blaðið - 04.10.2005, Síða 2
2 I INNLENDAR FRÉTTIR
ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2005 blaöiö
Fjárlagafrumvarpið 2006
14,2 milljarðar í afgang
Áframhaldandi aðhald í ríkisfjármálum, segir nýr fjármálaráð-
herra. Útgjöld til menntamála aukin og tekjuskattur lœkkaður.
Arni M. Mathiesen kynnti fyrir fjölmiðlum sitt fyrsta fjárlagafrumvarp í Salnum í Kópa-
vogi í gær.
Kyndir undir
vandanum
„Ef við lítum á stóru línurnar
í fjárlagafrumvarpinu er
gert ráð fyrir áframhaldandi
tekjuaukningu, en einnig
útgjaldaaukningu,“ segir
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
formaður Samfylkingarinnar.
„Útgjöldin eru að hækka um
1,8% á raungildi frá fjárlögum
þessa árs og ef ég man rétt var
ríkistjórnin með markmið
um 1% hækkun þannig að
hún er að fara fram úr sjálfri
sér. Tekjurnar hafa tvöfaldast
í tíð þessarar ríkisstjórnar, en
það hafa útgjöldin líka gert.
Ef ríkistjórnin væri að leggja
sitt af mörkum til að slá á
þensluna í stað þessa ávísa bara
vandanum á Seðlabankann,
þá ætti tekjuafgangurinn að
vera meiri en ráð er fyrir gert.
Það verður að horfa á það að
á þessu ári fékk ríkisstjórnin
rúmlega 30 milljarða búhnykk
í formi veltuskatta og
stimpilgjalda. Það eru heimilin
og fyrirtækin í landinu sem eru
að skuldsetja sig sem greiða
stilmpilgjöldin. Mér finnst líka
mjög sérkennilegt þegar talað
er um að frumvarpið muni
viðhalda stöðugleikanum í
efnahagslífinu. Stýrivextir
eru að hækka, krónan er að
hækka, verðbólgan er að
aukast, misskipting er að vaxa,
skuldir þjóðarbúsins að vaxa
og viðsldptahallinn er meiri en
mælst hefur á sögulegum tíma,
hvaða stöðugleika er verið að
tala um? Ástandið í landinu
er mjög viðkvæmt núna, og
mér finnst ríkisstjórnin vera
að kynda undir vandanum
með frumvarpinu.“
Tugir vilja
verða slökkvi-
liðsmenn
Hátt í eitt hundrað manns
sóttu um tæpan tug starfa
slökkviliðs-og sjúkraflutn-
ingamanna sem auglýst voru
laus til umsóknar fyrir stuttu
hjá Slökkviliði höfuðborgar-
svæðisins. Búið er að fara yfir
umsóknirnar og er ráðningar-
ferlið þegar hafið. Ráðgert er
að nýju starfsmennirnir hefji
störf fyrsta desember næstkom-
andi. Úm er að ræða fullt starf
í vaktavinnu við sjúkraflutn-
inga, slökkvistörf og reykköfun,
björgun og neyðarflutninga.
Nýskipaður fjármálaráðherra, Árni
M. Mathiesen, kynnti í gær frum-
varp til fjárlaga fyrir árið 2006.
Frumvarpið gerir ráð fyrir 14,2
milljarða tekjuafgangi sem að mati
ráðherra felur í sér áframhaldandi
aðhald í ríkisfjármálum og sífellt
Fjárframlög til háskóla hækka um
tvo milljarða í frumvarpinu sem lagt
var fram í gær. Gjöld að frádregnum
sértekjum nema 12.7 milljörðum
króna og þar af eru 6,4 milljarðar
útgjöld til Háskóla íslands. Frum-
varpið gerir ráð fyrir því að heildar-
útgjöld vegna framhaldsskóla aukist
einnig og hækki um 1.53 milljarða
frá fjárlögum þessa árs.
