blaðið - 31.10.2005, Page 3
blaðið MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 2005
INNLENDAR FRÉTTIR I 3
Ólafur F. vill skilyrða sölu á hlut Reykjavíkur í Landsvirkjun
Vill að ábyrgöum
Reykvíkinga verði aflétt
„Ég vil að að borgarstjórn Reykja-
víkur geri það að skilyrði fyrir sölu á
44,5% hlut Reykjavikur í Landsvirkj-
un að ábyrgðum Reykvikinga vegna
lántaka Landsvirkjunar verði aflétt
segir Ólafur F. Magnússon, borgar-
fulltrúi Frjálslynda flokksins, en
hann mun flytja tillögu þessa efnis
á næsta borgarstjórnarfundi. I grein-
argerð með tillögunni segist Ólafur
hvað eftir annað hafa varað við því
að Reykvíkingar tækju á sig um 65%
ábyrgð vegna Kárahnjúkavirkjunar
og að ábyrgðirnar gætu hvílt á borg-
arbúum til frambúðar jafnvel þótt
borgin seldi hlut sinn í Landsvirkj-
un eða að fyrirtækið yrði einkavætt.
„Það má alls ekki gerast að borgar-
búar selji hlut sinn í Landsvirkjun
en haldi síðan áfram að bera ábyrgð
á lántöku fyrirtækisins vegna fram-
kvæmdar sem var pólitísk í eðli sínu
en ekki fjárhagslega hagkvæm. Þeir
sem kaupa Landsvirkjun verða að yf-
irtaka ábyrgð lánanna líka,“ segir Ól-
afur sem segist auk þess vera á móti
einkavæðingu raforkufyrirtækja.
„Ég er ekki mótfallinn því að borgin
selji hlut sinn til ríkisins en ég mun
verða á móti því ef ríkið ákveður
siðan að einkavæða fyrirtækið því
þá munu borgarbúar fá að kynnast
mun hærra orkuverði en þeir eru
vanir.“
Næsti borgarstjórnarfundur er á
morgun.
—
Verð frá 2.270.000 kr.
Við óskum Passat-eigendum til hamingju.
Ykkur hinum bjóðum við að koma og kynnast kostum hans af eigin raun.
Aus Liebe zum Automobil
Umboðsmenn um land allt: Höldur hf., Akureyri, sími 461 6020 • HEKLA, Borgamesi, simi 437 2100 • HEKLA, ísafiröi, sími 456 4666 I HEKLA, Laugavegi 174, slmi 590 5000
HEKLA, Reyðarfiröi, sími 470 5100 • HEKLA, Reykjanesbæ, slmi 420 5000 • HEKLA, Selfossi, slmi 482 1416 | www.hekla.is, hekla@hekla.is
Laugar
80 ára afmæli
skólahalds
1 gær var haldin afmælishátíð á
Laugum í tilefni þess að 80 ár eru
liðin frá því að skólahald hófst á
staðnum. Formleg dagskrá var í til-
efni dagsins þar sem Ölafur Ragnar
Grímsson, forseti Islands, Valgerður
Sverrisdóttir, viðskipta- og iðnaðar-
ráðherra, og Jón Kristjánsson, heil-
brigðisráðherra, fluttu ávörp ásamt
fleirum en dagskráin var þéttskipuð
glæsilegum atriðum. Sýningar hafa
verið settar upp um sögu skólans
og voru veitingar i boði. Um kvöld-
ið hélt svo hljómsveitin Mannakorn
tónleika.