blaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 32

blaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 32
321 MENNING FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2005 blaöið Kvikmyndatónleikar og málþing um Hitchcock Kvikmyndatónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar íslands í samstarfi við Kvik- myndasafn fslands hafa frá upphafi vakið gríðarlega athygli, enda ekki á hverjum degi sem hægt er að sjá meistarastykki hvíta tjaldsins við undirleik heillar Sinfóníuhljóm- sveitar. Líkt og áður er boðið upp á tvenna tónleika í Háskólabíói auk pallborðsumræðna í Norræna hús- inu. Áhrifaríkt myndmál Á laugardag klukkan 16.00 verður sýning á Borgarljósum Chaplins og næstkomandi miðvikudag klukk- an 19.30 er The Lodger eftir Alfred Hitchcock á dagskrá. Málþing um Hitchcock verður síðan haldið í Nor- ræna húsinu nú á mánudag og hefst klukkan 18.00. Meðalþátttakenda er Ásgrímur Sverrisson sem mun fjalla um kvikmyndir meistarans. „Það sem heillar mig kannski fyrst og fremst við myndir Hitchcocks er hvað myndmálið í þeim er áhrifa- ríkt,“ segir Ásgrímur. „Hitchcock sagði einhvern tíma að það ætti að vera hægt að horfa á myndir hans án hljóðs og þær myndu samt skiljast. Mig langar til að prófa þessa kenn- ingu og sýna nokkur brot úr mynd- unum og ræða um það hvort þessi kenning standist. Guð á Ólympsfjalli Ásgrímur segir Vertigo bestu mynd Hitchcocks að sínu mati. „Hún er uppáhaldsmynd mín eftir hann en mér þykir einnig vænt um North by Northwest, þótt hún sé léttari og það séu ekki eins djúpar sálfræðileg- ar vangaveltur í henni. Vertigo er mesta meistaraverkið en Hitchcock átti sannarlega mörg meistaraverk.“ Aðspurður hvort Hitchcock sé einn af eftirlætisleikstjórum hans segir Ásgrímur: „Það er erfitt að segja annað. Þetta er eins og að spyrja: Er ekki Halldór Laxness einn af þínum uppáhaldsrithöfund- um? Hitchcock er þvílík stærð í kvik- myndasögunni að það er ekki annað hægt en að setja hann í eitt af topp tíu sætunum. Hann er einn af guðun- um á Ólympsfjalli," segir Ásgrímur. Málþing um meistara Hitchcock verður f Norræna húsinu næstkomandi mánudag. Sýningarnar i Kling & Bang gallerí standa til 30. október og er opið fimmtudaga til sunnudaga frá klukkan 14 -17. demetra Skólavörðustíg 21a Sími 551 1520 HA LaSTútsalan í fullum gangi (fCœsifegur ífistaCCog Cianfunnið ísCenskt gCer TráCcert verö, miCfö úirvaC Snertu gleðina Föstudaginn 7. október kl.17. opna myndlistarmennirnir Steinunn Helga Sigurðardóttir og Morten Til- litz sýningu í Kling & Bang gallerí. Báðir listamennirnir eru búsettir i Danmörku. Fyrir sýninguna í Kling & Bang gall- erí hefur Steinunn Helga gert þrenns konar verk; staðbundin verk, innsetn- ingar í rými og röð teikninga. Síðastliðin 18 ár hefur Steinunn safnað sandi alls staðar að úr heim- inum. Hluta af sandinum hefur hún safnað sjálf og öðrum sandi verið safn- að fýrir hana. t verkinu Samhengi notar hún hluta af safnaða sandinum í fyrsta sinn. Á öðrum stað í galleríinu verður verkið Hús, sem mun lýsa upp stað- inn. t fyrstu virðast húsin öll eins, en glóa í sínum sjálfstæðu litum þar sem hver sá er lítur inn mun kynnast fimm mismunandi yfirborðum, er skapa gólf, veggi, húsenda og loft allt í sínum eigin stíl. Steinunn sýnir einnig verkin Snertu gleðina sem er sería af teikningum í nálgun við þrívíða hluti, teikningar gerðar með fínum barnalitum, perl- um, nálum og þráðum o.s.frv. Verk Morten Tillitz eru í andstæðu við vel skilgreind verk Steinunnar. Hausverk, veggverk og innsetning kallast á við teikningar sem Morten hefur unnið út frá teikningum, blaða- úrklippum, ljósmyndum og umslög- um sem faðir hans heitinn eerði. Er Shakespeare ekki höfundur verka sinna? Shakespeare skrifaði ekki meistara- verk sín heldur eru þau verk aðals- mannsins og diplómatsins Henry Neville. Þetta er niðurstaða Brendu James, bresks sérfræðings í Shake- speare, og sagnfræðingsins William Rubinstein sem seinna í þessum mánuði senda frá sér bók um efn- ið. Þau hafa unnið í fimm ár við rannsóknir á ýmis konar skjölum og gögnum og telja að Neville hafi skrifað leikrit sem Shakespeare hafi fengið heiðurinn af. Þau segja að pólitískir atburðir sem leikritin fjalli um og lýsingar sem eru þar á landslagi og staðhátt- um smellpassi við ferðalög Neville á árunum 1562 til 1615. I Rómeó og Júlíu, Skassið tamið og Kaupmann- inum frá Feneyjum sé til dæmis að finna lýsingar á staðháttum frá Norður-Italíu en þar dvaldi Neville um tíma á árunum 1581 og 1582. Höfundarnir telja að Neville hafi einnig skrifað meistaraverkið Ham- let. Hann hafi fengið nákvæmar upplýsingar um sögu Hamlets og aðstæður í Danmörku þegar hann dvaldi í Póllandi og hafi hugsanlega farið til Danmerkur. Að sögn höfunda eru sláandi lík- indi með stíl og texta í einkabréf- um Neville og leikritum og ljóðum Shakespeare. Neville þorði ekki að opinbera sig sem höfund verkanna vegna þess að þau voru að hluta til pólitískt eldfim og því fengið Shake- speare til að gangast við þeim. Ef komist hefði upp um að Neville væri höfundur Ríkharðs II hefði hann verið sóttur til saka, segja höf- undarnir. Myndatexti. I nýrri bók er þvl haldið fram aö Shakespeare hafi ekki skrifað meistaraverk- in sem eru eignuð honum.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.