blaðið - 22.11.2005, Blaðsíða 4

blaðið - 22.11.2005, Blaðsíða 4
4 I IWWLEWDAR FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 2005 blaðið Byggingakostnaður: Lítil breyting Vísitala byggingarkostnaðar er nú 316,6 stig miðað við verðlag um miðjan nóvember sam- kvæmt útreikningum Hagstof- unnar. Þetta er óbreytt tala frá fyrra mánuði en alls hefur vísi- talan hækkað um 3,9% frá því í desember í fyrra. Vinnuliðir vísitölunnar hafa hækkað um 5% á þessu tímabili og þá aðal- lega vegna þess að í kjarasamn- ingum flestra félaga iðnaðar- og verkamanna var kveðið á um hækkun launa í ársbyrjun 2005. Þá hefur efnisliður vísi- tölunnar hækkað um 3,1%. Utanríkismál: Loftferða- samningar í síðustu viku náðist samkomu- lag um texta loftferðasamnings milli Islands og Mongólíu annars vegar og Islands og Qatar hins vegar. Samningar þessir eru hluti af þeirri áætlun samgönguráðuneytis og utan- ríkisráðuneytis um loftferða- samninga við ríki utan EES en forsenda útrásar íslenskra flugfélaga er að hluta bundin því að ísland hafi loftferða- samninga sem heimila þeim flug í viðskiptalegum tilgangi. Verðsamráð olíufélaganna: Um 80 manns yfirheyrðir Rannsóknargögn á annan tug þúsunda blaðsíðna. Mögulegt að meðferð samkeppnisyfir- valda útiloki frekari málsóknir. BlaöiS/lngó Samkeppnisráð taldi að olíufélögin hafi hagnast um 6,5 milljarða á ólögmætu verðsam- ráði. Ætluð brotatilvik skipta hundruðum samkvæmt rannsókn ríkislögreglustjóra. Rannsókn ríkislögreglustjóra á ol- íufélögunum lauk í síðustu viku og hefur málið verið sent ríkissaksókn- ara. Þetta kom fram í fréttatilkynn- ingu frá ríkislögreglustjóra sem send var út í gær. Ríkissaksóknari mun nú fara yfir rannsóknargöng og niðurstöðu rannsóknar efnhags- brotadeildar og ákveða framhaldið. Umfangsmikið mál Fram kom í fréttatilkynningu ríkislögreglustjóra að um 80 einstak- lingar hafi verið yfirheyrðir vegna rannsókn málsins í um það bil 150 yfirheyrslum. Þá er greint frá því að rannsóknin hafi verið umfangs- mikil og að rannsóknargögn skipti á annan tug þúsund blaðsíðna og ætluð brotatilvik hundruðum. Mál olíufélaganna hefur nú verið í rann- sókn ríkislögreglustjóra frá því síðari hluta ársins 2003 þegar sam- keppnisstofnun gerði embættinu við- vart um að rökstuddur grunur léki á að um refsiverð brot væri að ræða. Fé- lögin voru í fyrra dæmd til að greiða alls 2,6 milljarða í stjórnvaldssektir vegna ólögmæts verðssamráðs en þeim úrskurði var áfrýjað. Áfrýjun- arnefnd samkeppnismála lækkaði þá sektirnar um rúman milljarð eða niður í 1,5 milljarð. Esso var gert að greiða 495 milljónir, Olís 500 millj- ónir og Skeljungi um 450 milljónir. Öll félögin hafa áfrýjað þessum úr- skurði. I rannsókn samkeppnisráðs á verðsamráði olíufélaganna var talið að félögin hefðu hagnast um 6,5 milljarða á því níu ára tímabili sem rannsóknin náði yfir. í höndum ríkissaksóknara Að sögn Jón H.B. Snorrasonar, sak- sóknara hjá embætti ríkislögreglu- stjóra, leiddi rannsókn málsins í ljós rökstuddan grun um brot á ákvæðum samkeppnislaga. Hann segir að málið liggi nú hjá ríkissak- sóknara sem þurfi að taka afstöðu til þess hvort að umrædd fyrirtæki og eða einstaklingar verði yfir höfuð sótt til saka. „Ríkissaksókn- ari þarf að taka afstöðu til þess hvort að þarna sé um að ræða ábyrgð ein- staklinga og eða lögaðila og hvaða áhrif það kynni að hafa á t.d. útgáfu ákæra á hendur félögum. Kann það að hafa þau áhrif að samtímis eigi það að leiða til refsiábyrgðar lögað- ila eða hefur meðferð samkeppnisyf- irvalda gagnvart lögaðilunum tæmt málið gagnvart því. Það eru ýmiss grundvallaratriði sem ríkissak- sóknari einn tekur afstöðu til.