Ef litið er á utanríkisþjónustuna
kemur í ljós að 27 milljónir fara í
nýtt sendiráð í Nýju-Delhi, 22 millj-
ónir fara til Rómar og aðalræðis-
maðurinn í Winnipeg fær 20 millj-
ónir. Fjárveitingar til þróunarmála
hækka um 487,5 milljónir króna. Út-
gjöld til Þróunarsamvinnustofnunar
Islands hækka um 228 milljónir eða
31% frá núgildandi fjárlögum. Einn-
ig verður framlag til þróunarmála
og alþjóðlegrar hjálparstarfssemi
aukin um 56%.
sterkari stöðu ríkissjóðs. Tekjuskatt-
ur á einstaklinga verður lækkaður á
árinu um eitt prósent og eignaskatt-
ar falla niður á næsta ári sem og
svokallaður hátekjuskattur. Hreinar
skuldir ríkissjóðs hafa lækkað úr
35% af vergri landsframleiðsu árið
Styttur og vopnakaup
Styttumál hafa verið til umræðu
í sölum ráðhúss Reykjavíkur að
undanförnu. Þar var tekist á um
hvort reisa ætti styttu af Tómasi
Guðmundssyni eða Bríeti Bjarnhéð-
insdóttur. Borgarstjóri taldi ekki for-
gangsmál að reisa styttu af Tómasi
þar sem hörgull væri á styttum af
konum í borginni, og minntist hún
á Bríeti í því sambandi. Skriður virð-
ist hins vegar vera á máli Bríetar, þar
sem gert er ráð fyrir 3 milljónum í
frumvarpinu sem fara eiga í gerð
minnisvarða um Bríeti og jafnréttis-
baráttu hennar.
14 milljónum króna verður varið
til kaupa á vopnum og öðrum bún-
aði fyrir sérsveit lögreglunnar. Fjölg-
að verður í sveitinni um fimmtán
manns á árinu. Þá verður fjármagn
til styrktar efnahagsbrotadeildar
Ríkislögreglustjóra og fjarskipta-
miðstöðvar lögreglunnar aukið um
13 milljónir.
1996 og niður í 7% árið 2006. Heild-
arútgjöld ríkissjóðs eru áætluð 313,2
milljarðar króna
Framkvæmdir í lágmarki
Framkvæmdir á vegum ríkisins
verða í lágmarki á næsta ári en til
stendur að stórauka þær árið 2007
til þess að vega á móti minnkandi
stóriðju- og virkjanaframkvæmd-
um. Ráðherra segir að næstu árin
verði stefna ríkistjórnarinnar sú að
standa fýrir ábyrgri og styrkri fjár-
málastjórn sem tekur mið af stöðu
efnahagslífsins á hverjum tíma.
I frumvarpinu er gert ráð fyrir
auknum framlögum til menntamála
og rannsókna og aukast framlög um
12% frá fjárlögum ársins í ár. Barna-
bætur verða auknar um 1,2 milljarða
króna og einnig eru framlög til lög-
gæslu og öryggismála aukin. Ráð-
herra segir aðhald í útgjöldum skila
samtals 4 milljarða króna lægri
útgjöldum en annars hefði orðið.
Frestun á framkvæmdum í vegamál-
um skila 2 milljörðum til lækkunar,
ráðuneytum og stofnunum var gert
að taka á sig eins milljarðs lækkun
útgjalda og loks ákvað ríkisstjórnin
að lækka ýmis útgjöld um einn millj-
arð til viðbótar.
Heimildir ráðherra
Hinn nýbakaði fjármálaráðherra
hefur heimildir til kaupa eða sölu
á ýmsu í nafni ríkisstjórnarinnar
í fjárlagafrumvarpinu. Þetta ár-
ið verður honum m.a. heimilt, ef
það verður samþykkt á alþingi, að
kaupa sumarbústaði á Þingvöllum
og jarðir í næsta nágrenni. Einnig
er heimild til þess að kaupa hvera-
svæði Geysis í Haukadal. Þá má
hann samkvæmt frumvarpinu selja
flugafgreiðslur vítt og breitt um
landið, eða á Kópaskeri, í Breiðdals-
vfk, Norðfirði, Kirkjubæjarklaustri,
Patreksfirði og Hólmavík. Einnig er
þess getið að húsnæði Blóðbankans
við Eiríksgötu verði selt til þess að
finna annað hentugra. Eins verður
heimild til sölu á flugvél Landhelgis-
gæslunnar, TF-SÝN, og varðskipinu
Oðni en hagnaður af sölunni mun
renna til kaupa á nýjum farartækj-
um fyrir gæsluna.
