blaðið - 04.10.2005, Page 14

blaðið - 04.10.2005, Page 14
blaðið^M Útgáfufélag:, Árogdagurehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Karl Garðarsson. STÖÐUGLEIKI Pað er kunnara en frá þarf að segja að Seðlabankinn hækkaði stýrivexti um 0,75% nú fyrir helgi. Afleiðing af því varð um þriggja prósenta styrking krónunnar sem mörgum fannst þó nógu sterk fyrir. Það er líka kunnara en frá þarf að segja að útflutnings- greinarnar hér á landi hafa átt ákaflega erfitt. Talað er um hrun í rækju- iðnaðinum, enda hefur fyrirtækjum í þeirri grein sjávarútvegsins fækk- að gríðarlega á undanförnum mánuðum, og fyrirsjáanleg er enn frekari fækkun þar. Gengisþróunin kemur illa við allan sjávarútveg - þessa at- vinnugrein sem er lykillinn að lífsskilyrðum hér á landi. Fjölmargir hafa orðið til að benda á að í þeirri uppsveiflu sem er í gangi í íslensku samfélagi um þessar mundir - uppsveiflu sem byggir nær ein- göngu á uppbyggingu í stóriðju, meðal annars á austurlandi, nær Seðla- banki íslands ekki einn að slá á þensluna sem fylgir. Stjórnvöld verða að koma að því líka. f gær kynnti ríkisstjórnin fjárlagafrumvarp sitt fyrir árið 2006. Þetta er fyrsta fjárlagafrumvarp nýs fjármálaráðherra og gera má ráð fyrir að hann þurfi fyrst og fremst að passa sig á að eyða ekki of miklu af fjármagni ríkissjóðs á næstu misserum. Ríkisstjórnin verður að hjálpa Seðlabankanum að slá á þensluna og skapa útflutningsgrein- unum skilyrði til að lifa af hér á landi. Þar er fjármálaráðherra nokkur vandi á höndum og sameinast þar nokkrir hlutir. f fyrsta lagi stendur ríkissjóður mjög vel um þessar mundir eftir sölu Símans. Væntanlega vilja margir fá jarðgöng hér og nýtt sjúkrahús þar - og vilji stjórnmála- manna verður mikill að láta undan, því seinni hluti kjörtímabilsins er jú framundan. Það hlýtur einnig að vera freistandi fyrir landsbyggðar- þingmenn, á svæðum þar sem þenslan hefur farið fram hjá íbúum, að setja fjármuni í framkvæmdir til að bæta ástandið á ákveðnum svæðum. Allt þetta getur haft þær afleiðingar að ríkið minnki ekki útgjöld sín og framkvæmdir - slíkt má hinsvegar ekki gerast. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Aðalsími: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréfá auglýsingadeild: 510.3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: fslandspóstur. Er hárið að grána Grecian gflflPFOAM fii'vir EsaaEifiiiMiiF:. •KJfORAXY COlOtWHAW < Grecian 2000 hárfroða Er hárið að grána og þynnast? Þá er Grecian 2000 hárfroðan lausnin Þú þværð hárið, þurrkar, berð froðuna í, greiðir og hárið nærsínum eðlilega lit á ný, þykknar og fær frískari blæ. Einfaldara getur bað ekki verið Árni Scheving slf - Heildverslun símar 567 7030 - 897 7030 fax 567 9130- email scheving@fih.is 14 I ÁLIT ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2005 blaðið M FPfiH iJtUAj LiG&JA Á MÍLLi , HLUTfl WAV £& WtTÍ.i: ItíUNPV BARA AO EG ER TRft sYswma a/vsembætti wo OG ÚG hAGGfí NWvR 1 fóLKt. Ábyrgð ríkisins á uppgangstímum Það er fagnaðarefni fyrir Bolvíkinga að fá Óshlíðargöng, enda eru þau löngu tímabær sökum slysahættu. Upphæðin er svipuð og kostnaður íslendinga við framboð til öryggis- ráðsins en ætla má að Óshlíðargöng væru meira forgangsmál - ef velja ætti á milli. Það, sem vekur nokkra furðu, er að þessi aðgerð er ákveð- in af framkvæmdavaldinu án þess að vera á fjárlögum og er þetta því hrein viðbót við útgjöld ríkins og margumrædda þenslu ef að líkum lætur. Maður hefur að minnsta kosti ekki heyrt um að eitthvað annað eigi að víkja á móti. Þetta bætist því við þrýsting á verðbólgu og sífellt sterk- ara gengi íslensku krónunnar. Það sem er að gerast i atvinnuvegun- um á þessum slóðum er hins vegar allt annað en þensla. Afar sterkt gengi krónunnar er að sliga útflutn- ingsatvinnuvegina og leggst þar allt á eitt: Háir vextir, mikil neysla (eyðs- la) og fjárfestingar. Á sama tíma og samgöngur stórbatna um landið allt eru atvinnuvegir landsbyggðarinn- ar í kröppum dansi. Stýrivextir fyrir suma Framkvæmdir fyrir skattfé mega ekki verða til þess að veikja atvinnu- vegina í landinu til frambúðar. Menn mega ekki gleyma því að þó að til- gangur tiltekinna framkvæmda