“ Jón segir málið vera flókið og mikið en neitar því að hluti þess sé mögulega fyrndur enda sé brotið samfellt og því miðist fyrning við lok grunaðs brotatímabils sem sé árslok 2001. Hann segir ennfremur að þó margir einstaklingar hafi verið yfirheyrðir vegna málsins liggi fyrir að sumir beri meiri ábyrgð en aðrir. „Rann- sóknarniðurstöðurnar fjalla um það hverjir samkvæmt rannsókn- inni bera meiri ábyrgð en aðrir. En það liggur náttúrulega fyrir hverjir taldir eru hafa ráðið mestu og aðrir minnu," segir Jón og bætir við að nokkur tími kunni að líða áður en niðurstöðu ríkissaksóknara sé að vænta. ■ íslenskt þvottaefni fyrir allan þvott w/ • Þróað og framleitt á Islandi með tilliti til eiginleika íslenska vatnsins. • Þvær við lægra hitastig og inniheldur lífhvata sem vinna fljótt og vel á hvers kyns óhreinindum. • Ber Hvíta svaninn, Norræna umhverfismerkið. Eðlilegt að þeir svari fyrir dómstólum segir Jóhannes Gunnarsson Jóhannes Gunnarsson, formaður neytendasamtakanna, segir eðli- legt að hið opinbera fari með mál á hendur þeim sem eru ábyrgir fyrir verðsamráði olíufélagana. Neytenda- samtökin vænta þess að prófmál þeirra verði tekið fljótlega til efnis- legrar meðferðar fyrir héraðsdómi Reykjavíkur. Skaðabótamál Neytendasamtökin hvöttu fólk á sínum tíma til að koma með kvitt- anir fyrir bensín- og díselkaupum svo hægt yrði að höfða skaðabóta- mál á hendur olíufélagana. Jóhannes segir að um hundrað einstaklingar hafi skilað inn nótum og nú bíði mál efnismeðferðar fyrir héraðs- dómi Reykjavíkur. „Það mál sem við erum að sækja núna það er það beina tjón sem neytandinn verður fyrir að okkar mati. Þetta er prófmál og ég hlýt að ganga út frá því að við vinnum það mál og þá myndum við óska viðræðna við olíufélögin gagn- vart öðrum þeim sem hafa komið hingað með kvittanir.“ Verða að minnka gróðann Jóhannes leggur áherslu á það í máli sínu að þeir aðilar sem voru ábyrgir Jóhannes Gunnarsson telur tjón samfé- lagsins vegna verðsamráðs olíufélagana nema tugum milljörðum. fyrir verðsamráðinu verði dregnir fyrir dóm. Hann hefur fulla trú á því að markaðurinn í dag komi í veg fyrir að olíufélögin geti ýtt mögu- legum sektargreiðslum út í verðlagið. „Ég minni á það að það er olíufélag komið inná markaðinn sem er ekki með á bakinu sektargreiðslur til rík- issjóðs útaf ólögmætu verðsamráði," segir Jóhannes og bætir við „ef sam- keppnin virkar og er í lagi þá geta einn eða tveir aðilar ekki komið þessum sektargreiðslum út í samfé- lagið. Samkeppnin einfaldlega leyfir það ekki. Þeir verða bara að minnka gróðann.“ ■ Lúðvík Bergvinsson Vill að ríkið höfði skaða- bótamál Engar ákvarðanir hafa verið teluiar af hálfu ríkisins um mögulegt skaðabótamál á hendur olíufélögunum. Lúðvík Bergvinsson, alþingismaður, lagði fram fyrirspurn í febrúar sl. um afstöðu ríkisstjórnar- innar í þessu máli þar sem kom fram að ríkið væri að skoða réttarstöðu sína. í gær hugðist Lúðvík inna eftir þessu máli en fyrirspurn hans komst ekki á dagskrá. „Það sem snýr að ríkinu er spurning um bóta- kröfur. Geir [H. Haarde] sagðist vera hugsa málið á sínum tíma og nú er áfrýjunarnefnd búin að komast að niðurstöðu og lögreglan búin að senda málið frá sér og því eðlilegt að spyrja þá aftur en hún komst ekki að fyrirspurnin," segir Lúðvík og bætir við „ég tel sjálfsagt að ríkið gæti hagsmuna almenn- ings. Itilvikum eins og þessum þar sem augljóslega er um að ræða kannski alvarlegustu aðför að hagsmunum neytenda í sögu landsins þá ftnnst mér alveg fráleitt ef ríkið ætlar að sitja hjá. Það voru fjölda stofn- ana ríkisins sem urðu fyrir barðinu á þessu verðsamráði. Spurningin er bara hvaða skila- boð ætlar ríkið að senda frá sér. Sættir það sig við þetta verð- samráð eða telja menn eðlilegt að menn gæti hagsmuna sinna eins og sveitarfélögin gera, eins og önnur félög eru að gera.“

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.