blaðið - 04.10.2005, Side 22
22 I HEIMILI OG HÖNNUN
ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2005 blaöið
Ódýrar lausnir sem íegra heimiUð
Til eru ótal lausnir sem hægt er að nota til að fegra heimilið, lausnir sem þurfa ekki að vera dýrar en eru þó
mjög fallegar og setja skemmtilegan svip á heimilið. Hægt er að nota eitthvað sem til er á heimilinu og breyta
því eða kaupa ódýran einfaldan hlut og gera við hann það sem hugurinn girnist.
Hægt er að kaupa stóra, glæra vasa í búðum eins og IKEA og kosta ekki
mikið. Við þessa vasa má gera margt flott og láta hugmyndaflugið al-
gerlega ráða ferðinni. Hráefnið er hægt að fá í blómabúðum, föndurbúð-
um, stórmörkuðum eða bara ofan í skúffu heima. Hér eru nokkrar hug-
myndir sem eru ódýrar og auðveldar og tilvalið að gera í nokkru magni
og gefa í jóla- eða afmælisgjafir.
Farið niður í fjöru og týnið fallega steina, tilvalið er að leyfa krökkun-
um að koma með. Setjið svo steinana ofan í vasann, fallegt er að mála
þá á undan eða bara hafa þá náttúrulega. Annað hvort má setja vatn
og láta síðan flotkerti ofan á eða stinga bara sprittkertum niður á milli
steinana.
Hægt er að kaupa ýmsa liti af grófum sandi í blóma- og föndurbúðum.
Setjið sandinn í vasann og stingið kertum í sandinn. Skeljasandur kem-
ur líka mjög fallega út.
Ef einhvern vantar lýsingu í stofuna, baðherbergið eða svefnherbergið
er virkilega smart að setja seríu ofan í glæran vasa. Seríur er hægt að fá
í ýmsum útgáfum, svo sem með litlum perum, stórum eða með kúlum
utan um perurnar sem kemur út eins og margar smáar ljósaperur.
í Tiger er hægt að fá litla föndursteina í ýmsum litum, mjög ódýra. Ann-
að hvort má setja þá ofan í vasann, setja svo vatn og flotkerti eða líma
þá utan á hann og búa til alls kyns mynstur. Þá má líka kaupa minni
kertastjaka og líma samskonar steina utan á.
Fyrir þá sem kjósa einfaldleikann geta keypt eitt stórt kerti og leyft því
að standa einu í vasanum.
í blómabúðum er hægt að kaupa litlar perlur sem blása út þegar þær
koma í vatn. Þær blása svo mikið út að þær fylla nánast út í vasann,
auðvitað eftir því hversu margar eru settar. Þessar perlur eru
glærar en hægt er að leika sér með litinn með því að setja mat-
arlit í vatnið.
Mjög fallegt er að setja tréávexti í glæra vasa, hentugt skraut í
eldhúsgluggann eða á eldhúsbekkinn.
Hrísgrjón eru til margra hluta nytsamleg fyrir utan að borða
þau. Setjið slatta af hrísgrjónum ofan í poka,
slettið smá málningu ofan í pok-
ann og hristið. Leyfið þessu að
þorna og setjið svo í glæran
vasa. Þetta kemur mjög fal-
lega út og það má jafnvel
hafa nokkra liti saman fyrir
þessa sem eru litaglaðir. Setj-
ið svo kerti í vasann. ■
www.oskarsson.is
OPIÐ ALLA VIRKA DAGA MILLI KL. 9-12 & 13-17
SÍMAR 566-6600 & 566-7200
Breyting á fataskápum
Útlit á hurðum á fataskápum
geta breytt heildarsýn svefnher-
bergja. Hægt er að breyta útliti á
fataskápum á einfaldan og ódýran
hátt. Það þarf ekki að vera mikið
mál að fjarlægja hurðar af skáp-
unum, lakka þær og skella þeim á
aftur. Þetta getur oft breytt mjög
miklu og þetta er góð leið til að láta
skápana líta út eins og nýja fyrir
lítinn pening. Breytt útlit á hurð-
um fataskápa geta breytt heildar-
svip herbergja á auðveldan hátt
enda er ekki alltaf þörf á að eyða
miklum pening til að ná fram ótrú-
legum breytingum. Það skiptir ekki
máli hvort skipt sé um lit eða málað
í þeim sama til að fá frísklegra útlit,
breytingin getur orðið mikil. ■
Sturtuklefa
■
ö
Tæknilegar upplýsingar um sturtuklefa
Teg.: OLS 8001. Stærð 103x103x220 cm.
Einn með öllu !►
Höfuðsturta, handsturta, fótsturta,
nudd, gufurafall, Hi-Fi útvarp,
sími, stjórnborð, fjarstýring,
geislaspilaratengi, vifta, Ijós,
spegill, o.m.fl.
Kr. 1 39.000
- áður 178.800 kr.
ISM
Gólfefnaval