blaðið - 12.10.2005, Blaðsíða 16
16 I SKOÐUN
MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2005 blaAÍA
Hvaða vanda er verið að leysa?
Orslit kosninga
um sameiningu
sveitarfélaga nú
á laugardaginn
voru afgerandi. í
fimmtán tilvikum
var sameiningu
hafnað en aðeins
einu samþykkt.
Þetta gerðist
þrátt fyrir mikinn áróður stjórn-
valda, hótanir og gylliboð. Alls var
ríkisvaldið búið að ráðstafa 2,4 millj-
örðum til að greiða fyrir sameiningu
þannig að ljóst er að stjórnarflokk-
unum þykir málið miklu varða.
Spurningin sem vaknar eftir nið-
urstöður kosninganna er hins vegar:
Af hverju? Og í framhaldinu mætti
einnig spyrja: Hvað er unnið með
sameiningu sveitarfélaga?
Ljóst er hvað því fólki sem fékk
að segja hug sinn á laugardaginn
finnst unnið með sameiningunni:
Ekki neitt.
Hvers vegna eru ráðamenn þá
sannfærðir um hið gagnstæða?
Hvers vegna er svona mikilli vinnu
og fjármunum varið í verkefni sem
hefur engan stuðning meðal fólks-
ins? Hvaða vanda er verið að leysa?
Vandi sveitarfélaganna sem ver-
ið er að sameina er einkum þessi:
Með fáeinum undantekningum hef-
ur íbúum í sveitarfélögum á lands-
byggðinni fækkað undanfarin ár.
Möguleikar þeirra til þess að sinna
lögboðnum verkefnum dvína. Sums
staðar á landinu er vart hægt að hal-
da úti nauðsynlegri grunnþjónustu
lengur, s.s. almennri verslun, póst-
húsi eða bankaþjónustu. Ekki hefur
heldur verið staðið nægilega vel að
flutningi verkefna frá ríki til sveit-
arfélaga og þeim m.a. ekki tryggð-
ar tekjur til að standa undir þeim
verkefnum. Enda þótt sveitarfélögin
fái vissulega til sín drjúgan hluta af
tekjuskatti landsmanna þá hafa þau
lítið svigrúm til að hafa áhrif á þá
tekjustofna.
Ekkert af þessu mun breytast þótt
sveitarfélög sameinist. Vissulega
er ákveðin hagkvæmni fólgin í því
að láta eina sveitarstjórn fjalla um
ýmis samvinnuverkefni fámennra
byggðarlaga. Þar mætti nefna rekst-
ur grunnskóla og leikskóla, bruna-
og almannavarnir, félagsþjónustu,
heilbrigðiseftirlit og skipulagsmál.
Ekki er þó gefið að stærðin veiti
aukna hagkvæmni í öllum tilvikum.
Sums staðar getur hagræðingin ein-
faldlega falist í því að hagsmunir
hinna fámennari byggðarlaga eru
fyrir borð bornir, eins og gerðist í
Svarfaðardalnum eftir sameining-
una við Dalvík.
Drifkrafturinn á bak við samein-
ingu sveitarfélaga er nefnilega annar
en skynsemisrök. Sameiningarferl-
ið hvílir á þeirri forsendu, nánast
trúarlegu sannfæringu, að stórar
einingar séu alltaf og í öllum tilvik-
um betri en smáar, óháð aðstæðum
eða tilvikum hverju sinni. Sama trú
á stóru einingarnar er á bak við sam-
einingu fyrirtækja í viðskiptablokk-
ir eða sameiningu þjóðríkja innan
Evrópusambandsins. Afleiðingin er
hins vegar í öllum tilvikum sú að
lýðræðið fer minnkandi, fjarlægð
einstaklingsins frá ákvarðanatöku
eykst og eykst. Þetta gleður að
sjálfsögðu þá stjórnmálamenn sem
finnst léleg kosningaþátttaka til
marks um heilbrigði lýðræðisins og
úrslit kosninga slæm ef þau endur-
spegla vilja kjósenda.
Þetta sjá kjósendur. Þess vegna
hafna þeir iðulega samrunaferli
sem gerir þá að tannhjóli í stórri vél.
Þetta sjá stjórnmálamennirnir líka.
Þess vegna vilja þeir samruna vegna
þess að hann merkir venjulega auk-
in völd þeirra á kostnað kjósenda.
