blaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 6

blaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 6
6 I INNLENDAR FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2006 blaöiö Bilun í varnarbún- aði olli raf- magnsleysi Bilun í varnarbúnaði háspennukerf- is olli umfangsmiklu rafmagnsleysi i austurhluta Reykjavíkur og í Kópa- vogi í fyrrakvöld. Þetta kemur fram í fréttaskeyti frá Orkuveitu Reykja- víkur. Nokkurn tíma tók að komast að upptökum bilunarinnar en um 63 þúsund manns voru án rafmagns frá 4 mínútum upp í allt að klukku- stund. Lengst var rafmagnslaust í Vesturbergi og hluta Fellahverfis í Breiðholti. Umræddum varnarbún- aði er ætlað að bregðast við og rjúfa álag þegar bilun verður í háspennu- strengjum eða búnaði. ® Góð Heílsa gulli betii www.nowfoods.com Nýjar vörur íúrvali Opnunartími mán-fös. 10-18 laugardaga 10-16 Nýbýlavegi 12 200 Kópavogi Sími 554 4433 Verðtryggðir vextir hækka Áframhaldandi hœkkun verðtryggðra vaxta gœti þýtt að verð áfasteignum lœkki eitthvað næstu vikur og mánuði I fréttabréfi greiningardeildar KB- Banka er sagt frá því að hækkun verðtryggðra langtímavaxta gæti leitt til hækkunar á vöxtum fast- eignalána. Samkvæmt fréttabréfinu eru verðtryggðir vextir komnir upp í 3,8% og hafa ekki verið hærri í tæp- lega ár. Þar segir ennfremur að ef íbúðalánasjóður heldur 60 punkta álagi á lánum sínum muni krafan um verðtryggða vexti hækka úr 4,15% uppí 4,4% eftir næsta útboð sjóðsins. Greiningardeildin spáir því að ef vextir hækka mun það valda lækkunarþrýstingi á fasteigna- markaði. Fasteignaverð gæti lækkað Samkvæmt Snorra Jakobssyni hjá greiningardeild KB-Banka veltur möguleg lækkun á fasteignamark- Fasteignamarkaðurinn hefur róast tölu- vert á undanförnum vikum aði fyrst og fremst á tveimur þátt- um. Annars vegar hvort hér sé um að ræða varanlega vaxtahækkun og hins vegar hvort Ibúðarlánasjóður haldi vaxtalagi sínu. „Eins og um- hverfið er núna og Seðlabankinn heldur áfram að hækka vexti þá er líklegt að vextir verði frekar háir í bili. Það ætti síðan að öllu óbreyttu að leiða til þess að íbúðalánasjóð- ur hækki útlánsvexti sína,“ segir Snorri. Hann telur að vaxtalækkun- in í fyrra haust hafi valdið verðhækk- un á fasteignamarkaði. Hann segir þó breytingarnar núna verða að öll- um líkindum mun minni og mögu- leg verðlækkun verði ekki mikil en þó einhver. Jafnvægi á markaðnum Að sögn Grétars Jónassonar, fram- kvæmdastjóra Félags fasteignasala, ríkir gott jafnvægi á markaðnum í dag og engin ástæða fyrir fasteigna- eigendur að óttast miklar verðlækk- anir. „Maður gerir sér auðvitað grein fyrir því að við erum komnir í mun eðlilegra ástand en það sem hefur ríkt undanfarna mánuði. Það má segja að það sé komið ákveðið samræmi milli framboðs og eftir- spurnar." Grétar segir að nokkur munur sé milli hverfa þar sem sum þeirra séu vinsælli en önnur. Hann segir að í vinsælum hverfum gætu jafnvel fasteignir hækkað en í hverf- um þar sem eftirspurn er lítil gæti orðið einhver verðlækkun. „Ég tek venjulega púlsinn á fasteignasölum og menn eru almennt sammála um það að ástandið sé mjög gott á fast- eignamarkaðnum og menn sjá alls ekki fram á verðlækkanir á næst- unni, síður en svo.“ ■ 111 14 í framboði í prófkjöri ^ * framsóknar í Kópavogi Prófkjör um val áframbjóðendum Framsóknarflokksins til setu áframboðslistaflokks- ins í Kópavogi við sveitastjórnarkosningar 2006 munfarafram í Smáraskóla 12. nóv- ember. Allir Kópavogsbúar sem náð hafa 18 ára aldri geta tekið þátt. Búist er við harðri baráttu umfyrsta sœti listans, enda hafa að minnsta kostifimm mannsgefið kost á sér ífyrsta sœtið. Þeir sem gefa kost á sér eru eftirtaldir: Andrés Pétursspn, skrifstofustjóri, 2. sæti Dolly Nielsen, starfsmaður í dægradvöl, l-4.sæti Friðrik Gunnar Gunnarsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, 3-6. sæti Gestur Valgarðsson, verkfræðingur, eitt af efstu sætum Guðmundur Freyr Sveinsson, Wt|‘ * stjórnmátafræðingur, 3. sæti A- Hjalti Björnsson, dagskrárstjóri, 1. sæti Hjörtur Sveinsson, þjónustufulltrúi Jóhannes Valdemarsson, rekstrarfræðingur, l.sæti W Linda Bentsdóttir, lögfræðingur, 1. sæti Ólöf Pálína Úlfarsdóttir, kennari og námsráðgjafi, Omar Stefánsson, bæjarfulltrúi, l.sæti JSL . m m Samúel Örn Erlingsson, deildarstjóri, eitt af efstu sætum Una María Óskarsdóttir, ff J uppeldis- og menntunarfræðingur, l.sæti | — Þorgeir Þorsteinsson, verkfræðingur Gúmmívinnustofan JEPPLINGADEKK miciHim Gróðri SímifSö:4?2:4i8íi): Öll glerva 20% afsíæ Körfur með 50% afslætti GUMMÍVINNUSTOFAN Skipholti 35 105 RVK Sími: 553 1055 Oöru vrsf blÓMAbúð Ný pOTTAplöl\ITUSENdÍl\q Rýiviuivi fyRÍR Nýjuivi vöruivi

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.