blaðið - 04.10.2005, Blaðsíða 30

blaðið - 04.10.2005, Blaðsíða 30
30 I ÍPRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2005 blaöiö Ég spila á íslandi næsta sumar ■ segir Þórður Guðjónsson sem leikið hefur með Stoke City undanfarin misseri Nokkuð hefur verið rætt og ritað að undanförnu um með hvaða liði Þórður Guðjónsson sem leikið hefur með Stoke City, leiki með á næstunni. Ljóst er að Þórður er ekki inn í framtíðaráformum Boskamp framkvæmdastjóra Stoke City og óformlega hefur Þórði verið tilkynnt að hann spili ekki með aðalliðinu í vetur. Samningur Þórðar við Stoke, sem er að verða 32ja ára, rennur út um mitt næsta sumar. Töluvert hefur verið í umræðunni að undaförnu hvort Þórður sé á förum heim til íslands á ný eftir að hafa verið í atvinnumennsku undanfarin 13 ár, tæplega. „Ég er náttúrulega með samning við Stoke og hann er fram á næsta sumar. Það má þó orða það þannig að ég sé á uppsagnarfresti. Eg þarf að mæta í vinnuna en það er lítill sem enginn tilgangur með því.” Býstu við að fá starfslokasamning? ,Ég hef ekki hugmynd um það. Eg ætla að heyra í þeim með það hvort ég megi tala við klúbba á íslandi. Ég ætla að fá það formlegt áður en ég geri eitthvað í þeim málum,” sagði Þórður Guðjónsson leikmaður Stoke City í samtali við Blaðið í gær um hvort hann sé að koma til íslands á ný. Þórður verður að tala við Stoke að fyrra bragði til að fá starfslokasamning En ætli einhver lið frá íslandi séu búin að hafa samband við Þórð? „Menn hafa spurt hvort ég vilji koma. Það eru þó nokkur lið sem hafa haft samband.” Það má því búast við þér hér á landi á næstu leiktíð? „Það er það eina sem er á hreinu hjá mér í þessum málum. Ég spila á Islandi næsta sumar. Með hvaða liði kemur bara í ljós,” sagði Þórður Guðjónsson. Blaðið hafði samband við Gunnar Þór Gíslason, stjórnarformann í Stoke City, um hvort það kæmi til greina að gera starfsloka.samning víð Þórð Guðjónsson? „Já, já, það kemur alveg til greina. Ef hann fer fram á það, þá er það alveg inn í myndinni. Ég hef rætt við hann um stöðu hans hjá liðinu og hannvarmjögróleguryfirþessu. Við viljum virða og standa við þá samninga sem við gerum. Þannig vinnum við,” sagði Gunnar Þór Gíslason. „Ef Þórður vill vera hjá okkur í vetur og æfa, þá er það bara svoleiðis. Þórður þarf að finna það hjá sjálfum sér hvenær hann vill hætta hjá okkur en samningur hans er út júní á næsta ári. Það er best fyrir Þórð að hann spili fyrir lið sem hefur þörf fyrir starfskrafta hans, hvort sem það er hér á landi eða í útlöndum,” sagði Gunnar Þór Gíslason, stjórnarformaður í Stoke City, um hvort möguleiki sé á að gera starfslokasamning við Þórð Guðjónsson leikmann Stoke City. Þórður er á leiðinni heim, hann og hans eiginkona eiga von á sínu þriðja barni á allra næstu dögum og samkvæmt heimildum Blaðsins eru tvö lið aðallega inn í myndinni hvað varðar Þórð Guðjónsson og þau eru ÍA og KR. ■ Barna-og unglingastarf á þriðjudögum Blaðið hefur ákveðið að stórauka umfjöllun sína um barna-og unglingastarf í íþróttum og mun hérleiðis alltaf á þriðjudögum vera með umfjöllun um íþróttir þeirra yngri frá helginni á undan. Það hefur verið sannarlegur skortur á því að fjalla um íþróttir barna- og unglinga þó ekki sé nema að birta úrslit og myndir af sigurvegurum. Á þessu hefur verið nokkur skortur en við á Blaðinu ætlum á þriðjudögum að reyna eftir fremsta megni að gera eins vel og við getum. Við auglýsum eftir aðstoð forráðamanna allra liða i öllum íþróttum og endilega sendið okkur myndir og úrslit á vbv(á>vbl.is eða hringið í síma 510-3700. Við tökum fyrir allar iþróttir, ekki bara handbolta, fótbolta nú eða körfubolta. Með kærri kveðju og von um gott samstarf, Valtýr Björn Valtýsson. Yngriflokkarnir í handbolta um helgina: Úrslitin á Reykjavíkur- mótinu fóru fram í höllinni Um síðustu helgi var mikið fjör í Laugardalshöllinni þar sem yngri kynslóðin var að spila handbolta en þá fóru fram úrslitin á Reykjavíkurmótinu. 21 leikur var leikinn og leiktíminn var frá 2x10 í 5-og ó.flokki og til 2x15 í 4. og 3.flokki. í allra yngstu flokkunum voru liðin blönduð, þ.e.a.s. strákar og stelpur saman í liði. ÍR-ingar sigruðu í fjórum flokkum, Framarar í tveimur og Ármann/Þróttur, Valur, Fjölnir, Víkingur og Fylkir sigruðu í einum flokki hvert lið. 4. flokkur kvenna Fram-Reykjavíkurmeistari. Myndasaf n Fram Myndasaln Fraw 6. flokkur stúlkna og drengja í Val - Reykjavlkurmeistari.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.