Því er ekki undarlegt að stuðnings-
menn sameiningar snúist nú eins og
hundar gegn sjálfu ferlinu, hinni lýð-
ræðislegu ákvarðanatöku. Að þeir
líti á vilja kjósenda sem vandamálið
og vilji helst sameina sveitarfélög
með valdboði. Það er ekki nema von
að úrslit lýðræðislegra kosninga séu
vandamálið þegar sjálfur tilgangur-
inn var allan tímann að draga úr
vægi lýðræðisins.
Sverrir Jakobsson, sagnfræðingur
www.murinn.is
99........................................
Hvers vegna ersvona mikilli vinnu og fjármunum varið í
verkefni sem hefur engan stuðning meðal fólksins?
Engin heilsa án geðheilsu
Geðsjúkir hér á
landi búa við mik-
la fátækt, einangr-
un og fordóma.
Þeir eru fátækasta
fólkið á Islandi.
Þetta kom fram í
máli Páls Bierings,
lektors við HÍ, á
ráðstefnu Rauða
krossins um geðheilbrigðismál í síð-
ustu viku.
Hann byggir þetta á niðurstöðum
könnunar, sem hann gerði ásamt
fleirum, niðurstöðum sem kalla á
brýnar úrbætur. Fólk með alvarlega
geðsjúkdóma er atvinnulaust og
lifir á örorkubótum, sem eru lágar.
Það veldur því að þessu fólki reynist
erfitt að komast út úr félagslegri ein-
angrun. Margþætta þjónustu vantar
fyrir þennan sjúklingahóp, - heima-
geðhjúkrun, fagráðgjöf og persónu-
lega þjónustu.
Svona er ástandið í dag, 10. októb-
er 2005, á alþjóða geðheilbrigðisdeg-
inum. Þó að nokkuð hafi miðað í
þjónustu við geðsjúka er enn langt
í land. 1 dag hvetja geðlæknar til
að mótuð verði heildstæð stefna í
málaflokknum og full ástæða er til
að fá upplýsingar um það hvað líður
aðgerðaáætlun heilbrigðisráðherra í
geðheilbrigðismálum.
Fyrir 10 mánuðum undirritaði
hann í Helsinki, ásamt rúmlega 50
starfsbræðrum sínum, yfirlýsingu
um að komið yrði á slíkri áætlun til
næstu 5-10 ára. Samkvæmt henni á
að efla geðheilsu allra, uppræta for-
99..........................
Fólk með alvarlega geð-
sjúkdóma er atvinnu-
laust og lifir á öroku-
bótum, sem eru lágar.
dóma, efla varnir gegn sjálfsvígum
og tryggja geðheilbrigðisþjónustu i
heilsugæslunni og utan stofnana s.s.
á heimilum. Auka skal rannsóknir
og tryggja fé til geðheilbrigðismála.
Áhersla var einnig lögð á að aðstand-
endur geðsjúkra, fagaðilar og sjúk-
lingarnir sjálfir yrðu kallaðir til
þessarar vinnu.
Nú er spurt: Hvað líður þessari
vinnu? Hverjir hafa verið kallaðir
til? Er ráðherra með nefnd að störf-
um eða vinnuhóp við að koma að-
gerðaáætuninni í framkvæmd? “Það
er engin heilsa án geðheilsu” var yfir-
skrift Helsinki-fundarins í janúar. f
ljósi niðurstaðna rannsókna á stöðu
geðsjúkra er mikilvægt að vinna
hratt og vel. Við verðum að bæta
stöðu og hag geðsjúkra. Boltinn er
nú hjá heilbrigðisráðherra.
Ásta R. Jóhannesdóttir,
alþingismaður
Ásta R.
Jóhannesdóttir
Bremsuklossaskipti
Sækjumog sendum
OOOOfVBAU
Jmoeesmne
^fcunny
Hlgh Ptrformanc• Tyrts
hilkoíis.
Peruskipti IjMiWMWíröjÍ Rafgeymai
FRAMLENCJUM íNOKKRA DAGA
Þú færð heilsársdekk með
20% afslætti hjá Bílkó.
Betri verð!
