blaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 2

blaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 2
2 I INltfLEJSDAR FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2005 blaöiö Boðað til verkfalls Starfsmannafélag Akraness hefur boðað til verkfalls n.k. sunnudagskvöld ef ekki næst samkomulag um kjarasamn- ing sem felldur var í fyrradag. Skelli verkfall á mun starfssemi m.a. grunnskóla og leikskóla skerðast verulega. Stjórn félagsins hyggst funda í dag með trúnaðarráði þar sem leitast verður eftir að skýra afstöðu félagsmanna til samn- ingsins. Mikil óánægja með nýtt starfsmat er talin vera meginástæða þess að samn- ingurinn var felldur. Bæjarráð Akraness hefur óskað eftir því við Starfsmannafélagið að boðuðu verkfalli verði frestað um a.m.k. eina viku. Vestmanna- eyjar ekki hluthafi í Skúlason ehf. Bergur Elías Ágústsson bæj- arstjóri segir að bærinn hafi aldrei verið hluthafi í Skúlason ehf. sem tengist viðamikilli rannsókn bresku lögreglunnar sem greint er frá annars staðar í Blaðinu. Greint hefur verið frá því í fréttum að bærinn hafi verið hluthafi í fyrirtækinu. Þróunarfélag Vestmannaeyja, sem m.a. var í eigu bæjarins, keypti hlutafé í fyrirtækinu árið 2001 og greiddi 6 m.kr. fýrir. Þegar Þróunarfélagið var lagt niður árið 2003 kom í ljós að Skúlason hafði ekki uppfyllt kröfur um hlutafélög, um ársreikninga og annað. Af þeim sökum taldi bærinn sig ekki skuldbundinn af samkomulag- inu og krafðist endurgreiðslu. Héraðsdómur féllst á rök bæj- arins, en krafan hefur ekki enn fengist greidd. Fjárnámsbeiðni á hendur fýrirtækinu verður tekin fýrir þann 17. október. Búðaþjófnaðir íslenskir starfsmenn stela mest allra í Evrópu Nýgerð könnun sýnir að á íslandi stela starfsmenn í meira mœlifrá vinnuveitendum sínum en í nokkru öðru Evrópulandi. Þjófnaður viðskiptavina er hins vegar nokkuð undir meðaltali. Könnunin var gerð af stofnun sem kallast „Centre for Retail Research“ og náði til 25 landa. Þar kom í ljós að ísland er efst á blaði hvað varðar þjófnað starfsmanna úr verslunum. Á eftir íslandi komu Bretland, Pól- land og Slóvakía. Grikkland, Portú- gal og Sviss komu hins vegar best út úr rannsókninni. Sigurður Jóns- son, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu kannaðist við umrædda rannsókn. „Við vísuð- um þeim sem gerðu rannsóknina á nokkur fyrirtæki sem létu þeim svo í té upplýsingar. Ég veit ekki hve mörg íslensk fyrirtæki tóku þátt, en þetta voru helstu verslun- arfyrirtækin sem tóku þátt í þessu.“ Sigurður segir að komið hafi í ljós að 41,3% af rýrnun vara í verslun- um á íslandi megi rekja til þjófnað- ar starfsmanna. „Þessi tala er mun lægri hér en í Bandaríkjunum, en við virðumst vera verr settir miðað við aðrar þjóðir f Evrópu." Mikil starfsmannavelta hluti orsakar Sigurður segir hluta skýringarinnar megi finna í mikilli starfsmanna- veltu hér á landi, sérstaklega á þenslutímum. Þetta gæti því verið mismunandi eftir árum og árferði. „Við höfum ekki tekið þátt fyrr svo maður hefur ekki samanburð. 1 sambandi við heildarrýrnun erum við ekki illa stödd. Þjófnaður við- skiptavina er undir meðaltali hér á landi og rýrnun hjá byrgjum er í meðallagi.“ Með rýrnun er í þessu sambandi átt við hlutfall óþekktrar verðmæta- uppgufunar, sem enginn veit hvað- an er sprottin. „Það er ljóst að mínu mati að menn munu fara að vanda sig betur við ráðningar á starfsfólki í ljósi könnunarinnar, en það er bara þannig í svona þensluástandi eins og nú er að það er erfitt og oft verða menn hreinlega að taka því sem býðst. Við reynum þó að fræða starfsmenn og mennta þá eins og kostur er í von um að starfsmenn staldri lengur við á hverjum stað. Sveinn Sigurbergsson hjá Fjarðar- kaupum hafði heyrt af málinu þegar hann var spurður en sagði fréttirnar ekki koma sér á óvart. „Þetta voru þó sláandi tíðindi að sjá okkur Is- lendinga í efsta sæti en ég hef ekki kynnt mér málið nánar og veit ekki hvernig þessar tölur eru fengnar. Þjófnaður starfsmanna hefur þó ekki verið vandamál hér hjá okk- ur.