blaðið - 02.11.2005, Page 38

blaðið - 02.11.2005, Page 38
38IFÓLK MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005 blaðið TALAÐ UM VEÐRIÐ Smáborgarinn er ansi klofinn persónu- 1 leiki þegar kemur að veðrinu hér á Is- : landi. Að þessu leyti er hann alveg eins og íslenskt veður: Óútreiknanlegur og fullurafmótsögnum.Hannhefurlöng- i um haldið því fram að hann þrffist illa í kulda og trekki, en samt er hann heill- aður af óveðri. Smáborgarinn er því eins konar öfgamaður í veðri. Hann vill annað hvort brakandi sól, hita og logn, eða storm, hríðarbyl og kulda. Þegar hann er staddur í einhverju útlandinu þar sem 35 stiga hiti lam- ar alla er hann sprækur og neitar að kveikja á loftræstingunni til að finna almennilega fyrir hitanum. Það sama er uppi á teningnum þegar hann er svo heppinn að lenda í alvöru óveðri, en þá vill Smáborgarinn helst fara út í labbitúrtil að upplifa veðrið betur. Það er eitthvað svo notaleg tilhugsun að við mannkynið séum enn ekki búin að finna út hvernig við getum haft áhrif á veður. Veður er alltaf á sínum eigin forsendum, það verður ekki keypt og því ekki mútað. Það er ekki með kost- I unaraðila, það er ekki útreiknanlegt : nema að litlum hluta og því er með engu móti hægt að breyta. Veðrið er alls ekki á valdi mannsins og það er ekk- ert nema gott um það að segja. Þess vegna er það ef til vill svona heillandi. Það besta sem Smáborgarinn veit er j að vera veðurtepptur einhvers staðar. Þá skapast óskipulagt og óundirbúið millibilsástand sem ekki er hægt að nýta í neitt gáfulegt. Fundir frestast, verkefni eru sett í frost og fólk verður : að sitja, bíða, drekka mikið kaffi og passa sig á að hlusta á veðurfréttir sem breytast svo eins og vindáttin. Það er bara eitt sem er skemmtilegra en að vera veðurtepptur einhvers stað- ar og það er að vera veðurtepptur ein- hvers staðar og svo verður rafmagns- laust. Þá fyrst skapast glundroði og hamagangur, Fólk rýkur til og finnur helling af kertum og myrkrið skapar allt öðruvísi stemmningu milli manna. Fólk fer að tala um persónulegri hluti því það er jú að ganga í gegnum erfiðar aðstæður og það þjappar mannskapnum saman. Því miður er rafmagnsleysi orðið allt of sjaldgæft með tækniframförum og betri raforku- verum um iand allt. Engum hefur þó enn tekist að taka óveðrið af dagskrá með tækniframförum og vonar Smá- borgarinn innilega að slíkt muni aldr- ei gerast. Hann bíður spenntur inni I hlýju eldhúsi sínu eftir næsta óveðri og er meira að segja með kerti og eldfæri á vísum stað uppi í skáp ef ske kynni að rafmagnið færi nú líka. HVAÐ FINNST ÞÉR? Örn Árnason, leikari og „fyrrverandi forscetisráðherra“ Hvað finnst þér um kaup- réttarsamninga stjórn- enda KB banka? „Það er alvega borðleggjandi að ég er í vitlausum bransa. Ég hefði auðvitað átt að fara í viðskiptafræðina og kaupa mér hlut í KB banka. Ég dauðsé eftir því að hafa ekki gert það á sínum tíma. En verður maður ekki bara hræddur þegar maður á svona mikinn pening? Ég held að ég myndi ekki höndla ábyrgðina sem fylgir því. Allir alltaf að hringja í mann og biðja um pening og svona. Ég er afskaplega sáttur með mitt.“ Örn segist ekki hafa hugleitt að storma niður í banka og taka út inneign sína. „Þarf þá ekki að vera eitthvað til? En annars er þetta allt svo svipað. Er þetta ekki bara sami grautur í sömu skál? Það skiptir engu máli hvar þetta er geymt held ég.“ Madonna segir Gwen Stefani hermikráku Söngkonan Madonna segir Gwen Stefani vera hermikráku og að hún hafi hermt eftir sér aftur og aftur. Hún segir að þær vinni mikið með sama fólkinu og að hún steli hugmyndum frá sér. „Hún giftist Breta, og hugsar mikið um tísku eins og ég en mér er nokk- _ Húnersætog hæfileikarík.“ . / * er ljóshærð uð sama. Fröken brjósta- skora Hollywood Jessica Simpson hefur verið nefnd sú sem hefur bestu brjóstaskor- una í Hollywood. Jessica var hæst í skoðanakönnun í Touch Weekly Magazine. Fleiri sem voru á topp tíu listanum voru Carmen Electra, Mariah Carey og Halle Berry. „Jessica er með fullkomið par og setur mælikvarða fyrir glæsileg brjóstvar sagt í tímaritinu. Bruce hrifinn af Halle Berry Bruce Willis hefur verið giftur Demi Moore og orðaður við nokkrar stjörnur í Tinseltown. Nú hefur hann hins vegar viðurkennt að hann vilji hefja alvöru samband við Halle Berry og breyta sambandinu úr vinskap í ástarsamband. Bruce og Halle voru nágrannar og munu fljóttlega leika saman í mynd. Bruce var vanur að