blaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 18

blaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 18
18 I BESTI BITIWN FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2005 blaöiö Mexíkanskur skyndibiti Burríto af bestu gerð Fyrir nokkrum árum breyttist landslagið á íslenskum skyndibita þegar mexíkanski skyndibitinn hóf innreið sína. Mexíkanski maturinn varð þegar í stað vinsæll enda hafa íslendingar alltaf verið opnir fyrir nýjungum. Þrátt fyrir að í fyrstu væri undrast yfir pönnuköku með kjöti og grænmeti í varð Burritos vel þekkt og í dag er vart til það manns- barn sem ekki hefur bragðað Burritos, hvort heldur sem er í heimahúsi eða á veitingastað. Blaðið fór á stúfana og athugaði hvað það væri sem er svo gott við Burritos. Mexíkanskur í sér- Saðsamt og Fljótlegt og Ferskt á flokki á Mama's Tacos Ijúffengt á Red Chili gott á Serrano Culiacan Mama's tacos er heimilislegur og hugguleg- ur veitingastaður að Lækjargötu ío. I kjallara hússins er hægt að kaupa mat til að taka með sér heim eða borða á staðnum en á efri hæð- unum eru veitingasalir. Eigendur staðsins eru mexíkanskir og er annar eigandinn líkams- ræktarþjálfari og leggur því sérstaklega mik- ið upp úr þvi að hafa hollan en góðan mat. Á Mama's Tacos er mikið úrval rétta og þar má til dæmis nefna Big Burrito með fahita græn- meti og kjúklingi. Big Burrito er vægast sagt frábærlega gott auk þess að líta vel út. Það er augsýnilegt að þeir sem elda kunna til verka auk þess sem tortillan er klárlega heimabökuð og ljúffeng eftir því. Big Burritos kemst eins nálægt því að vera fullkomin og hægt er. Big Burrito með fahita grænmeti og kjúk- lingi kostar 995 krónur. Red Chili er viðkunnanlegur staður að Lauga- vegi 176 sem opnaður var í ársbyrjun. Staður- inn er augsýnilega vinsæll enda jafnan margt um manninn þar. Andrúmsloftið er vinsam- legt og skemmtilegt. Matseðillinn er fjölbreytt- ur þar sem hægt er að fá alls kyns mat og til dæmis eru nokkrir mexíkanskir réttir á boð- stólum. Burrito með hrísgrjónum, kjúklingi, lauk, papriku, ostasósu, salsasósu og guaca- mole ásamt salati og nachos er góður og sað- samur réttur. Ostabragðið er mikið og gott sem gerir Burritoið óvenju ljúffengt. Burrito með hrísgrjónum, kjúklingi, lauk, papriku, ostasósu, salsasósu og guacamole ásamt salati og nachos kostar 1190 krónur. Serrano í Kringlunni hefur verið opinn í tæp- lega þrjú ár og nýtur mikilla vinsælda á með- al hungraðra viðskiptavina. Þetta er tilvalinn staður til að grípa með sér fljótlegan en góðan mat. Það sniðuga við Serrano er að hægt er að velja hvað maður vill í Burrito og aðra rétti þar sem lítið mál er að breyta út af matseðlinum. Á matseðlinum má til dæmis finna Burrito með hrísgrjónum, kjúklingi, gulum baunum, pintobaunum, osti og grænmeti sem er mjög bragðgóður. Hrísgrjónin eru sterk en góð auk þess sem kjúklingurinn er lystugur. Salsasós- an ber af enda fersk og tælandi. Burrito með hrísgrjónum, kjúklingi, gul- um baunum, pintobaunum, osti og græn- meti kostar 649 krónur lítill en 849 krónur stór. Culiacan er vel útlítandi og flottur staður að Faxafeni 9. Staðurinn er nýtískulegur og töff og á án efa eftir að trekkja marga að. Culiacan sérhæfir sig í góðum og ferskum mexíkönsk- um mat sem er alltaf vinsæll. Á Culiacan er hægt að fá Burrito með pintobaunum, hrís- grjónum, kjúklingi og grænmeti sem bragðast vel. Burrito er ágætis skyndibiti sem seðjar svangan maga. Hann er bragðsterkur en það er bara afhinugóða. Burrito með pintobaunum, hrísgrjónum, kjúklingi og grænmeti kostar 830 krónur. svanhvit@vbl.is RAV4 aukahlutapakki að andvirði 185.000 kr. fylgir með Nú færð þú glæsilegan RAV4 með veglegum aukahlutapakka að andvirði 185.000 kr., heilsársdekk, dráttarbeisli, vindskeið, aurhlífar og krómgrind á afturljós. Komdu, prófaðu RAV4 og upplifðu meira en þú hafðir látið þig dreyma um. Þú gerir ekki betri kaup fyrir veturinn! Verð frá 2.690.000 kr. Mánaðarleg greiðsla frá 35.990 kr.* Heilsársdekk Krómgrind Vindskeið Aurhlífar Dráttarbeisli á afturljós * m.v. 10% útborgun og 84 mánaða bflasamning hjá Glitni. í samstarfi við Glitnir TODAY TOMORROW TOYOTA Toyota, Nýbýlavegi 4-8, sími 570 5070

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.