blaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 12

blaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 12
12 I ERLENDAR FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2005 blaöiö Fellibyljirnir Ríta og Katrín eyðilögðu á annað hundrað olíuborpalla í Mexíkóflóa. Tjón Rítu og Katrínar kemur í Ijós: Á annað hundrað bor- palla eyóilögöust 109 olíuborpallar og fimm borar eyðilögðust í fellibyljunum Rítu og Katrínu sem gengu yfir Mexíkóflóa. Þrátt fyrir það mun aðeins litill hluti framleiðslunnar eyðileggjast fyrir fullt og allt samkvæmt upp- lýsingum frá ríkisstjórn Bandaríkj- anna. Mestar skemmdirnar urðu af völdum Rítu en hún eyðilagði 63 bor- palla og olli alvarlegu tjóni á 20 til viðbótar þegar hún reið yfir svæðið í síðasta mánuði. Nærri þriðjungur allrar hráolíuframleiðslu Bandaríkj- anna fer fram við Mexíkóflóa. Alls lágu 2900 olíuborpallar í slóð fellibyljanna tveggja. „Ekki liggur fyrir opinbert mat á tjóninu í dölum eða hver kostnaðurinn við að gera við búnaðinn verður en ljóst er að hann mun skipta milljörðum dala,“ sagði Gale Norton, innanríkisráð- herra Bandaríkjanna. Gale sagði að margir borpallanna sem hefðu eyði- lagst hefðu verið á síðasta snúningi og því myndi ekki nema lítill hluti framleiðslunnar glatast. ROKK A GRAND ROKK FOSTUDAGUR 7. OKTÓBER PUBQUIZ DIMMA LAUGARDAGUR 8. OKTOBER BOOTLEGS SUNNUDAGUR 9. OKTOBER HVÍLDARDAGSKVOLD FIMMTUDAGUR 13.0KTÓBER TÓNLEIKAR í MINNINGU JOHN PEEL Atlantshafsbandalagið sendir liðsauka til Afganistan: Púsundir her- manna til viðbótar Jaap de Hoop Scheffer, aðalritari Atlantshafsbandalagsins, og Hamid Karzai, forseti Afganistans, heilsast við upphaf fundar þeirra í Kabúl í gær. Atlantshafsabandalagið hyggst senda þúsundir hermanna til við- bótar til Afganistan og gæti heildar- fjöldi hermanna bandalagsins í land- inu orðið allt að 15.000 í kjölfarið. Hersveitir Atlantshafsbandalagsins hafa verið í Afganistan síðan síðla árs 2001 og sinna einkum friðar- gæslu. Nú eru um 10.000 hermenn á þeirra vegum í landinu, þar af um 2000 sem sendir voru til að tryggja öryggi í kringum þingkosningar í landinu í síðasta mánuði. Meginástæða fjölgunarinnar er sú að Bandaríkjamenn hafa í hyggju að senda stóran hluta sinna sveita til suðurhluta landsins til að taka þátt í átökum við uppreisnarmenn Tali- bana og leita að Osama bin Laden, leiðtoga A1 Kaída samtakanna. Nú þegar eru um 20.000 bandarískir hermenn á þessum slóðum. Öfugt við bandarísku hersveitirnar taka sveitir Atlantshafsbandalagsins ekki þátt í aðgerðum gegn uppreisn- armönnum. Bandaríkin þrýsta á bandamenn Bandarískar hersveitir eru um tveir þriðju erlends herafla í Afganistan og hafa bandarísk stjórnvöld þrýst á bandamenn sína í Evrópu að taka meiri þátt í aðgerðum gegn uppreisn- armönnum. Bæði Frakkar og Þjóð- verjar hafa hafnað beiðni Banda- ríkjamanna og leggja áherslu á að þau eigi að halda sig við friðargæslu. Stjornarskrar- drögum dreift í gær 1 gær hófst dreifing á drögum að nýrri stjórnarskrá Iraks sem þjóðin mun annað hvort samþykkja eða hafna í þjóðaratkvæðagreiðslu i næstu viku. Degi fyrr náðust sættir í deilu um framkvæmd þjóðarat- kvæðagreiðslunnar milli sjíta og súnní-múslima. Hætt var við um- deildar breytingar á kosningalögum vegna þrýstings ffá Sameinuðu þjóð- unum og Bandaríkjunum. Leiðtogar súnní-múslima sem höfðu hótað að sniðganga atkvæðagreiðsluna lýstu yfir ánægju sinni með ákvörðunina og ætla nú að fylkja liði á kjörstað og fella drögin. Lögfræðingur les stjórnarskrár- drögin í borginni Basra í írak í gær. Getty skilar umdeildum fornmunum Stan veldur usla í Mið Ameríku Dauösföllum fjölgar Fjölskylda yfirgefur heimili sitt í kjölfar aurflóða f Guatemala. Tilkynnt hafði verið um meira búast yfirvöld í Gvatemala við að en 160 dauðsföll í Mið Amer- tala látinna muni hækka. Gríðarlegt fku í gær í kjölfar hitabeltis- eignatjón hefur einnig orðið vegna lægðarinnar Stans. Flest dauðsföll- mikillar úrkomu og flóða á svæðinu. in eða 79 áttu sér stað í Gvatemala Veðurfræðingar hjá Fellibyljamið- og í nágrannaríkinu E1 Salvador stöð Bandaríkjanna gera ráð fyrir fórust 62. Björgunarsveitir eru enn áframhaldandi úrkomu næstu daga. að störfum á hamfarasvæðunum og J. Paul Getty-listasafnið í Banda- ríkjunum hefur samþykkt að skila þremur fornum listaverk- um sem grunur leikur á að hafi verið stolið frá Ítalíu. Rocco Buttiglione, menningarmála- ráðherra Ítalíu, segir að maður verði sendur til Bandaríkjanna til að endurheimta verkin. ítalskir saksóknarar ákærðu í júlí Marion True, safnstjóra Getty-safnsins, fyrir að hafa veitt viðtöku stolnum fornmun- um sem grafnir voru úr jörðu á Italíu og keyptir til safnsins á milli 1986 og loka tíunda ára- tugarins. Saksóknarar telja að munirnir séu stolnir eða hafi verið grafnir upp ólöglega. Þar á meðal er verðmæt forn stytta af grísku gyðjunni Afródítu. Arið 1999 skilaði safnið þremur munum til Italíu en alls fara Italir fram á að það skili 42 munum. True hefur neitað ákærum og nýtur stuðnings safnsins.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.