hlaupa í kringum Halle og reyna við hana þegar þau bjuggu nálægt hvort öðru og var vonsvikinn þegar Halle flutti í burtu. En Halle virðist líka ákaflega hrifin af Bruce þó ekki sé nema vinnulega séð. Hún fór til Bruce og bað hann um að leika með sér i mynd- inni Perfect Stranger og lét hann fá handritið. Bruce hefur viðurkennt að hann sé hrifinn af Halle en hún sagði: „Maður skal aldrei segja aldrei en að flytja í burtu hjálpaði ekki til við rómantíkina." Björn Ingi Hrafnsson: „Ég vakti athygli á stefnubreytingu frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins að því er varðar hugmyndir um eyjabyggð á Sundunum á dögunum og í kjölfarið hefur nokkuð verið fjallað um málið í fjölmiðlum. Athygli vekur að nú virðast báð- ir frambjóðendurnir sem keppast um oddvitasætið á lista sjálfstæðis- manna vera komnir á flótta undan eigin hugmyndum. Þegar þær voru kynntar í maí var því slegið fram sem stórfrétt og fullyrt að Sjálfstæð- isflokkurinn hefði tekið frumkvæði í skipulagsumræðunni. Hvergi var gefið þá í skyn að um væri að ræða einhverja dýra framtíðarmúsík sem ekki ætti að koma til sögunnar fyrr en eftir áratugi." http://www.bjorningi.is/ „Ég minnist þess að fyrir síðustu alþingiskosningar gerðum við fram- sóknarmenn könnun á auglýsinga- verðum helstu fjölmiðla, enda mikilvægt að nýta takmarkaða fjár- muni sem best. Okkar niðurstaða var sú að auglýsingar í sjónvarpi og útvarpi væru alls ekki dýrari en dagblaðaauglýsingar og í mörg- um tilfellum hagstæðari miðað við auglýsingagildið innan ákveðinna aldurshópa. Var þá eitthvað ólýðræðislegt að auglýsa með sem hagkvæmustum hætti? - Auðvitað ekki. Allir sjá að eitthvað tal um að banna auglýsing- ar í ljósvakamiðlum er marklaust ef allt er vaðandi í auglýsingum alls staðar annars staðar; í dagblöð- um, á flettiskiltum og svo framveg- is. Þetta er einfaldlega fylgifiskur lýðræðisins og ef vilji er til þess að halda prófkjör er ljóst að frambjóð- endur verða með einhverjum hætti að koma sjálfum sér á framfæri. Og ein leið til þess eru auglýsingar. Og eins og sést hefur hjá sjálfstæðis- mönnum í borginni undanfarnar vikur, getur slíkt greinilega verið afar kostnaðarsamt og ekki fyrir hvern sem er að fjármagna slíkt.“ http://www.bjorningi.is/ „Ég er búin að margsegja þér að okkur vantar nýja dýnu " HEYRST HEFUR... Lítið álit Halldórs Ásgríms- sonar á Pálma Gests- syni leikara, sem tilnefndur hefur verið til Eddu-verðlauna fyrir túlkun á forsætisráðherr- anum, hefur vak- ið mikla athygli. Halldór sagði í laugardagsþætti á Talstöðinni að Pálmi hefði aldrei haft fyr- ir að heilsa honum eða kynna sér karakterinn. Eitthvað virð- ist ráðherranum hafa förlast því til er mynd af þeim félög- um kampakátum, honum og Pálma í gervinu, sem tekin var á tröppum Stjórnarráðsins... 09Mb Rðstoðar- r ••maðurHall- dórs, Björn Ingi Hrafnsson, fer mikinn þessa daganaþóttlágt fari. Björn Ingi er talinn einn mesti spunadoktor íslandssög- unnar og hefur marga sigra unnið í þágu annarra. Nú snýst barátta hans um eigin frama og hann er sagður hafa gert banda- lag við Alfreð Þorsteinsson um að standa næstur honum á lista Framsóknar til borgarstjórnar. Stjórnmálafræðingar, sérhæfð- ir í spuna, telja sumir hverjir augljóst að Björn Ingi ætli sér efsta sætið og Alfreð út í ystu myrkur... BjörnBjarna- son fagnar nýrri skoðana- könnun sem bendir til þess að Sjálfstæðis- flokkurinn nái hreinum meiri- hluta í borginni. Jafnframt not- ar hann tækifærið til að skjóta föstum skotum að Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. „Hvað skyldi Ingibjörg Sólrún gera næst til að auka fylgið? Hún hef- ur spilað út nýrri skattastefnu upp á sitt eindæmi, án þess að stuðningurinn vaxi. Nú síðast kynnti hún nýja sjávarútvegs- stefnu upp á sitt eindæmi. Hvað gerir hún næst? Leggur hún til að össur verði formaður að nýju?“ spyr Björn Bjarnason á heimasíðu sinni. Heimilda- m e n n Blaðsins inn- an 365 segja að það sé síður en svo rétt að samstarfið í íslandi í dag sé ekki eins og best verður á kosið, eins og gefið var í skyn í þessum dálki í gær. Þvert á móti gangi það afar vel og að mikill hugur sé í fólki í harðri samkeppni. Bent er á að ísland í dag þurfi að sætta sig við mun minni mannskap en samkeppn- isaðilinn Kastljósið, bæði hvað varðar umsjónarmenn og tækni- menn. Þrátt fyrir það hafi pró- grammið styrkst til muna, sem er svo sannarlega rétt.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.