blaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 10

blaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 10
FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2005 blaðiö 10 I fjx ' \ \' T V T;~ “Ej': P’ Ej } i-ifiy ■ L" V 1 \ \ ( • j í tilefni þess veröur haustsýningin með Hrekkjavöku þema dagana 8. og 9. október 2005 í Reiðhöl! Gusts, Álalind, Kópavogi whiskas Sýningin er opin frá kt. 10 - 18 báða dagana ':***fa..... * Frumvarp gegn illri með- ferð á föngum Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt ffumvarp að lögum sem á að koma í veg fyr- ir slæma meðferð á fólki sem hneppt hefur verið í varðhald af bandarískum yfirvöldum. Bandaríkjaforseti hefur aftur á móti heitið því að beita neitun- arvaldi gegn frumvarpinu. „Það virðist enn vera umtalsverð andstaða frá Hvíta húsinu og Varnarmálaráðuneytinu. Við verðum að halda áfram að vinna í því,“ sagði John McCain, öldungadeildarþingmaður repúblikana sem gerði drög að frumvarpinu ásamt flokksfé- laga sínum Lindsey Graham. Tilgangur lagafrumvarpsins er að koma í veg fyrir „grimmd- arlega, ómannúðlega eða niður- lægjandi meðferð eða refsingu á fólki sem er í varðhaldi eða umsjá bandarískra yfirvalda." Frumvarpið var lagt fram til að bregðast við Abu Ghraib- hneykslinu árið 2004 þegar myndir birtust af bandarísk- um hermönnum svívirða og fara illa með fanga í Abu Ghraib-fangelsinu i írak. „Það myndi senda skýr skilaboð til heimsbyggðarinnar þar sem ímynd Bandaríkjanna hefur beðið álitshnekki um að við látum ekki grimmilega eða ómannúðlega meðferð viðgangast," sagði McCain sem sjálfur eyddi meira en fimm árum í fangabúðum í Víetnam. George Bush, Bandaríkjaforseti, hef- ur heitið því að beita neitunarvaldi gegn frumvarpi gegn illri meðferð á fólki sem bandarísk stjórnvöld hafa hnepptfvarðhald. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin blœs til sóknar: Koma má í veg fyrir milljónir dauósfalla Hægt er að koma í veg fyrir um helm- ing allra dauðsfalla af völdum hjarta- sjúkdóma, krabbameins, öndunar- færasýkinga, heilablóðfalls og offitu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar en samkvæmt henni munu um 35 milljónir manna lúta í lægra haldi fyrir þessum sjúkdómum á þessu ári. f skýrslunni segir ennfremur að þróunarlöndin þar sem flest dauðs- föllin eiga sér stað verði að taka vest- rænar þjóðir sér til fyrirmyndar og fá fólk til að hætta tóbaksnotkun og draga úr neyslu salts, sykurs og mett- aðrar fitu. Alþjóðaheilbrigðisstofnuninhefur sett sér það markmið að koma í veg fyrir dauðsföll 36 milljóna manna fyrir árið 2015 með því að lækka dán- artíðni um 2 prósent á ári hverju. „Það er hægt að ná þessu. Við viljum koma í veg fyrir að fólk deyi fyrir aldur fram á sársaukafullan hátt af sjúkdómum sem hægt hefði verið Hvetja þarf ibúa í þróunarlöndum til aö draga úr tóbaksnotkun og neyslu salts, sykurs og ómettaðrar fitu. að koma í veg fyrir,“ segir Robert Beaglehole sem hefur umsjón með málaflokknum hjá Alþjóðaheilbrigð- isstofnuninni. Hægt væri að koma í veg fyrir 40% allra krabbameinstilfella og 80% allra hjartaslaga, heilablóðfalla og alvarlegra offitutilfella samkvæmt skýrslunni. Áhrif á efnahagslífið Þrálátir sjúkdómar hafa einnig gríð- arleg áhrif á efnahagslífið. Alþjóða- heilbrigðisstofnunin telur að slíkir sjúkdómar muni kosta Kína 558 millj- arða Bandaríkjadala á næsta áratug, rússneska ríkjasambandið 303 millj- arða dala og Indland 237 milljarða. Ástandið er verst í löndum þar sem tekjur eru lágar eða í meðallagi og þær þurfa að taka iðnvæddar þjóðir sér til fyrirmyndar. 80% dauðsfalla af völdum þessara sjúkdóma eiga sér stað í þróunarlöndunum. „Það er útbreiddur misskilningur að þrá- látir sjúkdómar herji aðeins á efnaða menn í ríkum löndum,“ sagði Beagle- hole. ■ Úrskurður hœstaréttar ísraels: Notkun „mannlegra skjalda" bönnuð ísraelsher má ekki nota palest- ínska borgara sem „mannlega skildi“ í aðgerðum gegn meint- um palestínskum vígamönnum samkvæmt úrskurði Hæstaréttar Israels. Palestínskir og ísraelskir mannréttindahópar höfðu farið fram á úrskurðinn. Sú niðurstaða réttarins að þetta framferði sé ólöglegt samkvæmt alþjóðalögum gengur lengra en bráðabirgðafyrir- mæli hans um málið frá 2002. Grimmilegt og villimannslegt „Herinn hefur engan rétt til að nota óbreytta borgara sem mann- lega skildi. Það er grimmilegt og villimannslegt,“ skrifaði Aharon Barak, hæstaréttardómari, meðal annars í úrskurðinum. Talsmaður ísraelshers neitaði í gærdag að tjá sig um úrskurð- inn. ísraelskar hersveitir hafa lát- ið óbreytta palestínska borgara knýja dyra og ganga á undan inn á heimili eftirlýstra meintra viga- manna. í sumum tilfellum hefur því lokið með því að „mannlegu skildirnir“ særðust eða féllu. Aðstoðarríkissaksóknari Israels, Shai Nitzan, sagði að úrskurður- inn tæki aðallega á spurningunni hvort hermenn gætu notað pal- estínska borgara sem skildi með upplýstu samþykki þeirra. „Hæsti- réttur komst að því að takmarkan- irnar (í fyrirmælunum frá 2002) væru ófullnægjandi og ákvað því að herða þær. Nú er ekki hægt að nota borgara sem skildi jafnvel með samþykki þeirra," sagði Nitz- an í viðtali við ísraelska ríkisút- varpið. ■ fsraelsher getur ekki notað palestínska borgara sem mannlega skildi samkvæmt úrskuröi Hæstaréttar fsraels. Skemmtilegri aðkoma - forvörn í ræstingum fyrir Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2*110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is ABI-burstamotturnar henta einkar vel við íslenskar aðstæður þar sem allra veðra er von við innganginn - hreinsa bleytu og óhreinindi undan skónum. gólfmottukerfið Fjarlægir u.þ.b. 85% af bleytunni og óhreinindunum áður en þau berast inn. Ræsti- og viðhalds- kostnaður lækkar verulega.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.