blaðið - 04.10.2005, Side 37

blaðið - 04.10.2005, Side 37
blaöiö ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2005 DAGSKRÁ I 37 ■ Fjölmiðlar Umbúðirnar skipta líka máli Það er erfitt að fjalla um fjölmiðla þessa dagana án þess að ræða mál málanna, Baugsmálið. Ég ætla nú samt að reyna. Undanfarna daga og vikur hef ég nefnilega - ásamt fleirum hér á Blaðinu - verið að fara yfir útlitsmálin og uppbyggingu Blaðsins. Blaðið er ungt, nýskriðið yfir íoo. tölublað, en hefur tekið miklum breytingum á þeim tima og þær munu víst standa í nokkurn tíma enn. Við þá vinnu hefur mað- ur svo líka lagst yfir aðra íjölmiðla, íslenska sem erlenda, til þess að fá hugmyndir, sjá víti til varnaðar og svo framvegis. Þegar hugað er að útliti blaða er að fleiru að hyggja en menn gætu ætl- að. Menn þurfa að koma sér niður á grundvallarreglur, velja læsilegt let- ur, litróf og svo framvegis. Hitt, sem skiptir kannski ekki minna máli, er uppbygging blaðsins, hvernig forsíð- an er skipuð, hvar eiga fréttasíður að vera, innlendar og erlendar, hvar er eðlilegur staður fyrir leiðaraopnu, íþróttir, sjónvarp og þessa föstu liði alla. Uppbyggingin þarf að vera með þeim hætti að lesandinn skilji blaðið, að hann geti gengið að efnisþáttum þess vísum og ef vel tekst til á hann að geta ratað um blaðið án þess að hafa nokkru sinni séð það áður. Það er sjálfsagt ástæða til þess að fjalla sérstaklega um þau mál síðar á þess- um stað. Eitt auðveldar manni lífið verulega við hönnun blaða á íslandi, en það er brotið á blaðinu og dálkastærðir. Það er afar einfalt hvernig það á að vera. Það á einfaldlega að vera nákvæm- lega eins og hjá Mogganum, því við það er öll auglýsingagerð miðuð og blaðaprentvélar landsins hafa verið keyptar með það brot í huga. Þegar kemur að leturvalinu er það fyrst og fremst læsileiki, sem ræð- ur, þegar meginmálsletur er ann- 21:00-23:00 23:00-00:00 00:00-6:00 22.00 Tíufréttir 22.20 Lögmál Murphys (3:5) (Murphy's Law) Breskur spennumyndaflokkur um rannsóknar- lögreglumanninn Tommy Murphy og glímu hans við glæpamenn. Leikstjóri er Menhaj Huda og meöal leikenda eru James Nesbitt, Claudia Harrison og Del Synnott Atriði I þáttunum eru ekki við hæfi barna. 23.50 Kastijósið Endursýndur þáttur frá þvl fyrr um kvöldið. 10.10 Dagskrárlok 21:15 Flve Days to Midnight (1:2)(Fimm dagar til miðnættis) Hörkuspennandi framhaldsmynd. Háskólaprófessornum JT Neumeyer bregður illilega í brún þegar hann kemur höndum yfir lögreglu- skýrslu. (henni eru nákvæmar upplýsingar um morðið á honum sjálfum! 22:45 LAX (10:13)(Secret Santa) Hörkuspennandi myndaflokkur sem gerist á alþjóðlega flugvellinum (Los Angeles, LAX. Um flugvöllinn fara árlega milljónir farþega og stjórn- endur hans hafa í mörg horn að líta. Aðalhlutverkið leikur Heather Locklear. 23:30 Crossing Jordan (6:21)(Réttarlækn- irinn) Hörkuspennandi þættir um Jordan Cavanaugh, hörkukvendi sem starfar hjá dánar- dómstjóranum í Boston. Aðalhlutverkið leikur Jill Hennessy. 00:10 Deadwood (2:12) Stranglega bönnuð börnum. 01:00 Clockstoppers (Tímastjórnun) Hvað myndir þú gera ef tfminn stæði í stað? Zak þarf einmitt að svara þessari spurningu þegar hann setur armbandsúr föður sfns á sig. Þvi fylgja margir kostir aö geta stjómað tfmanum og sjálfsagt einhverjlr ókostir llka. 02:30 Sjálfstætt fólk (Auður Elr Vilhjálms- dóttir) 03:05 Fréttir og Island í dag 04:25 fsland f bftlð 06:25 Tónlistarmyndbönd frá Popp TíVi 21:00 Innlft/útllt 22:00 Judging Amy 22:50 Jay Leno 23:35 Survivor Guatemala (e) (ár fer keppnin fram 1 Guatemala og búast má við hörkuslag. Framleiðendumirfinna alltaf eitthvað nýtt til að auka á spennuna en meðal þátttakenda f þessari þáttaröð er Gary Hogeboom sem leikið hefur með Dallas Cowboys. 