sé góður og gegn geta afleiðingarnar orðið fleiri og verri en að var stefnt. Mikilvægt er því að niðurskurður komi á móti, annars er hætta á vax- andi þenslu sem jafnvel Seðlabank- inn ræður ekki við þrátt fyrir geysi- hátt vaxtastig. Ríkið hefur stigið mikil framfara- og gæfuspor á síðustu árum, farið úr samkeppnisrekstri, minnkað skuld- ir og lækkað skatta. Nú ríður á sem aldrei fyrr að ríkið dragi úr þenslu og eigin eyðslu og útgjöldum og dugar ekki að gera það einvörðungu með hækkun vaxta. Slík aðgerð ein og sér lendir á þeim sem síst skyldi; fjölskyldum með yfirdrátt og út- flutningsgreinunum um allt land. íbúðalánasjóður ríkisins Á sama tíma og stjórnmálamenn Eyþór Arnalds gagnrýna bankastofnanir fyrir of mikil útlán er útlánaauking hjá rík- inu. „íbúðalánasjóður“ ríkisins hef- ur nú víðara hlutverk og hefur auk- ið útlán sín enn frekar. í dag lánar sjóðurinn ýmsum aðilum, svo sem bönkum og sparisjóðum, sem aftur fá aukið svigrúm til lánveitinga. Með þessari aðgerð er ríkið að ota lánsfé að bönkunum í heildsölu. Yfirlýst markmið vinstri- grænna um að stofna ríkisbanka virðist nú óþarft að mestu þar sem verið er að mynda eins konar heildsölubanka ríkisins. Viðskiptabankarnir eru nú á hluta- bréfamarkaði og skylda stjórnenda þeirra er fyrst og fremst að ávaxta hlutafé sitt. Það er því ekki við þá að sakast þegar þeir bjóða hagstæð lánskjör á samkeppnismarkaði. Það er aftur á móti ábyrgð ríkisins að viðhalda stöðugleikanum og sam- keppnishæfi útflutningsgreinanna. Það verður ekki gert með aðgerðum Seðlabankans einum saman. Fyrirtækin hafa verið að fjárfesta fyrir erlent lánsfé. Einstaklingar eru farnir að kaupa bíla með erlendum lánum. Stýrivextir Seðlabankans slá lítið á þessa þenslu. Ríkið verður því að beita fleiri úrræðum en ofur- vöxtum á íslenskar krónur. Segja má að hátt gengi íslensku krónUnn- ar og gríðarlegur vaxtamunur valdi sívaxandi misgengi og spennu. Eins og menn vita úr jarðfræði getur mis- gengi valdið skjálftum og gosum. Vonandi taka menn þessi mál föst- um tökum sem fyrst svo ekki þurfi hjálp í viðlögum. Höfundur starfar í London Klippt & skoríð klipptogskorid@vbl.is veirlesendurþessadálksgerðuathuga- semd við að Geir H. Haarde væri eignuð mikil fylgisaukn- ing Sjálfstæðisflokksins í Gallup-könnun. Töldu þeireinsýntað þarskipti brottför Davíðs Oddsson- ar úr stjórnmálum mestu máli, en hún hefði gert fjölda manns kleift að kjósa íhaldið aftur. Menn hafa veitt því athygli að Jakob Frímann Magnússon hefur sótt hart fram í Baugsmálinu upp á síð- kastið, tekið vörn Baugs- manna og gengið afar hart fram gegn helstu andskotum þeirra. Hafa menn því velt fyrir sér hvort almannatengill inn Jakob sé á launum hjá Baugi sem slíkur, en svo mun ekki vera. Á hinn bóginn má minna á að það var Jón Ás- geir Jóhannesson sem seildist í rassvasann til þess að leigja Albert Hall í Lundúnum undir Stuðmenn síðastliðið vor, og sannast þar hið fornkveðna, að æ sér gjöf til gjalda. „Þessi tölvupóstur ásamt fylgiefni er trúnaö- armál og aðeins ætlaðurþeim sem hann er sendur til. Öll önnur notkun er óheimil og vísast til laga um fjarskipti." Staðlað niðurlag tölvupósta f rA starfsmönnum 365 MIÐLA. ingflokkur Frjálslynda flokksins sendi í gær fjölmiðlum boð á blaðamanna- fund í morgun. (boðinu er frá þvi greint að þingflokk- urinn ætli að kynna þau þingmál, sem hann leggi fram við upphaf haustþings og muni jafnframt svara fyrirspurnum. En síð- an er tekið fram: „Þetta verður stutt kynning (u.þ.b. hálftími)." Sjálfsagt leggur flokkurinn fram hin ágætustu þjóðþrifamál, en einhvern veginn má efast um að þau séu mörg eða yfir- gripsmikil ef kynning á öllum málunum og fyr- irspurnir fjölmiðla taka aðeins hálftlma. Stundum birtast meinlegar villurí blöð- um, en stundum er aðeins um óheppi- lega uppsetningu að ræða. í DV f gær má þannig á síðu 14 lesa litla frétt undir fyrir- sögninni „Fullur á leið í flug", sem varla væri ífrásögurfærandi nema vegna þess að næsta frétt fyrir neðan ber fyrirsögnina „Bubbi til Kö- ben". Þetta kynni að verða systurblaði DV, Hér og nú, tilefni til frekari fyrirsagnaskáldskaþar.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.