blaðið - 14.11.2005, Síða 22
30 I ÍPRÓTTIR
MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2005 blaöÍA
Valsmenn
úrleik
Valsmenn eru fallnir úr
Evrópukeppni félagsliða í
handbolta þrátt fyrir að hafa
unnið sænska liðið Skövde
með tveggja marka mun,
24:22, í Laugardalshöll. Sví-
arnir unnu hins vegar fyrri
leikinn með sjö marka mun,
35:28, þannig að samanlögð
markatala þeirra er betri.
Baldvin Þorsteinsson og Mo-
hamed Loutufi voru marka-
hæstir í liði Vals í gær með 5
mörk hvor. Pálmar Péturs-
son stóð sig vel í markinu en
hann varði 19 skot í leiknum.
Evrópukeppnin:
Haukartöp-
uðuáítalíu
Haukar eru úr leik í meistara-
deild Evrópu í handbolta, en
hðið tapaði í gær fyrir ítalska
liðinu Merano 31:27. Staðan var
17:12 í hálfleik, ftalska liðinu í
vil. Leikurinn var úrslitaleikur
um þriðja sætið í riðlinum sem
hefði veitt keppnisrétt í EHF
keppninni. Haukarnir voru und-
ir nær allan leikinn, en um miðj-
an seinni hálfleik náðu þeir að
jafna leikinn 23:23. Italarnir
voru sterkari á lokasprettinum.
Jón Karl Helgason skoraði fiest
mörk Hauka í gær, eða 7 talsins.
GLUCOSAMINE & CHONDROITIN
EXTRA STERK LIÐAMÓT
GÓÐ HEILSA-GULLI BETRI
Englendingar ánægðir
með sigurinn á Argentínu
Sven Göran Eriksson, landsliðsþjálf-
ari Englands í knattspyrnu, segir að
frammistaða liðsins í landsleiknum
gegn Argentínu á laugardag hafi
verið frábær, ekki síst vegna þess að
Argentínumenn hafi teflt fram öll-
um sínum skærustu stjörnum. Það
var Michael Owen sem stal senunni
í leiknum en tvö mörk frá honum
á sfðustu fjórum mínútum leiksins
tryggðu Englendingum 3-2 sigur.
Það var Hernan Crespo sem skoraði
fyrsta mark leiksins á 34. mínútu eft-
ir að fjölmörg marktækifæri höfðu
farið í súginn og þar af hafði eitt
mark verið dæmt af honum. Það tók
Englendinga þó aðeins fimm mín-
útur að jafna leikinn og það gerði
Wayne Rooney eftir sendingu frá
David Beckham. Staðan var því jöfn
í hálfleik 1-1.
Sama spenna var í síðari hálfleik
og i þeim fyrri. Þannig átti Frank
Lampard tvö skot rétt framhjá
marki Argentínumanna áður en
þeir síðarnefndu náðu aftur foryst-
unni með skallamarki frá Walter
Samuel sem Paul Robinson náði
ekki að verja. Englendingar gáfust
þó ekki upp og Beckham og Lamp-
ard áttu skot rétt framhjá áður en
Michael Owen greip til sinna ráða á
lokamínútunum og tryggði Englend-
ingum sigurinn eins og áður sagði.
Frá leik Englands og Argentínu
Cole til
Real Madrid
Ashley Cole, bakvörður Arsenal, er
á leið til spænska stórliðsins Real
Madrid í sumar fyrir um 8 milljónir
punda, eða um 1 milljarð króna, að
sögn breska blaðsins Sunday Mirr-
or. Cole, sem jafnframt er vinstri
bakvörður enska landsliðsins, hefur
verið fjarri góðu gamni að undan-
förnu vegna fótbrots, en hann mun
vera með klásúlu í samningi sínum
við Arsenal sem heimilar honum
að skipta um félag. Cole, sem er 24
ára, framlengdi samning sinn við
Arsenal í sumar um tvö ár en hann
komst í fréttirnar fyrir nokkru
þegar hann átti í leynilegum viðræð-
um við Chelsea. Þegar þær viðræður
komust upp var hann sektaður um
70 þúsund pund og samskipti Arsen-
al og Chelsea hafa verið stirð allar
götur siðan.
Real Madrid mun líta á Ashley
Cole sem arftaka brasilíska lands-
Knattspyrnuúrslit Arnarog
helgarinnar
Ránarmeð
Leikir um laus sæti á HM -fyrri leikur
stórleik
Noregur-Tékkland 0-1
Sviss-Tyrkland 2-0 Arnar Þór Viðarsson átti mjög
Úrugvæ - Ástralía 1-0 góðan leik með Lokeren á
Spánn - Slóvakía 5-1 móti Sprimont í belgísku bikarkeppninni á laugardags- kvöld. Hann skoraði sigurmark
Vináttulandsleikir Lokeren sem sigraði 2-1 í leiknum. Sprimont komst yfir
Portúgal - Króatía 2-0
í leiluium en náði ekki að
Argentína - England 2-3 íylgja góðri byrjun eftir í síðari
S. - Kórea - Svíþjóð 2-2 hálfleik. Þá kom Rúnar Krist- insson inn á og var allt í öllu
Finnland - Eistland 2-2 í leik Lokeren. Goran Drulic
Holland -Italía 1-3 jafnaði leikinn fyrir Lokeren
Hv. Rússland - Lettland 3-1 á 57. mínútu og nokkrum mínútum síðar skoraði Arnar
Frakkland - Þýskaland 0-0 sigurmarkið dýrmæta sem
Búlgaría - Georgía 6-2 tryggði Lokeren sæti í 16 liða
Lichtenstein - Makedónía 1-2 úrslitum bikarkeppninnar.
Skotland - Bandaríkin 1-1
Ashley Cole
liðsmannsins Roberto Carlos, sem
hefur átt frábæran feril hjá Real
Madrid. Fyrir hjá liðinu eru tveir
Englendingar, David Beckham og
Jonathan Woodgate, en Michael
Own yfirgaf félagið í sumar og gekk
til liðs við Newcastle.
EÍISHI '|
B O LT I N
Splunkunýr spurningaþáttur um fótbolta, fótbolta og meiri fótbolta.
SPARK er óhefðbundinn spurningaþáttur um fótbolta sem stjórnað er af
Stefáni Pálssyni sem jafnframt er höfundur spurninga.
Honum til aðstoðar er stuöboltinn Þórhallur Dan, knattspyrnukappi með meiru.
Sýndur á SKIÁEINUM og Enska Boltanum á föstudögum, kl. 20.00.
©
SKJÁR EINN
Laugardaga kl. 22.30 • Sunnudaga kl. 22.30 • Föstudaga kl. 19.30