blaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 26

blaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 26
26 I TÍSKA FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2005 blaöið Sigurgeir Orri Sigurgeirsson leggur jafnréttisbaráttunni lið Andsvar við karlrembu Trophy wife eða verðlaunaeiginkona er þekkt hugtak sem margir kannast við. Fyrir þá sem kannast hins vegar ekki við þetta hugtak merkir það eiginkonu sem er skrautmunur fyrir eiginmanninn - sæt og fín, vel til fara og brosir og hlær á réttum stöðum. Sigurgeir Orri Sigurgeirsson hefur nú lagt kvennabaráttunni lið með bolum sem hann fékk hugmynd að og á stendur Trophy husband - eða verðlaunaeigimaður sem er andsvar við Trophy wife hugtakinu. Free Bobby Fischer ,Sagan bakvið bolinn er í raun sú að ég er með bloggsíðu þar sem einn flokkurinn heitir Egozentric Designs. Þar hanna ég ýmsa hluti t.d. byrjaði ég á því að gera Free Bobby Fischer bol þegar hann sat í fangelsi. Á honum stóð Free Bobby Fischer. Ég gerði raunverulega ekki bolinn sjálfan heldur setti bara mynd af honum á bloggið. Síðan fékk ég hugmynd af Trophy husband og setti mynd af svoleiðis bol á bloggið segir Sigurgeir. Frænka hans sem er með vinsæla bloggsíðu og er með hlekk á hans blogg vakti síðan athygli á bolnum og vinkonur hennar vildu ólmar fá slíkan bol á karlana sína. Þá ákvað hann að að láta prenta á nokkra boli. Sigurgeir hefur ekki útilokað að gera annan bol þar sem á stendur Trophy boyfriend - eða verðlaunakærasti - til að þær yngri eða ógiftu geti gefið kærustum sínum. Upprunaleg teikning bolsins Ekki öfgafullur femínisti „Hugmyndin var aldrei að græða neitt á þessu heldur hafa gaman af því. Þetta var í raun bara hugmynd sem vatt upp á sig og ég vildi líka leggja jafnréttisbaráttunni lið,“ segir Sigurgeir. Bolurinn er tilvalin gjöf fyrir konuraðkaupahandaeiginmönnum sínum - bara upp á grínið. Sigurgeir hafði samband við femin.is og þær hrifust svo að hugmyndinni að nú er hægt að kaupa bolinn í gegnum vefinn. Sigurgeir segist vera femínisti án þess þó að fara út i öfgar. „Ég er femínisti í gegnum bókmenntir og aðrar greinar. Femínismi er mjög frjór jarðvegur. Konur hafa ekki notið sannmælis á mörgum sviðum en það er að breytast. Þetta er eins og í öllu þar sem ríkt hefur tómarúm þá er svo spennandi þegar það fer að fyllast.“ Mótmælaát Sigurgeir er að fara að gefa út smásögusafn á næstu vikum og það er engin tilviljun að bolirnir séu kynntir á þessum tíma. „Síðast þegar ég skrifaði skáldsögu þá fór ég í mótmælaát. Þá var Guðrún Eva Mínervudóttir að gefa út skáldsögu og fór í mótmælasvelti gegn virkjunum til að vekja athygli á bókinni sinni. Þá fannst mér mjög fyndið og alveg tilvalið að byrja að borða of mikið til stuðnings virkjunum og til að vekja athygli á minni bók. Það skiptir miklu máli þegar maður er að vekja athygli á einhverju að gera það í góðum fíling og með smá háði. Ef maður fer að mótmæla með kjafti og klóm eru fleiri sem fussa og sveia svo það er mikilvægt að gera þetta á léttu nótunum og styðja verðugan málstað. Þess vegna var fínt að fara í baráttuherferð fyrir kvenréttindum núna,“ segir Sigurgeir. Eins og fyrr segir er hægt að nálgast bolina á femin.is. Þeir kosta 1880 krónur. katrin. bessadottir@vbl. is Sigurgeir Orri Sigurgeirsson HYUNDAI - RENAUIT - BMW - LAND ROVER Sama hvernig þaö lítur út fáðu kaupaukann beint í veskið *Frí ábyrgðar- og kaskótrygging í 1 ár. Gildir ekki meö öörum tilboöum. Bensínkort með 50 þúsund króna inneign og fri ábyrgðar- og kaskótrygging* fylgir nú öllum nýjum bilum frá B&L. Ef þú ert í bílahugleiðingum, fáðu þér nýjan og glæsilegan Hyundai, Renault, Land Rover eða BMW með kaupauka sem þú færö beint í veskið, að verðmæti allt að 140 þúsund krónur. Komdu við hjá okkur. Við erum með bílinn handa þór. HYunoni hefur geeöin REMAULT B&L - Grjóthálsi 1 - 110 Reykjavík - 575 1200 - WWW.BL.IS OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ KL. 10 TIL 18 OG LAUGARDAGA FRÁ KL 12 TIL l6. GO BEYOND"' Bflasala Akureyrar sími 461 2533 • Bflás Akranesi sími 431 2622 • SG Bflar Reykjanesbæ sfmi 421 4444 Áki Sauðárkróki sfmi 453 6140 • Bíla- og búvélasalan Hvammstanga sfmi 451 2230 • Álaugarey Höfn sfmi 478 1577

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.