blaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 28

blaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 28
28 I HELGIN FðSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2005 blaöið Sýningar i Kling & Bttng gallerí í kvöld kl.17. opna myndlistarmenn- irnir Steinunn Helga Sigurðardóttir og Morten Tillitz sýningar í Kling & Bang gallerí. Báðir listamennirnir eru búsettir í Danmörku. Steinunn Helga hefur gert þrenns konar verk fyrir sýninguna en það eru stað- bundin verk, innsetningar í rými og röð teikninga. Síðastliðin 18 ár hef- ur Steinunn safnað sandi alls staðar að úr heiminum. Hluta af sandin- um hefur hún safnað sjálf og öðrum sandi verið safnað fyrir hana. 1 verk- inu Samhengi notar hún hluta af safnaða sandinum í fyrsta sinn. Lit- irnir á sandinum eru mismunandi, allt frá algjörlega svörtum sandi yf- ir í margs konar liti, rauðan, gulan, bláan og gráan alla leið yfir í hvítan. Steinunn sýnir einnig verkin Snertu gleðina sem er sería af teikningum í nálgun við þrívíða hluti, teikning- ar gerðar með fínum barnalitum, perlum, nálum og þráðum o.s.frv. Morten Tillitz verk eru í andstæðu við vel skilgreindu verk Steinunnar, þar sem verk hans með sínu ólíka yfirborði hrærast við hvort annað og mynda samhengi sín á milli þrátt fyrir leit sína í ólikar áttir. Verk hans taka öll mið af einni setningu sem er einnig titill sýningar hans; Höfuðið er hringlaga svo hugsanir geti skipt um áttir. Sýningarnar í Kling & Bang gallerí standa til 30.október og er opið fimmtudaga til sunnudaga frá klukkan 14 -17. ■ Opinn umræðu- fundurí Alþj óðahúsinu í kvöld munu UNIFEM á Islandi, Alþjóðahúsið og Alþjóðleg kvik- myndahátíð í Reykjavík halda opinn umræðufund um efni myndarinnar Beint á vegginn (Gegen die Wand), sem fjallar um tyrkneska innflytj- endur í Þýskalandi, og málefni inn- flytjenda. Gestir fundarins verða Guðlaug Björnsdóttir, meistara- nemi í mannfræði við HÍ og Sabine Leskopf frá Samtökum kvenna af er- lendum uppruna. Fundurinn verður United Naiions ÐevelopmeRt Fund for Wotnen í Alþjóðahúsinu og hefst kl. 22:00. í tilefni af sýningu myndarinnar verð- ur einnig hægt að panta tyrkneskan mat á Café Cultura, Hverfisgötu 18, dagana sem myndin er sýnd: 29. september og 7. október. ■ IFiMl/J Sýning á verkum Jóns M. Baldvinssonar „Með seinni skipunum" Sýning á verkum Jón M. Baldvins- sonar var formlega opnuð í Lista- sal Mosfellsbæjar í Bókasafninu í Kjarna, Þverholti 2, laugardaginn 1. október. Um yfirskrift sýningarinn- ar segir Jón: „Það má segja að þessi sýning mín sé með seinni skipun- um þar sem ég hef ekki sýnt í langan tíma, eða þrjú ár“. Á sýningunni eru tólf verk, þar af níu ný verk sem Jón málaði að hluta til í Flórida í janúar síðastliðnum. Sýningin er opin á af- greiðslutíma Bókasafns Mosfellsbæj- ar, virka daga frá 12-19, laugardaga 12-15. Lokað á sunnudögum. Sýning- in stendur frá 1.-16. október 2005. ■ Portrettónleikar Tónleikar með verkum eítir Karólínu Eiríksdóttur Ungt tónlistarfólk miðpunkti Tónleikar með verkum eftir Karólínu Eiríksdóttur verða í Listasafni íslands laugardag- inn 8. október, kl. 17.30. Flutt verða einleiks-og kammerverk frá tíma- bilinu 1992-2002, en þar af verður eitt verkanna frumflutt; Strengjalag fyrir víólu og pianó. Verkin sem munu heyrast eru af ýmsum toga. Viðamesta verkið á tónleikunum er Að iðka gott til æru sem byggir á lögum úr íslenskum handritum. Ungt tónlistarfólk er í miðpunkti á tónleikum og flytjendur eru meðal annars Ásgerður Júníusdóttir, mezz- ósópran, Matthías Birgir Nardeau, óbóleikari, Ingólfur Vilhjálmsson, klarinettleikari, Una Sveinbjarnar- dóttir, fiðluleikari, Guðrún Hrund Harðardóttir, víóluleikari, Hrafn- kell Orri Egilsson, sellóleikari Tinna Þorsteinsdóttir, píanóleikari, Guðrún Óskarsdóttir, semballeikari, Kammerkór Suðurlands í Skálholti og Hilmar Örn Agnarsson, kórstjóri. Flutt verða einleiks- ogkammerverk frá tímabilinu 1992-2002. ■ Efnisskrá: • Renku (1992) fyrir klarinett, fiðlu, selló og píanó • Na Carenza (1993) fyrir mezz- ósópran, óbó og víólu • Hugleiðing (1996) fyrir fiðlu Capriccio (1999) fyrir klarin- ett og píanó • Strenglag (2002) frumflutn- ingur fyrir víólu og píanó • Miniatures (1999) fyrir klar- inett, fiðlu, selló og píanó • Að iðka gott til æru (2001) fyrir mezzósópran, óbó, víólu, selló, sembal og kór Sisal náttúruleg gæöi Sisal eru falleg gólfefni ofin úr náttúrulegu efni á góöu veröi. Ef þú ert að byggja eða endurnýja húsnæöi þá býöur sisal upp á marga skemmtilega möguleika. o ÓíipneÁ/

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.