blaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 14

blaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 14
blaði Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Karl Garðarsson. FJÁRLÖG OG SKATTAR Pessa dagana standa umræður um fjárlög á Alþingi sem hæst. Um þau sýnist sitt hverjum eins og gengur, en enn sem komið er snýst andóf stjórnarandstöðunnar og annarra gagnrýnenda fjárlagafrumvarpsins fyrst og fremst um efnahagsástandið í heild og hvernig frumvarpið hefur áhrif á það í lengd fremur en bráð. Ástæðan fyrir því er einföld, hér ríkir mikið góðæri og gagnrýni á árang- ur ríkisstjórnarinnar til þessa hefur holan hljóm. Hins vegar má vel hafa áhyggjur af framtíðinni, hvernig góðærinu mun linna og hvernig unnt verður að sækja til frekari hagsældar í kjölfar þess. Verðbólgudraugur- inn hefur látið á sér kræla, þensluáhrif hafa gert suma órólega og eins má gagnrýna peningamálastefnuna með málefnalegum hætti. Eins og greint er frá í frétt í Blaðinu í dag hefur þingmaður Samfylking- arinar vakið máls á efasemdum um hyggindin þess að láta áformaðar tekjuskattslækkanir ganga eftir. Samfylkingin hefur látið í ljós efasemd- ir um að ríkisstjórnin hafi bönd á útgjöldum hins opinbera og því sé ástæða til þess að huga að tekjuhlið ríkissjóðs líka. Menn geta svo ráðið í hvað það þýðir. Skattahækkanir eru sjaldnast vinsælar meðal almennings, en þó má ávallt finna stjórnmálamenn, sem mæla þeim bót, þar sem þeir telja sig ævinlega getað notað meiri peninga til þess að hrinda „góðum mál- um“ í framkvæmd. Undanfarin misseri hefur hins vegar meira borið á þeirri röksemd að ekki megi lækka skatta því slíkt bjóði heim hættunni á meiri einkaneyslu, þenslu og alls kyns ískyggilegum hagfræðifyrirbær- um öðrum. Þessi kenning byggist á þeirri trú sumra stjórnmálamanna að við það að ríkið hirði peninga af borgurunum fari þeir einhvern veginn úr umferð eða verði að minnsta kosti skynsamlegar varið. Um leið tala þessir herr- ar eins og einkaneysla sé nánast samheiti við sóun. Þessu er vitaskuld þveröfugt farið. Fólk fer að öllu jöfnu betur með eigin fé en annarra. Eins má treysta því að þorri fólks fer betur með fjármuni sína en hið opinbera umgengst skattfé. Það þarf ekki að lesa lengi í fjár- lagafrumvarpinu til þess að öðlast staðfestingar á því. Blaðið skorar á stjórnvöld að hvika ekki frá markaðri stefnu um að leyfa fólkinu í landinu að halda meiru eftir af fjármunum sínum. Betur má ef duga skal. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. ABalsimi: 510 3700. Símbréfáfréttadeild: 510.3701. Slmbréf á auglýsingadeild: 510.3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: Islandspóstur. LISTMUNAUPPBOÐ sunnudag 9. október, kl. 19.00 ó Hótel Sögu, Súlnasal. ■..... BoSin ver&a upp um 130 verk, þar á me&al fjöldi verka gömlu meistaranna. Verið velkomin að skoða verkin í Galleríi Fold, Rauðarárstíg 14 - 16, í dag kl. 10.00 - 18.00, á morgun kl. 11.00 - 17.00 og á sunnudag kl. 12.00 - 17.00. Uppboðsskráin er einnig á netinu: v/v/w.myndlist.is Rauðarárstíg 14-16, sími 551 0400 Kringlunni, sími 568 0400 • www.myndlist.is 14 I ÁLIT FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2005 blaöiö LÍFÍÐ Hi í AFNEiTuN J 'j5lwd er p'o 5#WÆSTB£§r r NoReGuR. ER úKa Ur/WílEGt ÖNmjR VÓMT> STiföJANPi FeLvrri PA&atJ aT Vhí?T2í... ASí ek. BmMÁLfl MÉR' Dekrum við okkur Ég á mér draum um að eignast sveita- setur þegar fram líða stundir, sem stendur öllum opið, og býður upp á fullkomna næringu fyrir líkamann, andann og sálina. Ég sé fyrir mér huggulegt umhverfi, fjarri dægur- þrasi, fréttaflutningi og lífsgæða- kapphlaupi, þar sem fólk getur dval- ið í nokkra daga, viku eða lengur og notið alls þess besta sem lífið hefur upp á að bjóða. Ég sé fyrir mér að boðið verði upp á hugleiðslu í morgunsárið, frísk- andi göngutúra, margvíslegt nudd sem miðast við þarfir hvers og eins, kyrrðarstundir, jóga eða Qi-gong. Ég —sé fyrir mér leiðbeiningar varðandi öndun, líkamsbeitingu, framkomu, og mannasiði. Ég sé fyrir mér notalega stofu með hægindastólum og heyrnartækjum þar sem fólk getur hlustað á góðar bókmenntir, leikrit eða fyrirlestra um hráfæði, blómadropa, lífrænt ræktaðan mat, uppeldismál, mann- rækt, trúarbrögð, gildi vináttu eða annað uppbyggjandi. Ég sé fyrir mér möguleika á trúnaðarsamtali fyrir þá sem vilja létta á hjarta sínu, hópastarfi fyrir þá sem þess óska, fullkominni kyrrð fyrir aðra. Ég sé fyrir mér líkamsræktarsal, gufubað, heita potta og einkaþjálfara. Ég