blaðið - 12.10.2005, Page 6

blaðið - 12.10.2005, Page 6
6 I INNLENDAR FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2005 blaöiö Slegistum Gettu betur Stöð 2 reyndi að yfirbjóða Rúv til að fá framhaldsskólana til samstarfs við sig um gerð nýrra spurningaþátta Ríkissjónvarpið neyddist til að greiða aðeins meira en það ætlaði sér fyrir sjónvarpsréttinn á spurn- ingakeppni framhaldsskólanna eftir að Stöð 2 gerði tilraun til að ná þessu sívinsæla efni yfir til sín. Að sögn heimildarmanns Blaðsins þurfti Ríkissjónvarpið að greiða margar milljónir til viðbótar við fyrirhug- aða upphæð og ljóst að nemendafé- lög framhaldsskólanna hafi grætt nokkuð á þessari tilraun Stöðvar i. Hugmyndasnauðir menn Bjarni Guðmundsson, framkvæmda- stjóri sjónvarpsins, staðfesti í sam- GÓD HEILSA GULLl BETRI www.nowfoods.com tali við Blaðið að reynt hefði verið að kaupa sýningarréttinn yfir á aðra sjónvarpsstöð en Rúv hefði að lokum náð samkomulagi við hags- munastamtök framhaldsskólanna. Sökum trúnaðar milli samningsað- ila vildi hann ekki tjá sig nánar um kaupverðið. „Við áttum fund með þeim og það var gengið frá áfram- haldandi samkomulagi að Gettu bet- ur yrði áfram hjá okkur. Þetta er frá- bært sjónvarpsefni og við höfum átt frábært samstarf við framhaldsskól- ana við að halda þessa keppni. Það er mikill metnaður og þessi keppni er mjög vinsæl. Það er því ekki að ástæðulausu að aðrir reyna að sækj- ast í hana,“ sagði Bjarni og bætti við að hann gæfi lítið fyrir tilraun- ir samkeppnisaðila til að reyna að klófesta þetta vinsæla sjónvarpsefni. ,Mér finnst þetta fyrst og fremst til marks um það hvað menn eru hug- myndasnauðir að þurfa alltaf að líta MIRALE 20% afsláttur af öllum sérpöntuöu húsgögnum til 22. október. I Jm í i 11 Cassina Síðasti dagur á sérpöntuðum húsgögnum til afgreiöslu fyrir jól er 22. okt. Grensásvegi 8 108 Reykjavík sími: 51 7 1020 opið: mán. - föstud. 11-18 laugard. 11-15 yfir til okkar í svona verkefnum í stað þess að velta því fyrir sér sjálf- ir hvað þeir geti gert. f stað þess að búa til, þróa og þroska, þurfa þeir að taka við tilbúnu verkefni." Peningar ekki aðalatriðið Gunnar H. Guðmundsson, Inspect- or Scholae hjá Menntaskólanum í Reykavík, segir að fulltrúar Stöðvar 2 hafi komið að máli við hagsmuna- samtök framhaldsskólanna með til- boð sem þeir voru fljótir að hafna. Hann vill þó ekki frekar en Bjarni tjá sig um þær upphæðir sem í boði voru. „Peningarnir voru alls ekki að- alatriðið i þessu. Við treystum Rúv til að gera þetta mjög vel. Við höfum verið í samstarfi við þá mjög lengi og erum ánægðir með hvað þeir eru búnir að gera fyrir okkur.“ Að sögn Gunnars hafa peningarnir fyrir sýn- ingarréttinn hingað til skipst jafnt milli þeirra nemendafélaga sem taka þátt í keppninni en ekki sé búið að taka endanlega ákvörðun um það hvort að þessu formi verður viðhald- ið. Hann segir að hagsmunasamtök- in hafi gert samning að þessu sinni við Rúv til nokkurra ára og einnig gefið út viljayfirlýsingu um nánara samstarf. Hefðum gert betur Að sögn Heimis Jónassonar, dag- skrárstjóra Stöðvar 2, var það aldrei ætlunin að stela Gettu betur hug- myndinni eins og hún leggur sig. Stöðin vildi hefja nánara samstarf við framhaldsskólana og búa til nýja spurningakeppni frá grunni. „Við höfðum áhuga á því að fara í svona verkefni með skólunum og þetta er náttúrulega bara samkeppnisum- hverfi og þeir þurfa bara að velja um það hvað þeir vilja gera,“ segir Heim- ir. Hann segist bera fulla virðingu fyrir ákvörðun skólanna og óskar þeim alls hins besta með áframhald- andi samstarf við Rúv. „Það er erfitt að taka skref og gera breytingar á einhverju sem hefur gengið vel. Það er alltaf smá áhætta. Ég vona bara að skólunum gangi frábærlega með Gettu betur á Rúv. Við hefðum að sjálfsögðu gert miklu skemmtilegri og flottari hluti en við dveljum ekki lengi við þetta. Rúv verður bara að biðja fyrir sér þegar þeir fá öll frum- legheitin frá okkur yfir sig í vetur.