blaðið - 04.10.2005, Síða 4

blaðið - 04.10.2005, Síða 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2005 blaði6 Sveitarfélögin éta skatta- lækkanir launafólks / skýrslu Andríkis um skiptingu staðgreiðsluskatta milli ríkis og sveitarfélaga kemur fram að á meðan tekjuskattur hefur lœkkað undanfarin ár hafi útsvarið hœkkað jafnt ogþétt. Una María býður sig fram Útlit er fyrir harða baráttu um í. sætið á lista framsókn- armanna í Kópavogi. Una María Óskarsdóttir, varabæjarfulltrúi Framsóknar- ílokksins í Kópavogi hefur gefið kost á sér í í. sæti flokksins á framboðslista flokksins við kosningarnar í vor. í tilkynn- ingu frá Unu segir að hún hafi lengi verið virk í starfi innan flokksins og lét nýverið af formennsku í Landsambandi Framsóknarkvenna. Flún er varaformaður í Freyju, félagi framsóknarkvenna í Kópavogi. Það er útlit fyrir harða baráttu um fyrsta sætið í Kópavoginum en Ómar Stefánsson bæjarfull- trúi og Jóhannes Valdemarsson hafa einnig gefið kost á sér f efsta sætið. Hansína Björg- vinsdóttir, oddviti Framsókn- armanna og fyrrverandi bæj- arstjóri, gefur ekki kost á sér. ■ Undanfarin ár hefur skipting stað- greiðsluskatts af launum einstak- linga milli ríkis og sveitarfélaga breyst verulega á þann veg að tekjuskattur ríkisins hefur lækkað jafnt og þétt, en á sama tíma hafa mörg sveitarfélög hækkað útsvar sitt. Sveitarfélögin hafa þannig haft hluta skattalækkunarinnar af launa- fólki og bendir flest til að þessi þró- un haldi áfram á næstu árum. Þetta kemur fram í skýrslu, sem Andríki, útgáfufélag frjálshyggjuvef- ritsins Vef-Þjóðviljans, hefur sent frá sér. Þar kemur fram að ríkið leggi nú á 24,75% tekjuskatt í stað- greiðslu, en veiti persónuafslátt sem nemi 28.321 krónu á mánuði. Sveitar- félög leggi hins vegar á 12,98% útsvar en veita engan persónuafslátt. Þetta þýðir að þeir sem hafa undir 125 þúsund krónum í mánaðartekjur greiða engan tekjuskatt til ríkisins, en þeir greiða á hinn bóginn fullt út- svar til sveitarfélags. Fiestir greiða útsvar Á síðasta ári greiddu um 67% fram- teljanda í landinu almennan tekju- skatt í ríkissjóð, en 97% framtelj- enda greiddu útsvar til sveitarfélaga. Þeir sem hafa undir 262 þúsund krónum í mánaðarlaun greiða meira í útsvar til sveitarfélaga en í tekju- skatt til rikisins. Þeir sem hafa tekj- ur undir skattleysismörkum (75.000 kr.) greiða engan tekjuskatt til ríkis- ins, en ríkið greiðir allt útsvarið fyr- ir viðkomandi. Ríkið tryggir með öðrum orðum að sveitarfélögin hafi útsvarstekjur af framteljendum þótt launatekjur séu undir skattleysis- mörkum. Útsvarið gefur meira en tekjuskattur ríkisins Þar sem ríkið greiðir útsvar til sveit- arfélaga fyrir tekjulægstu einstak- lingana eykst hlutur sveitarfélag- anna í staðgreiðslunni og verður að meðtaltali meiri en ríkisins, segir í skýrslu Andríkis. Á síðasta ári var meðalskatthlutfall almenns tekju- skatts til ríkisins 12,5% eftir að tek- ið var tillit til persónuafsláttar. Á sama tíma greiddu menn 13,1% að meðaltali í útsvar til sveitarfélaga af tekjum sínum. í fyrra höfðu sveitar- félögin þess vegna meiri staðgreiðslu- skatta upp úr launaumslögum lands- manna en ríkið. 1 niðurstöðum skýrslu Andríkis kemur fram sú skoðun að mikil- vægt sé „að launþegar séu meðvit- aðir um þá miklu og vaxandi skatt- heimtu sem sveitarfélögin stunda af launatekjum einstaklinga." Stungið er upp á því að á launaseðlum lands- manna verði sundurliðað hvernig staðgreiðsla tekjuskatts og útsvars skiptist á milli ríkis og sveitarfélaga, enda telur Andríki mikilvægar upp- lýsingar fyrir kjósendur í komandi kosningum til sveitarstjórna og þings felast í skiptingunni. ■ Reykingar verði bann- aðar á skemmtistöðum Lœknafélag íslands vill að reykingar verði bannaðar á öllum vinnu- stöðum ogkallar á að aðgerðirsem taka á offituvandamálinu verði hertar. grœna línan vegetarían restaurant Lífrænt ræktað fyrsta flokks hráefni Réttur dagsins kr.990- Á aðalfundi Læknafélags íslands var samþykkt ályktun þar sem skorað er á heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra að hafa forystu um að rík- isstjórn íslands fari að tilmælum Al- þjóða heilbrigðismálaþingsins 2004 og herði samræmdar opinberar aðgerðir til að auka heilbrigði Islend- inga með hollara mataræði og auk- inni hreyfingu. Á þinginu var m.a. sagt að hvert ríki Álþjóða heilbrigð- isstofnunarinnar ætti að móta pólit- íska stefnu til að bæta mataræði og auka hreyfingu og að ríkisstjórnir skipti sköpum við að ná fram varan- legum breytingum í lífsstíl. Þá skuli matvælaframboð vera í samræmi við markmið um að vernda og bæta lýðheilsu. Fljótlegt að koma við og taka með sér rétti Græna Ixnan, Bæjarhrauni 4, 8:565-2075 Reyklausir vinnustaðir Á fundi Læknafélagsins var einnig skorað á ráðherra að hann beiti sér fyrir því að lagt verði fyrir Alþingi frumvarp til laga um bann við reyk- ingum á öllum vinnustöðum, þar með talið veitinga- og skemmtistöð- um. Jafnframt bað fundurinn um að hagsmunir sjúklinga á landsbyggð- inni yrðu hafðir í huga þegar fram- tíðaráform um Reykjavíkurflugvöll verða rædd. Læknafélag íslands vill að allir vinnustaðir verði reyklausir, líka veitinga-og skemmtistaðir. ■ Slippstöðin gjaldþrota 100 manns eru atvinnulausir eítir að Slippstöðin var tekin til gjaldþrotaskipta. Starfsmenn eiga inni laun fyrir 20 milljónir „Stöðin er lokuð og það verður ekki áframhaldandi rekstur hjá skiptastjóra.“ segir Þorsteinn Haraldsson trúnaðar- maður starfsmanna.„Nú bíðum við bara og sjáum hvað gerist og hvort einhverjir utanaðkom- andi aðilar komi að málinu. Við erum því atvinnulausir frá og með þessari stundu.“ Þorsteinn segir útistandandi laun fara til ábyrgðarsjóðar launa. „Ég vona að stöðin verði endureist þó það verði ekki í sömu mynd og áður. En það verður þá að gerast fyrr en seinna því menn bíða ekkert lengi ef þeir geta fengið vinnu annarsstaðar." Hjá Slippstöð- inni störfuðu um 100 manns. Aðspurður að því hvort hann sjái fyrir sér aðkomu ríkisins að málinu svarar Þorsteinn: „Ég er ekki hrifinn af því að ríki og bær komi að þessu nema kannski í sambandi við endurgreiðslu á aðflutnings- gjöldum fyrir skipaiðnaðinn almennt, en mér finnst allt í lagi að bærinn komi með aura inn í fyrirtækið tímabundið á meðan verið er að reisa starfsemina við, og fari svo út úr því þegar því er lokið. Ég tel vera framtíð í viðgerðageir- anum en það hafa ekíd verið smíðuð skip hér í mörg ár og ég er ekkert bjartsýnn um að það verði nokkur breyting á því. Verkefnið á Kárahnjúkum virðist hafa verið banabitinn, fyrirtækið hefur alveg staðið undir sér hér í b ænum. “ ■ Hringleika- hús í Vatns- mýrina Margvíslegar hugmyndir komu fram hjá íbúum Reykjavíkur sem lögðu leið sína í Hafnar- húsið og létu í ljós skoðun sína á því hvernig nýta skuli Vatnsmýrina. Árni Geirsson, ráðgjafi hjá Alta, telur að um 500 - 600 manns hafi komið á laugardaginn. „Við heíðum getað tekið á móti fleirum en þetta er fúllnægjandi", segir Árni. Hann segir að þótt nokkr- ar hugmyndirnar hafi verið villtar - sem er gott - þá hafi þær flestar verið skynsamlegar og raunhæfar og gagnlegur efniviður fyrir forsendur hugmyndasamkeppninnar. ■ NEC Símkerfi sérsniðnar heildarlausnir fyrir fyrirtæki og heimili NEC Infrontia £■{ símtæki XN120 simstöð ? 3 hliðrænar bæjarlfnur 2 x ISDN grunnt. 4 bæjarlínur Tengi fyrir 8 símtæki, stafræn eða hliðræn Á 4 stk. XN Vision símtæki ^MI með 22 hnöppum Símstöð stækkanleg í símtæki og 24 IP síma Fjárfesting sem vex með þér... IMEC Infrontia M símtæki XN120 símstöð 1 3 hliðrænar bæjarllnur Æk 2 x ISDN grunnt. 4 bæjarlínur ÆÆ Tengi fyrir 16 slmtæki, stafræn eða hliðræn 8 stk. XN Vision símtæki með 22 hnöppum NEC Infrontia símtæki XN120símstöð 3 hliðrænar bæjarlinur 4 x ISDN grunnt. 8 bæjarllnur Tengi fyrir 16 slmtæki, stafræn eða hliðræn 12 stk. XN Vision slmtæki með 22 hnöppum BoOlGÍO ### ### # ## # # Boðleið ehf. Hlíðasmára 8 201 Kópavogi Sími 535 5200 Fax 535 5209 bodleid@bodleid.is Kíktu á úrvalið á heimasíðunni www.bodleid.is

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.