blaðið - 12.10.2005, Side 22

blaðið - 12.10.2005, Side 22
22 I HEIMILI MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2005 bla6Í6 Berðu dúk á borðið þitt Dúkar eru hið mestaprýði og úrvalið affallegum dúkum er mikið Kynslóðaskipting hefur orðið í notkun borðdúka síðustu ár. Á árum áður var mikill metnaður lagður í dúka og þá eyddu húsmæður gjarnan löngum stundum í að hekla, sauma og bródera sem fallegustu dúkana sem voru síðan hin mesta húsprýði. Það er tvennt sem gæti spilað inn í þessa þróun. Annars vegar aukin þátttaka kvenna á vinnumarkaði - þær hafa engan tíma til að bródera dúka þegar allur tíminn fer í framann og barnauppeldið. Hins vegar vegna þess að borð eru mörg hver þannig í dag að þau njóta sín best án dúks. Falleg út- skorin viðarborð eins og finnast á nánast öðru hverju heimili í dag kalla á það að vera nakin - til sýnis fyrir gesti og heimilisfólk. Enn eru þó margir sem vilja dúk á sitt borð. Þá er það sérstaklega fyrir jólin og önnur hátíðleg tækifæri sem borðið fær að skarta dúkum enda gefa dúkar oft á tíðum fallegan hátíðarbrag. Þá hefur það færst í vöxt að fólk kaupi dúka í stað þess að sitja heima og sauma - þó að auðvitað sé til einstaka húsmóðir, nú eða húsfaðir, sem ennþá dundar sér við að búa til dýrindis borðdúka með hinum ýmsu aðferðum. Klassiskir dúkar úr versluninni Borð fyrir tvo sem sóma sér vel á hvaða heimili sem er. Kremaður og hvltur litur á alls staðar við. Renningarnir vinœlastir ,Það sem aðallega fer núna eru renn- ingarnir. Þeir fara í raun meira en dúkarnir,“ segir Laila Björnsdótt- ir, verslunarstjóri í Borð fyrir tvo í Kringlunni. Laila segist sjá meira af dúkum fyrir hátíðarnar og þá fara stórir dúkar, allt að fjögurra metra langir, því oft er mikið um veislu- höld yfir hátíðir. Laila merkir til dæmis mikla aukningu á dúkasölu fyrir fermingarnar. „Tíðarandinn er nú þannig að fólk leyfir borðunum að njóta sín. Renningarnir eru til í öllum litum og eru reyndar mikið í tísku. Yfir hátíðir er fólk kannski að kaupa dúka sem við erum með yfir- leitt í hvítum lit sem alltaf er klass- ískt eða í svona hörlit. Svo eru þessir renningar keyptir til að leggja yfir,“ segir Laila. Eins og áður sagði eru renningarnir til í öllum litum og jafnvel útsaumaðir og mynstraðir. Allt til innpökkunar! GRÆNN MARKAÐUR Eingöngu sala til fyrirtækja. Opiðfrá kl. 08.00-16.00. Róttarhálsi 2-110 Rvk - Slmi: 535-8500 - Netfang. info@flora.is Dúkar með sál I versluninni Fríðu frænku við Vest- urgötu svífa gamlir andar yfir vötn- um. Þar er hægt að fá alls kyns fal- lega antíkhluti sem jafnvel hafa átt marga eigendur og hefðu fróðlega sögu að segja gætu þeir sagt frá. Arna í Fríðu frænku segir að alltaf sé góð sala í dúkunum. „Ég tek eftir því að margir kaupa dúka til að hafa í sumarbústöðum, það vill hafa fal- lega útsaumaða dúka sem passa við stemmninguna í bústöðunum,“ seg- ir Arna. Hún segir aðallega konur á miðjum aldri koma við og kaupa sér dúk og að hún merki ekki sér- staklega mun á eftirspurn í Fríðu frænku milli árstíða, dúkar séu vara I Fríöu frænku eru glæsilegir dúkar sem eiga þaö sameiginlegt aö eiga sér langa sögu að baki. Vandaður útsaumur og fallegir, hlýir litir. sem alltaf gangi. Það er ekki seinna eldhús- eða borðstofuborðið. Svo vænna en að kíkja í aðra hvora þess- má alltaf fara í vefnaðarvörubúð ara búða eða aðrar sem selja dúka og spreyta sig á handavinnunni, og skoða úrvalið sem er í boði núna bródera eða hekla dúk fyrir jólin. og finna fallega dúka fyrir stofu-, Kertaljós lýsir upp dimm vetrarkvöld Rómantískir og fág- aðir kertastjakar Það er fátt rómantískara en kertaljós á dimmu vetrarkvöldi. Ljúfur og fallegur loginn glæðir heimilið hlýleika auk þess sem kertaljósið fyllir hjartað af von og trú í vondum heimi. Ef eitthvað eins fallegt og kertalogi er til þá hlýtur heimurinn að vera fullur óvæntra uppákoma. Ekki er það verra ef ylmjúku logarnir sitja á fallegum kertastjaka. Það gerir vonarglætuna bara betri. Blaðið fann nokkra flotta kertastjaka sem myndu prýða hvert heimili. Sérstaklega flott og skemmtileg Rosent- hal kerti. Reyndar eru þau þaö flott að það er vart hægt að kveikja á þeim en sem beturfer brenna þau hægt. Stærra kertið er 37 cm og kostar 3970 krónur en það minna er 28 cm og kostar 1890 krón- ur. Bæði kertin fást i Lif og list I Smáralind. Töff glerkertastjaki sem er bæði vetrar- legur og heillandi. Coach House stjakinn er virðulegur og hentar þvl velflestum heimilum. Stjakinn kostar 6900 krónur og fæst I Debenhams. i Tignarlegur og fallegur kertastjaki sem prýðir hvort sem er á gólfi eða borði. Stjakinn er silfurlitaður og 73 cm á hæð en hægt er að fá fleiri stærðir. Stjakinn fæst I Blómahönnun I Listhúsinu, Laugar- dal og kostar 12500 krónur. Gamaldags og heillandi Coach house kertastjaki sem fyllir hugann af róman- tískum hugleiðingum og ætlunum. Stjak- inn getur ekki annað en fyllt hvert hjarta gleði og fortíðarþrá. Þessi fallegi stjaki fæst i Debenhams og kostar 5900 krónur Fágaður kertastjaki sem er einkar smekk- legur. Stjakinn er úr sandblásnu stáli og gleri sem passar vel saman. Svona vel útlítandi stjaki passar allsstaðar og við allt. Hann fæst í Lif og list i Smáralind og kostar4190krónur.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.