“ Aðspurður að því hvernig þeir hjá Fjarðarkaupum taka á þjófnaði starfsmanna sagði hann vinnureglu að kæra allan þjófnað til lögreglu. Kalla eftir samstarfi við verkalýðs- hreyfinguna Samtök atvinnulífsins (SA) kalla eftir samstarfi við verka- lýðshreyfinguna til að ekki þurfi að koma til uppsagna kjarasamninga um næstu ára- mót. „Mikið jafnvægisleysi einkenn- ir íslenskan þjóðarbúskap um þessar mundir. Hátt fram- kvæmdastig reynir á þanþol efnahagslífsins. Neysla heimil- anna hefur aldrei aukist meira en á þessu ári og viðskiptahall- inn slegið fyrri met. Að baki þessari neysluaukningu stend- ur mikil skuldaaukning heim- ilanna samhliða mikilli hækk- un fasteignaverðs og aukning kaupmáttar ráðstöfunartekna á mann sem nemur 12% á síð- astliðnum þremur árum“ segir í ályktun SA frá því í gær. „Stjórn Samtaka atvinnulífs- ins kallar því eftir samstarfi við verkalýðshreyfinguna og aðkomu stjórnvalda um lausn sem komið geti í veg fyrir upp- sögn kjarasamninga þannig að þeir geti haldjð gildi sínu í þau tvö til þrjú ár sem eftir lifa af samningstímá flestra samn- inga. Kjarasamningarnir eru byggðir á því að stöðugleiki haldist á samningstímanum og þann grundvöll þarf að end- urnýja“ segir ennfremur í álykt- uninni. GLUGGI TIL FRAMTÍÐAR ÞÚ VILT FALLEGA VIÐHALDSFRÍA GLUGGA ■ B PLASTGLUGGAVERKSMIDJAN plastgluggaverksmiðjan ehf. i baejarhrauni 6 i 220 hafnafjörður i sími: 564 6080 i fax: 564 6081 i www.pgv.is PGV f Hafnarfirðl frðmlelölr hágwön vlöhflldsfrín PVC-u giuggo á snmbærllogti votól og gluggð flom þarfnafit stöðugs vlðhalds Fjárnám gert hjá Hannesi Sýslumaður féllst ekki á frestun fjárnáms gegn tryggingu. Endurupptaka á Englandiframundan. Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni prófessor var í gær gert að leggja fram veðskuldabréf til fjárnáms vegna greiðslu 12 milljóna króna kröfu, sem Jón Ólafsson athafnamað- ur í Lundúnum og gjarnan kenndur við Skífuna, gerði á hendur honum vegna meiðyrða. Lögmaður Jóns, Sigríður Rut Júlí- usdóttir, léði ekki máls á að fjárnám- inu yrði frestað þar til héraðsdómur hefði fjallað um það eins og lögfræð- ingur Hannesar, Heimir Örn Her- bertsson, fór fram á. Hún vildi ekki heldur fallast á frestun fjárnáms gegn tryggingu og synjaði fulltrúi sýslumanns þeirri beiðni lögmanns Hannesar. Nú standa þvi eftir þrjú mál í stað eins. Endurupptökumál á Englandi, annað endurupptökumál varð- andi aðfararhæfi fyrir héraðsdómi Reykjavíkur og hið þriðja um emb- ættisfærslu sýslumanns í gær, sem Hannes og lögmaður hans vilja ekki una. Eins og Blaðið hefur greint frá dæmdi enskur dómstóll Hannes úti- vistardómi fyrir meiðyrði, sem hafi verið höfð í frammi á íslandi 1999, en voru síðan birt á vefnum. Lögmaður Hannesar mótmælti fjárnámskröf- unni og fór fram á aðgerðinni yrði frestað þar til Héraðsdómur hefði fjallað um málið. Því hafnaði full- trúi sýslumanns í gær. í fjölmiðlum var haft eftir Jón Ól- afssyni að hann hafi gefið Hannesi Sigríður Rut Júlíusdóttir, málflutnings- maður Jóns Ólafssonar, kemur út af stormasömum fundi hjá sýslumanni. tækifæri til að draga meiðyrðin til baka á sínum tíma, en því hafi ekki verið sinnt. (2) Heiöskírt 0 Léttskýjaö ^ Skýjað ^ Alskýjað /X Rigning, lltilsháttar m Rignlng 5^9 Súld sjc^ Snjókoma ^7 siydda Snjóél Skúr Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Frankfurt Hamborg Helsinki Kaupmannahöfn London Madríd Maliorka Montreal New York Oriando Osló París Stokkhólmur Þórshöfn Vín Aigarve Dublin Giasgow 18 21 18 09 18 18 14 17 16 22 21 18 22 24 14 18 14 09 17 23 15 15 /// *o 5”0 6°0 // / /// /// // / //< 7° / // // /// 6‘ Veðurhorfur í dag kl: 18.00 Veðursíminn 902 0600 Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu íslands A morgun /// /// r// p/ /// >// /// ///. /// 3° /// 0 /// ///

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.