Smiðjuvegi 34 | Rauð gata | bilko.is | Sími 557-9110
Einkavæðingar-
fjárlögin
f gær fór fram á
Alþingi einhver
undarlegasta um-
ræða sem þar hef-
ur farið fram um
árabil. Þetta var
fyrsta umræða
um frumvarp rík-
isstjórnarinnar
um ráðstöfun á
Símasilfrinu, söluandvirði Símans.
Ráðstöfun fjármunanna nær ekki
einvörðungu til yfirstandandi kjör-
tímabils heldur langt fram á næsta
jafnvel þarnæsta kjörtímabil! Eins
og fram hefur komið í fréttum á
að reisa sjúkrahús, sinna geðfötluð-
um, íslenskum fræðum, landhelgis-
gæslunni og samgöngumálum. Allt
- eru þetta hin bestu mál þótt sitt-
hvað þurfi nánari umræðu við áður
en til framkvæmda kemur.
En þarna stóðu menn í ræðupontu
Alþingis og ræddu hvort heppilegt
væri að hafa hátæknisjúkrahús við
hunsa þjóðarviljann. Eftir nokkra
yfirlegu var brugðið á það ráð að
búa til sérstök Einkavæðingarfjár-
lög um ráðstöfun Símasilfursins. I
Einkavæðingarfjárlögunum sky-
ldi aðeins vera að finna vinsæl mál,
engin kaup á sæti 1 öryggisráði SÞ
þar, umdeildar fjárveitingar til NA-
TÓ eða annarra mála sem lítt eru
til vinsælda fallin. Slíkt skyldi vera
í hinum hefðbundnu fjárlögum. 1
Einkavæðingarfjárlögunum ætti að-
eins að vera sólskin og gleði.
Stjórnarmeirihlutinn tók að
sjálfsögðu bakföll af hrifningu og
einskærri ánægju yfir gjafmildi
rlkisstjórnarinnar. Margir stjórnar-
andstöðumenn bitu einnig á agnið
og fóru að ræða einstaka efnisþætti
fumvarpsins, þar á meðal fjárveit-
ingar þingsins á þarnæsta kjörtíma-
bili! Þannig var ástandið innan veg-
gja Alþingis í gær.
Ég velti því fyrir mér hvort þjóð-
in sjái ekki í gegnum þennan hrá-
Ögmundur
Jónasson
99...........................................
Ég velti því fyrir mér hvort þjóðin sjái ekki í gegnum
þennan hráskinnaleik ríkisstjórnar sem er ekki
vandaðri að virðingu sinni en svo, að hún vílar
ekki fyrir sér að reyna að kaupa sér vinsældir.
Hringbraut eða einhvers staðar ann-
ars staðar; hvort æskilegt væri að
setja upp vegatolla á Sundabraut
og hvað með vegaumbætur í Horna-
firði?, spurði einhver. Menn töluðu
sig upp 1 funa og hita.
En hvers vegna ræða um ráðstöf-
un á söluandvirði Símans á annan
hátt en ráðstöfun þeirra peninga
sem við komum til með að borga i
skatta á komandi árum og ráðstafa
þá á fjárlögum? Eru skattpeningarn-
ir okkar eitthvað frábrugðnir þess-
um fjármunum? Að sjálfsögðu ekki.
Skýringin á þessari framsetningu
er ofur einföld. Þjóðin var almennt
andvíg einkavæðingu Símans. Ef
eitthvað er að marka skoðanakann-
anir þá var þetta tvímælalaust svo,
því aftur og ítrekað kom þjóðarvilj-
inn fram á þennan veg i skoðana-
könnunum sem gerðar voru.
Nú var úr vöndu að ráða fyrir rík-
isstjórn sem staðráðin var í því að
skinnaleik ríkisstjórnar sem er ekki
vandaðri að virðingu sinni en svo,
að hún vflar ekki fyrir sér að reyna
að kaupa sér vinsældir, breiða yfir
óvinsæla og óafsakanlega ráðstöfun
dýrmætrar þjóðareignar, með því
að gefa út sérstök Einkavæðingar-
fjárlög?
Ég trúi ekki öðru en fólk sjái í gegn-
um blekkingarnar. Þegar fram líða
stundir og arðurinn frá Símanum
hættir að streyma í þjóðarvasann
mun eflaust renna upp ljós jafnvel
hjá þeim sem nú hafa glýju í augum
og telja að ríkisstjórnin sé að færa
þjóðinni fé af himnum ofan.
ögmundur Jónasson,
alþingismaður
www.ogmundur.is