blaðið - 12.10.2005, Qupperneq 8
8 I ERLENDAR FRÉTTIR
MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2005 Ma6Í6
Maður handtek-
inn vegna árás-
anna á Balí
Lögregla á Indónesíu hefur
handtekið mann sem leigði
hús ásamt mönnunum sem
gerðu sjálfsmorðssprengju-
árásirnar á Balí fyrr í mánuð-
inum. Handtakan kann að
marka tímamót í rannsókn á
hryðjuverkunum sem urðu 23
að bana, þar á meðal sprengju-
mönnunum. Maðurinn sem
aðeins er nefndur Hasan er
45 ára byggingaverkamaður.
Grunaður um aðild að
ódæðisverkunum
Maðurinn hafði búið í um
mánuð með sprengjumönnun-
um þremur í útjaðri Denpasar,
höfuðborgar Balí. Hann hvarf
fáeinum dögum fyrir spreng-
ingarnar og hefur lögregla
hann sterklega grunaðan um
að hafa átt aðild að þeim.Yfir-
völd höfðu uppi á manninum í
bænum Jember á Austur-Jövu,
um 200 kílómetra austur af
Denpasar á sunnudag. Hann
var sendur aftur til Balí til
yfirheyrslna á mánudag.
Rannsóknarmenn fundu illa
leikin höfúð sprengjumann-
anna þriggja á vettvangi hryðju-
verkanna. Myndir af höfðunum
voru í kjölfarið birtar í von
um að bera mætti kennsl á
mennina og benda á hugs-
anlega aðstoðarmenn þeirra.
Lögregla fékk ábendingu um
að mennirnir fjórir hefðu leigt
hús fáeinum kílómetrum frá
væntanlegum skotmörkum.
Líberíumenn ganga
að kjörborðinu
George Weah frambjóðandi í forsetakosningunum í Líberíu greiðir atkvæði í Monrovíu í
gær en hann er talinn einna sigurstranglegastur af þeim 22 sem eru í framboði.
Líberfumenn gengu að kjörborðinu
í gær í fyrstu þing- og forsetakosn-
ingum í landinu síðan borgarastríð-
inu lauk árið 2003. Langar biðraðir
mynduðust við kjörstaði og á einum
þeirra voru fyrstu kjósendur mættir
sex tímum áður en hann var opnað-
ur. „Við þurfum að fá forseta sem
getur séð okkur fyrir því sem okkur
vanhagar um. Við höfum ekkert raf-
magn, ekki hreint neysluvatn, enga
heilsugæslu,“ sagði Joseph Parm-
ilnee, rúmlega fertugur rfkisstarfs-
maður.
Alls 22 frambjóðendur eru til emb-
ættisins sem er það valdamesta í
landinu. Líbería er enn í sárum eftir
að borgarastríði sem stóð nær sleitu-
laust í 14 ár lauk með friðarsamning-
um í ágúst árið 2003. Bráðabirgða-
ríkisstjórn skipulagði kosningarnar
og 15.000 friðargæsluliðar á vegum
Sameinuðu þjóðanna sjá um að allt
fari fram í friði og spekt.
Mikið starf framundan
Frambjóðendur lofa því að
tryggja frið í landinu, endurbyggja
vatnsveitu ríkisins og raforkuver
jafnframt því að skapa ný störf en
minna en fjórðungur þjóðarinnar
hefur atvinnu.
Engar skoðanakannanir hafa ver-
ið gerðar en margir trúa því að hinn
fertugi George Weah beri sigur úr
býtum í kosningunum. Weah ólst
upp í fátækrahverfi í Monroviuborg
en varð síðar heimsfrægur knatt-
spyrnumaður og fyrirmynd margra
líberískra ungmenna. Gagnrýnend-
ur Weahs telja hann skorta þá mennt-
un og stjórnunarreynslu sem þarf
til að hafa stjórn á þriggja milljóna
þjóð Líberíu. Ellen Johnson-Sirleaf
sem er 66 ára og fyrrverandi stjórn-
málamaður hefur einnig notið mik-
illa vinsælda og eru kosningafundir
hennar oftar en ekki fjölmennir.
Um leið og Líberíumenn kjósa sér
forseta kjósa þeir 30 fulltrúa í öld-
ungadeild þingsins og 64 þingmenn.