sé fyrir mér úrval kvikmynda í hæsta gæðaflokki, bækur, tímarit, blöð. Og ég sé fyrir mér máltíðir sem lík- amanum eru þóknanlegar og nær- andi. Úr hringiðunni Hvern dreymir ekki reglulega um að geta horfið úr hringiðu lífsins, yfir í heim þar sem jákvæðni, bjart- sýni og andleg næring er uppistaðan allan sólarhringinn, dag eftir dag? Yfir í heim þar sem allri ábyrgð, nema á eigin velferð, er ýtt til hlið- ar, tímabundið. Ogþegar við snúum til baka erum við óttalaus, afslöpp- uð, jafnvel uppfull af nýjum gildum, ferskum hugmyndum, endurnærð og tilbúin að takast á við daglegt líf - með öðrum hætti en áður. Flest okk- ar átta sig of seint á mikilvægi þess að staldra við og forgangsraða. Við reykjum frá okkur heilsuna, drekk- um frá okkur vitið, öskrum frá okk- ur skynsemina og eltumst við hégó- mann, allt þar til eitthvað gefur sig. Þá blossar upp eftirsjá. Öll glötuðu tækifærin sem við hefðum átt að grípa. Við sjáum ekki mest eftir því sem við gerðum, sama hver glappa- skotin voru, heldur sjáum við mest eftir því sem við gerðum ekki. Þorgrímur Þráinsson Þögnin dýrmæta Þögnin er á undanhaldi í lífinu. Hvað varð um kyrrðina? Og hvar er hugrekkið til að stíga út úr hrað- anum? Núna siglum við inn í helgi sem gæti orðið allt öðruvísi en venju- lega - ef við ákveðum það hér og nú. Hvernig væri að slökkva á ljósvaka- miðlum, láta ekki neikvæðan frétta- flutning raska ró okkar. Hvernig væri að helga sig fjöl- skyldunni, eingöngu. Spyrja mikil- vægra spurninga, sitja í huggulegri stofu við kertaljós og ræða um lífið og tilveruna í stað þess að fá bauga undir augun af neikvæðum og ómerkilegum fréttum. Eina „frétt- in“ sem skiptir máli er sú spurning hvernig þú hefur það. Hvernig líður þér? Ertu sáttur í lok dags, hefðirðu getað nýtt tímann betur? Hver er ég? Svörin öðlumst við með því að ástunda hugleiðslu, eiga kyrrðar- stundir, þegar við slökum á og virð- um þögnina. Mikilvægustu svörin standa okkur ljóslifandi fyrir hug- skotssjónum þegar við leitum inn á við, nærum sálina. En mörg erum við á flótta undan sjálfum okkur alla ævi, allt til enda. Hvers vegna? Það er aldrei of seint að taka sér taki, dekra við sjálfan sig án þess að skammast sín fyrir það. Fjölbreytt líkamsrækt, nudd og hugleiðsla ættu að vera jafn mikilvægir þættir í dagbókinni og það að mæta í vinnuna eða skólann. Og aldrei að sitja á hakanum. I lok hvers dags er okkur öllum hollt að líta til baka og spyrja: Hefði ég get- að fengið meira út úr deginum? Get ég dregið einhvern lærdóm af því sem ég gerði, eða gerði ekki. Og get ég gert betur á morgun? Þegar öllu er á botninn hvolft stöndum við alltaf ein í lífinu. Ábyrgðin er okkar. Höfundur er rithöfundur Klippt & skorið klipptogskoridí&vbl.is „Höfuðhlutverk dagblaða og annarra fjöl- miðla I einræðisríkjum er beinlínis að villa um fyrir fólki, ýmist með beinum lygum eða óbeintmeðþví aðþegja umýmis mál, sem geta komið sér illa fyriryfirvöld (eða eigendur blaðanna, nema hvort tveggja séj." Þorvaldur Gylfason I Fréttablaöinu 6. io. 2005. áskólaprófessorinn Þorvaldur Gylfa- son ritar grein um fjölmiðla í Frétta- blaðinu í gær þar sem hann mærir New York Times mjög, en engum dylst að hann er að gagn- rýna Fréttablaðið undir rós. Hitt er svo annað mál að undanfarin misseri hefur gagnrýni á New York Times aukist verulega, sérstaklega eftir nokkur hneykslismál vegna „frétta", sem reyndust uppspuni. ins og greint er frá annars staðar hér í Blaðinu styttist i að valinn verði nýr prestur f Garðasókn og þykir mönnum sjálfsagt fréttnæm- astaðsr.HansMarkús Hafsteinsson skuli sækja um aftur eftir að hafa verið vikið þaðan brott í ágúst. Klippara finnst þó ekki siður merklegt að miðborgarpresturinn Jóna Hrönn Bolladóttir virðist vera búin að fá nóg af sollinum f miðbænum og vill fara i út- hverfin. Hvað mun þá verða um sáluhjálp mið- bæjarrottanna? Lesendur Morgunblaðsins hafa tekið eftir því sér til gleði að skopmynda- teiknarinn Sigmund Jóhannesson er snúinn aftur úr löngu veikindaleyfi og hefur greinilega alls engu gleymt. ftir því var tekið um daginn að Hann- es Smárason, hinn kappsami forstjóri FL Group, keypti heiminginn ( auglýsingastofunni Fíton og tala gárung- arnirumaðhannætli greinilega að hressa upp á ásýnd sína og félagsins með aðstoð flinkustu ímyndarsér- fræðinga landsins. Það er opinbert leyndarmál að mjög skiptar skoðanir eru innan fyrirtækisins um stjórnunar- stíl og stefnu forstjórans.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.