mynda mun appelsínugulari
en frænkur þeirra frá Flórída því
næturnar í Kaliforníu eru mun kald-
ari en á Flórída. Sætar appelsinur
voru upprunalega fluttar til Evrópu
frá Malasíu. Fyrst er vitað um slíka
landflutninga á sextándu öld en
það voru Portúgalir sem komu með
þennan framandi ávöxt til Suður-
Evrópu árið 1529. Á Balkanskagan-
um og á sumum svæðum ítaliu voru
appelsínur kallaðar Portúgalir og á
það enn við sumstaðar. ■
Taktu þátt og þú getur unnið nýjan Suzuki Swift eða fartöfvtnrrenBTj
Næstu vikurnar ætlaTBIaðið að létta þefiínð
Sendu okkur fyrirsögn úr Blaðinu í dag og þú kemst í pott sem dregið f^rður'IQV -
einu sinni í viku. Þú gætir unnið afnot af Suzuki Swift í heilt ár, Medion Black
Dragon fartölvu frá eða einhvern af Qölmörgum glæsilegum vinningum
skólaleiks Blaðsins
SWIFT
Klipptu út seðilinn hér að neðan og sendu okkur háhn
(Blaðið, Bæjarlind 14 - 16, 201 Kópavogur) eða sendu okkur tölvupóst
(með nafni kennitölu og símanúmeri) á netfangið skoli@vbl.is '
Dregiðúrinnsendumsvörumámánudögum
Ath. Þú mátttaka þátt eirts oft og þú vilt, því fleiri innsendirseðlar, þeirh mún merri vinningslíkur
Þatttokuseðill
Fyrirsögn:
Fullt nafn:
Kennitala:
Simi:
hlaóiö=
Sendist á - Blaöiö, Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur
olávefurinnis
o Afnot af Siizuki Swift í
heiltár. .
° Medion Black Drágon
fartölvur frá BT.
o l-pód frá Apple
búðjb.hl
ÓÖO.- kr úttekt í
Officeone . -
oNuddtækj frá Heilsu-.
hú'sinu ’ . : ’ ’ ^
OGjafakarfa frá'Ósta
og Smjörsölunni
P ÁrsÁskriftað ’ » -
Skólavefnum v
Officelsuperslore
Smágulrætur
Smágulrætur eða „baby carr-
ots“ eru algeng sjón í íslenskum
stórmörkuðum. Þær eru tilvald-
ar sem snakk eða í ýmis konar
rétti. Margir halda að þarna sé
komið annað afbrigði af gulrót-
um en þessar stóru sem við eig-
um að venjast en staðreyndin er
sú að smágulrætur eru unnar
úr venjulegum gulrótum. Þær
eru skrældar og hreinsaðar og
mótaðar í munnstóra bita sem
eru tilbúnir til matar.
Stóra perlan
Laukur hefur verið stór hluti
af matargerð frá því fyrir tíma
skráðra heimilda. Margir telja
að laukur hafi verið fastur
hluti af mataræði mannsins í
þúsundir ára en laukur geymist
vel eftir að hann er tekinn upp,
hann kemur í veg fyrir þorsta,
það er auðvelt að ferja hann
milli staða og hann má þurrka
til geymslu. Talið er að hann
sé upprunnin frá mið-Asíu en
sumir telja að fyrstu svæðin
sem laukurinn lagði undir sig
hafi verið í Iran og Pakistan.
Hans er getið í fornritum
Egypta, gömlu indversku
Vedunum og í opinberum
skjölum Súmeríumanna.
Enska orðið otiion sem þýðir
laukur var upphaflega komið
frá latneska orðinu unio sem
þýðir stóra perlan en það er
alveg vist að margir ættu erfitt
með að hugsa sér matargerð án
hans.
MSGÍ
barnamat
Stuttu eftir að matvælafyrirtæk-
ið Gerber, sem flestir þekkja
fyrir barnamatinn fræga, var
stofnað fóru þeir að bæta MSG
við barnamaukið. MSG er efni
sem dregur fram bragð af öðru
í matnum og gerir hann bragð-
betri. Hins vegar hefur komið í
ljós að MSG er alls ekki hollt og
mikið hefur dregið úr neyslu
þess. Það sem er sláandi við
það að Gerber hafi notað MSG
er að ástæðan var ekki að láta
matinn bragðast betur fyrir
börnin heldur mæðurnar. Þeir
höfðu áttað sig á því að mæð-
urnar smökkuðu matinn áður
en þær gáfu börnunum sínum
hann og ef þeim fannst hann
góður voru meiri líkur á að þær
keyptu hann aftur.