Þetta partí
tekur enda
eins og önn-
ur partí
„Frumvarpið markast af því að
það eru miklar tekjur í þjóðfé-
laginu,“ segir Guðjón A. Krist-
jánsson alþingismaður. „Hins
vegar er hætt við því að hluti af
þeim tekjum séu fengnar með
lántökum. Því er ekki að neita
að ákveðnir hópar í þjóðfélag-
inu hafa mikil laun, þó að það
eigi ekki við um alla því aðriri
hópar hafa setið effir. Það er því
aukin misskipting í þjóðfélag-
inu þrátt fyrir miklar tekjur,“
segir Guðjón.„Þó nú sé ákveðið
góðæri í gangi er stórhættulegt
að láta sjávarútveginn reka á
reiðanum. Þegar stóriðjufram-
kvæmdunum lýkur verður það
svakaleg staða sem við stönd-
um frammi fyrir ef sjávarútveg-
urinn verður farinn úr landi að
hluta til, sem gæti alveg gerst.
Svona góðæri endist ekki enda-
laust eins og sést á frumvarpinu
þar sem halli blasir við effir
tvö ár, þó menn komi auðvitað
til með að gefa í á kosningaári.
Við erum auðvitað að dansa í
ákveðnu partíi nú um stundir,
en ég held að það partí endi
nú eins og önnur partí, og það
geta fylgt því timburmenn."
Óviðunandi
mannekla á
leikskólum
Trúnaðarmenn leikskólakenn-
ara í Reykjavík telja miður í
hvaða farveg umræðan um
manneklu í leikskólum hefur
farið. Þeir segja að viðmið um
barnafjölda og kjarasamnings-
bundin rétfindi verði að virða.
Þá þykir þeim óviðunandi að
mannekla herji á leikskólana
ár hvert. Þáð dragi úr þjónustu
og faglegu starfi leikskólanna
sé stofnað í hættu. Auk þess
valdi endalaus endurnýjun
á starfsfólki álagi sem hefur
slæm áhrif á börn og það
starfsfólk sem fyrir er.
Trúnaðarmennirnir segja
ástæðu manneklunnar vera
bág kjör og kalla á að þau
verði bætt. Ennfremur þurfi
yfirvöld að vinna í því að
fjölga leikskólakennurum.
Fjórtán milljónir til vopnakaupa
Það kennir ýmissa grasa ífjárlagafrumvarpinu sem lagt varfram ígœr. Ríkið lceturpen-
inga í allskyns mál og má þar nefna vopnakaup, nýtt sendiráð og styttu afBríeti Bjarn-
héðinsdóttur.
(fj Heiöskirt (3 Léttskýjað ^ Skýjað ® Alskyjaö fRigning, litilsháttar W, Rignlno 1 5 Súld * Snjókoma
' //' 9 >{í
*
Slydda SJJ Snjóél 'jj
Amsterdam 15
Barcelona 21
Berlín 15
Chicago 19
Frankfurt 15
Hamborg 16
Helsinki 13
Kaupmannahöfn 13
London 16
Madrid 20
Mallorka 20
Montreal 17
New York 19
Orlando 24
Osló 15
París 16
Stokkhólmur 14
Þórshöfn 12
Vin 16
Algarve 24
Dublin 14
Glasgow 13
4°
/ //
\///
10°
10‘
///
cf
///
6 ///
//
///
Veðurhorfur í dag kl: 18.00
Véðursíminn ' 02 0600
Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu íslands
'//
/ //
<f r
4%
Á
///
///
///
morgun
9
7°
7°