blaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 4

blaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR FðSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2006 blaóiö Upplýsingar í síma 896-2822 Óhapp varð á gatnamótum Hringbrautar og Bústaðavegar þegar strætisvagn keyrði á nýsteyptan kant með þeim afleiðingum að gat kom á olíutank svo hráolía fiæddi um allt. Slökkviliðið brást hratt við og hreinsaði olíuna upp. Nýr vagn var sendur á vettvang til þess að farþegar gætu hafdið för sinni áfram. framundan Samkvæmt afkomuspá grein- ingardeildar KB-banka fyrir þriðja ársfjórðung 2005 er út- litið á íslenska hlutabréfamark- aðnum nokkuð bjart. í spánni er gert ráð fyrir áframhaldandi hækkunum hlutabréfa en þó eitthvað minna en einkennt hef- ur markaðinn frá því að núver- andi uppsveifla hófst árið 2003. Spáin gerir ráð fyrir að hagn- aður rekstrarfélaga á þriðja ársfjórðungi 2005 muni nema um 25,4 milljörðum króna sem er um 50% aukning frá því á sama tíma í fyrra en þá nam hagnaðurinn um 17 milljörð- um. Stór hluti þessarar hagnað- araukningar skýrist af miklum gengishagnaði bankanna og fyrirtækjanna FL Group og TM. Spáin gerir ennfremur ráð fyrir miklum vexti hagnaðar hjá fé- lögum á borð við SÍF, Bakkavör og Actavis m.a. vegna fjárfest- inga erlendis á undanförnum 12 mánuðum. Greiningardeild- in gerir einnig ráð fyrir því að hagnaður félaga í afkomuspá muni nema 81,7 milljörðum króna á árinu 2006. Þeir gera ráð fyrir því að nýlegar yfirtök- ur muni skila sér í rekstri félag- anna á næsta ári og þar sem þær hafi í flestum tilfellum beinst að traustum og vel rekn- um félögum sé ekki ástæða til að ætla en að þær muni styrkja þau á næsta ári. ■ BlaliH/SteinarHugi Jóhannes Skúlason, einn eigandi og framkvæmdastjóri Skúlason ehf, segir rannsókn gegn fyrirtæki sínu byggða á misskilningi. Svik uppá rúmlega 300 milljónir Að sögn Jina Roe, upplýsingafull- trúa bresku lögreglunnar, hafa sjö manns verið handteknir í tengslum við málið í Bretlandi þar á meðal einn íslendingur. Mönnunum var hins vegar sleppt gegn tryggingu eftir að yfirheyrslum lauk. Roe seg- ir ennfremur að um 140 manns hafi tekið þátt í rannsókninni erlendis og einn starfsmaður embættisins hafi verið sendur hingað til lands til að vinna í málinu. Starfsmenn ríkis- lögreglustjóra hafa lítið vilja greina frá hlutdeild íslenskra lögregluyfir- valda í þessu máli og segja það vera í rannsókn og nú eigi eftir að meta þau gögn sem komið hafa fram við húsleitir. Talið er að umrædd fjár- svik nemi rúmlega 300 milljónum íslenskra króna. ■ SKRIFSTOFU OG ATVINNUHÚSNÆÐI TIL LEIGU Til leigu vandað 139 fm skrifstofuhúsnæði (Rvk. allt fyrsta flokks og næg bílastæði. Húsnæðið er tilbúið til notkunar mjög hagstæð leiga. Til leigu mjög vel staðsett atvinnuhúsnæði á jarðhæð við Freyjugötu 101 RVK. Húsnæðið hentar undir verslun, vinnustofu og eða skrifstofur. Húsnæðið er 84,2 fm ásamt geymslum sem eru 42.2 fm samtals 126.4 fm. Húsnæðið er laust. TILSÖLU 72,8fm húsnæðiájarðhæð aðVesturgötu 101 Rvk. (húsnæðinu hefur verið rekinn söluturn og videoleiga og er allur búnaður til staðar fyrir þannig rekstur. Einnig er möguleiki á þvi að breyta húsnæðinu í íbúð. Gott tækifæri fyrir réttan aðila. Til tölu 2 samliggjandi sumarbústaðalóðir í landi Miðgengis í Grímsnesi samtals 1.45 ha. Um er að ræða mjög vel staðsettar eignarlóðir. Segist hissa og saklaus Einn íslendingur handtekinn í aðgerðum bresku lögreglunnar sem teygir anga sína inn í mörgfyrirtœki Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglu- stjóra gerði í fyrradag húsleit í fyr- irtækinu Skúlason ehf. og á heimili eins eigenda og framkvæmdastjóra fyrirtækisins Jóhannesar Skúlason- ar. Aðgerðirnar komu í kjölfar beiðni frá deild bresku lögreglunnar sem fer með rannsókn fjársvikamála og tengist viðamiklum rannsóknum sem teygir anga sína inni mörg fyr- iræki þar í landi. 1 húsleitinni voru m.a. gögn úr vefþjóni fyrirtækisins afrituð og í kjölfarið var Jóhannes boðaður til yfirheyrslu hjá ríkislög- reglustjóra í gærmorgun. Víðtæk rannsókn Jóhannes sagði í samtali við Blaðið eftir að yfirheyrslu lauk í gær að rannsóknin hefði komið sem þruma úr heiðskíru lofti og hvorki hann né fyrirtæki hans hafi á nokkurn hátt stundað fjársvikastarfsemi né sölu á hlutabréfum í gegnum síma eins og rannsóknin virðist beinast að. „Ég var yfirheyrður með stöðu grunaðs manns í málinu og þeir voru að spyrja mig hvort ég hefði selt hlutabréf í íslenskum og erlend- um félögum í gegnum síma. Þetta er eitthvað sem við höfum aldrei gert og væntanlega er þetta vegna þess að við erum að þjónusta fjölmörg fyrirtæki með símsvaraþjónustu og þannig bara óvart tengst þessari rannsókn," segir Jóhannes. Hann segir þessa rannsókn augljóslega vera mjög víðtæka og ná til fjölda fyrirtækja erlendis. „Ég var spurð- ur um fjöldan allan af fyrirtækjum, fjölda aðila og hvernig þetta tengist en ég gat ósköp lítið hjálpað þeim.“ Jóhannes segir fyrirtæki sitt vera með útibú í Englandi og þar vinni einn starfsmaður en hann hefði ekki verið tekinn til yfirheyrslu af þarlendum lögregluyfirvöldum né það fyrirtæki verið rannsakað í tengslum við þetta mál. úlpur, dúnúlpur stuttkápur, rúskinnsjakkar, leðurjakkar, þunnir ullarjakkar, treflar - hattar og húfur 50% afsláttur af ullarkápum í stærðum 38 - 46 Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 10-16 Mörkinni 6, sími 588 5518 oooo/tear ^unny Hlgh Ptrformanc• Tyrtt bilkoíis' Rafgeymar' Smurþjónusta Peruskipti FRAMLENOJUMINOKKRA DACA Það efeðð, komawétu Þú faerð heilsársdekk með 20% afslætti hjá Bílkó. Betri verd! Smiðjuvegi 34 | Rauð gata | bilko.is | Sími 557-9110

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.