Um 400 erlendir eftirlitsmenn og
900 innlendir starfsmenn fylgdust
með framkvæmd kosninganna í
gær.
Landamæri
opnuð fyrir
Pílagríma
Palestínskur lögregluþjónn athugar
vegabréf fólks á landamærastöð á
Gasasvæðinu.
Egyptar og Palestínumenn opn-
uðu landamæri sín í sólarhring
í gær til að gera hundruðum
pílagríma kleift að ferðast frá
Gasaströnd til hinnar helgu
borgar Mekka í Sádí-Arabíu.
Landamærin eru opnuð í
tilefni af Ramadan, föstumán-
uði múslima. tsraelsmenn
lokuðu landamærunum áður
en þeir yfirgáfu Gasasvæðið í
síðasta mánuði og þjóðirnar
eiga enn eftir að komast að
samkomulagi um hvernig haga
skuli málum á landamærunum.
Israelar vilja hafa umsjón með
öryggismálum við landamæra-
stöðvar en Palestínumenn vilja
full yfirráð yfir landamærun-
um. Árla morguns í gær höfðu
að minnsta kosti 400 Palestínu-
menn þegar nýtt sér tækifærið
og farið yfir til Egyptalands
og fleiri biðu vegabréfsskoð-
unar við landamærastöðvar.
PRJÓNANÁMSKEIÐ
(Diza edf
Ingólfsstræti 6 sími 561-4000
Prjónanámskeið fyrir unglinga
Kennari Ásdís Loftsdóttir
fatahönnuður
Kennt veröur á miðvikudögum og laugardögum
Upplýsingar í síma 561-4000
á opnunartíma
verslunarinnar
Jarðskjálftinn í Suður-Asíu:
Fólk er enn að finnast á lífi
Fólk er enn að finnast á lífi eftir jarð-
skjálftann í Suður-Asíu á laugardag.
Drengur á unglingsaldri fannst á
lífi í húsarústum í borginni Balakot
í Pakistan í gær, 78 tímum eftir að
jarðkjálftinn jafnaði nánast borgina
við jörðu. Þá fundu björgunarsveit-
ir í Islamabad 75 ára konu og 55 ára
dóttur hennar á lffi um 80 tímum
eftir að þær grófust í rústum fjöl-
býlishúss í borginni. Mæðgurnar
virtust hafa sloppið án alvarlegra
meiðsla.
Úrkoma tefur neyðarflug
Miklar rigningar og haglél töfðu
neyðarflug á hamfarasvæðunum í
gær og sums staðar kom til ryskinga
vegna matarúthlutunar. Tugir þyrla
voru reiðubúnar til að flytja hjálp-
argögn á flugvelli nálægt Islambad,
Ibúar I borginni Muzaffarabad I pakistanska hluta Kasmír bíöa eftir matvælaaðstoð
yfirvalda.
höfuðborg landsins, í gær en kom-
ust ekki á loft. Veðurhamurinn kom
einnig f veg fyrir að björgunarsveit-
ir á jörðu niðri gætu sinnt starfi
sínu sem skyldi. Enn hefur ekki
verið unnt að koma neyðaraðstoð
til afskekktra þorpa. Að minnsta
kosti 42.000 hafa fundist látnir eftir
hamfarirnar í Pakistan, Afganistan
og á Indlandi.
Mustek DVD PL408H
8" TFT skjár, breiðtjalds (16:9)
Tengist sjónvarpi með AV tengingu
Stereo hátalarar
Tvö stereo tengi fyrir heyrnatól
Lítll og handhæg fjarstýring S'
Rafhlöðuending 2.7klst
S-Video, AV inn/út
Þyngd: 950gr.
Mustek DVD PL407H
7" TFT skjár, breiðtjalds (16:9)
Tengist sjónvarpi með AV tengingu
Stereo hátalarar
Tvö stereo tengi fyrir heyrnatól
Lftil og handhæg fjarstýring
Rafhlöðuending 2.7klst
S-Video, AV bm/út
Þyngd: 950gr.
DVD, DVD+/- R/RW, CD,
CD-R/RW, (SJVCD, MP3, |
Kodak Picture CD & JPEG
f l I
I I
DVD, DVD+/- R/RW, CD,
CD-R/RW, (S)VCD, MP3,
Kodak Picture CD & JPEG
I I
tækni
SÍÐUMÚLA 37 - SÍMI 510 6000 - WWW.SVAR.IS