“« Höft a einka- rekna háskóla Samkvæmt frumvarpi til laga sem Steingrímur J. Sigfússon og Kolbrún Halldórsdóttir leggja fram á núver- andi þingi er m.a. gert ráð fyrir því að einkareknum háskólum verði óheimilt að innheimta skólagjöld af nemendum sem stunda nám í grein- um sem ekki er unnt að leggja stund á í ríkisháskólum. Þetta gæti þýtt að einkareknir háskólar yrðu settir í hálfgerða glslingu þar sem náms- framboð þeirra gæti ráðist af náms- framboði ríkisháskólanna. Jafnrétti til náms Að sögn Steingrím J. Sigfússonar, alþingismanns, snýst þetta frum- varp fyrst og fremst um að gæta að jafnrétti almennings til náms óháð efnhag hvers og eins. Hann segir að eftir að Tækniháskóli Islands var lagður niður hefði stærsti hluti þessa grunnnáms sem þar var boð- ið uppá færst inn í einkarekna skóla. Þeir hefðu síðan lagt á skólagjöld sem gæti hindrað það að efnaminna fólk gæti hreinlega stundað það nám sem það kýs. „Staðreyndin er sú að þetta er grunnnám sem hér um ræð- ir og einkaskólarnir hafa í langflest- um tilvikum verið með almennt við- skiptatengt nám eða nám á ýmsum almennum sviðum sem hafa verið 1 boði annarsstaðar. Ég held að þetta sé fyrsta dæmið sem upp hafi kom- ið af þessu tagi. Okkar grundvallar- skoðun er sú að það skuli vera hægt að komast í allt grunnnám sem er í boði hér á háskólastigi án skóla- gjalda,“ segir Steingrímur. Hann seg- ir að hugsunin sé að ríkið muni síð- an styðja þá einkareknu skóla sem bjóða upp á slík grunnnám. Grundvallar sjónarmið Steingrímur gerir ekki ráð fyrir því að einkaskólarnir verði sérstaklega hrifnir af þessu lagafrumvarpi en telur að ástandið í menntamálum sé orðið slíkt að fáar aðrar leiðir séu færar í stöðunni. „Þarna rekast á ákveðin grundvallar sjónarmið. Við ætlum ekki að fara að segja t.d. Há- skólanum í Reykjavík fyrir verkum í þessum efnum. Hann yrði þó að aðlaga sig að þessum leikreglum ef þessi lög yrðu samþykkt. Hann ætti að sjálfsögðu þann mótleik að þetta kæmi inn í samningaviðræður hans við stjórnvöld um hans fjárveiting- ar.“ Hvorki Guðfinna Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, né Runólfur Ágústsson, rektor Við- skiptaháskólans á Bifröst, treystu sér til að leggja mat sitt á þetta laga- frumvarp að svo stöddu. ■ Dómsmálaráð- herra ásakaður um pólitísk afskipti Umræður spunnust um það á Alþingi í gær hvort Björn Bjarnason hafi. með ummælum á heimasíðu sinni reynt að hafa áhrif á störf ákæruvaldsins í Baugsmálinu. Þar sagði Björn meðal annars að réttarkerfið hafi ekki sagt sitt síðasta orð í málinu. Þingmenn- irnir Össur Skarphéðinsson og Kristinn H. Gunnarsson hentu orðum Björns á loft og kröfðust skýringa. Kristinn sagði á heimasíðu sinni að Framsókn- arflokkurinn gæti ekki tekið ábyrgð á vinnubrögðum dóms- málaráðherra. Össur tók í sama streng og sagði ummælin óvið- feldin og óviðeigandi. Stjórnar- andstaðan tók svo málið upp í umræðum um störf þingsins. Fullnægjandi skýringar Kristinn H. sagði i samtali við Blaðið að málinu væri lokið af sinni hálfu.„Það var umræða um störf þingsins þar sem menn ræddu þessi mál. Nið- urstaða þeirra umræðna var að mínu mati sú að allir voru sammála um það að ótækt væri að ráðherra hefði afskipti af störfum ákæruvaldsins. Menn deildu frekar um hvort Björn hefði gert það með þessum skrifum sínum eða ekki. Björn hefúr sjálfúr skýrt sín ummæli á þann veg að þau lúti ekki að því að hafa áhrif á störf ákæruvaldsins og það er sjálfsagt að taka mið af hans skilningi á eigin ummælum." Björn sagði í fréttum ROV að skrif sín á heimasíðunni væru almælt tíðindi sem ættu ekkert skylt við stjórnmál. Kristinn sagði að málinu væri lokið af sinni hálfu enda hefði aðalatriðið komið fram, að þingmenn standi vörð um sjálfstæði ákæruvaldsins í störfum sínum. Björn var ekki viðstaddur umræðurnar en hann er í útlöndum í opinber- um erindagjörðum. Halldór Ás- grímsson sagði á blaðamanna- fundi í gær að þeir Björn hefðu rætt málið í gærmorgun og þar hefði Björn veitt fullnægjandi skýringar á skrifúm sínum. ■ Svafa ráðin aðstoðarfor- stjóri Actavis Svafa Grönfeldt hefúr verið ráðrn aðstoðarforstjóri Actavis Group og hefúr þegar hafið störf. Hún hefur starfað hjá fýrirtækinu síðan 2004.1 tilkynningu frá Actavis segir að hlutverk Svöfu verði að sam- tvinna stefnu og innra skipulag samstæðunnar ásamt því að stýra verkefnum sem lúta að aukinni skilvirkni. Hún mun einnig verða staðgengill for- stjóra og talsmaður hans. Svafa er doktor í vinnumarkaðsfræði, með gráðu í starfsmanna- og boðskiptafræði og með BA gráðu í stjórnmálafræðum og fjölmiðlun frá HÍ. Svafa er enn- fremur lektor við Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla íslands.B

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.