00:30 Cheers - 7. þáttaröð (e) 00:55 Þak yfir höfuðið (e) 01:05 Óstöðvandi tónlist 21:00 Að leikslokum (e) 22:00 Fulham - Man. Utd frá 01.10 00:00 Portsmouth Newcastle frá 01.10 02:00 Dagskrárlok á bak viö tjöldin færð þú að sjá hér á Sirkus. 21.00 Laguna Beach (1:11) 21.30 My Supersweet (1:6) Raunveruleikaþáttur frá MTV 22.00 HEX (1:19) Yfirnáttúrulegir þættir sem gerast í skóla einum í Englandi. 22.45 KVöldþátturinn 23.15 FashionTelevison (1:4) (þessum frægu þáttum færðu að sjá allt það helt- asta og nýjasta 1 tfskuheiminum fdag. 23.45 David Letterman 00.30 Friends 3 (20:25) 00.55 Kvöldþátturinn 21:05 Concept to Reality (Heimsbikarinn í kappakstri) 22:00 Olíssport 22:30 A1 Grand Prix ítarleg umfjöllun um heimsbikarinn í kappakstri. Þetta er ný keppni en öll kappakstursmótin eru í beinni á Sýn. Hér mætast á þriðja tug ökuþóra víðsvegar að úr heiminum þar sem þjóðir keppa um heimsbikarinn í kappakstri. Liðin aka öll á sambærilegum bílum og því er það hæfni öku- mannanna sem ræður úrslitum. 00:00 Ensku mörkin Mörkin og marktækifærin úr enska boltanum, næstefstu deild. Leyfð öllum aldurshópum. 22:00 Life or Something Like It (Svona er lífið) Rómantlsk gamanmynd. Blaðakonan Lanie Kerrig- an sinnir hefðbundnu verkefni þegar veröld hennar tekur nýjan stefnu. Aðalhlutverk: Angelina Jolie, Edward Burns.Tony Shalhoub. Leikstjóri: Stephen Herek. 2002. 00:00 The Shrink Is In (Sáli er mættur) Rómantísk gamanmynd. Bönnuð börnum. 02:00 The Musketeer(Skyttan)Bönnuð börnum. 04:00 Life or Something Like It (Svona er lífið) Rómantísk gamanmynd. Aðalhlutverk: Angelina Jolie, Edward Burns.Tony Shalhoub. Leikstjóri: Stephen Herek. 2002. Reyklaust á neöri hœðinni á meöan eldhúsiö er opið. Eldhúsíð er opið frá kl. 8:00 til kl. 22:00. O L I V 0 R www.cafeolivet.is ars vegar, en meira frelsi er í vali á fyrirsagnaletri. Öll íslensku blöðin standa sig ágætlega að þessu leyti og ná að koma mismunandi karakter sínum vel á framfæri í leturvali. Hvað útlitið á síðum áhrærir eru blöðin hins vegar afar misjöfn. Morgunblaðið er frekar staðlað blað, en hönnunin er hreinleg, skýr og góð. Það er farið afar sparlega með litina, en myndir fá hins vegar að njóta sín, sem er líka eins gott því ljósmyndadeild Morgunblaðsins ber af hér á landi og þó víðar væri leitað. Morgunblaðið nýtur þess líka - þó lesendur taki sjálfsagt ekkert eftir því - að síðurnar eru hannaðar jafn- óðum utan um efnið, en á hinum blöðunum er meira gert af því að hanna síðurnar og láta blaðamenn skrifa í það pláss, sem tiltækt er. Það finnst mörgum DV óttalegur snepill, en það á ekki við um hönn- unina á blaðinu, því hún er að flestu leyti stórfín. Bæði hönnunin, sem liggur að baki, og einnig eru flest- ar síður vel teiknaðar dag frá degi með hætti sem hæfir götublaði. Það er helst að fremsta opnan sé á full- miklu iði. Fréttablaðið er hins vegar á meiri villigötum í hönnun. Hún er grautar- leg og þó að blaðið sé í einstaklega föstum skorðum er hönnunin ekki til þess fallin að hjálpa lesendum. Það er einnig með þeim hætti að ljósmyndir geta sjaldnast notið sín í blaðinu. Sem er synd, því þar starfa margir snjallir ljósmyndarar. Og hvað má þá segja um Blaðið? Um það ætla ég ekkert að segja að sinni, en get hins vegar upplýst að það eru ýmsar breytingar væntanlegar og þá geta lesendur ráðið í hvar okkur finnst skórinn kreppa. ■ Hvaða fréttamaður/kona þykir þér trúverðugastur/trúverðugust? Elsa Ósk Alfreðsdóttir „Þórhallur Gunnarsson Ársæll Páll Kjartansson „Sigmundur Ernir“ Guðrún Einarsdóttir „Bogi Ágústsson" Marta Skúladóttir „Fréttamenn Ríkisútvarpsins" Guðný Steina Guðjónsdóttir „Elín Hirst“ Svava Árnadóttir „Bogi Ágústsson"

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.