blaðið - 22.11.2005, Blaðsíða 8

blaðið - 22.11.2005, Blaðsíða 8
8 I ERLENDAR FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 2005 blaAÍA í CIA stundar ekki pyntingar Porter Goss, forstjóri CIA segir stofnunina beita sérstökum og nýstárlegum aðferðum við yfirheyrslur en ekki pyntingar. Hann segir aðferðir sem yrðu bannaðar samkvœmt nýju frumvarpi hafa leitt til mikilvægra upplýsinga. George Bush, Bandaríkjaforseti, hefur heitið því að faeita neitunarvaldi til að koma í veg fyrir frumvarp sem setur hömlur á þá sem sinna yfirheyrslum á vegum stjórnvalda. Tíu uppreisnar- menn skotnir til bana Filippeyskar hersveitir drápu ío skæruliða kommúnista og særðu 15 í áhlaupi á uppreisnar- menn á eyjunni Leyte. Leið- togar vinstri manna hafa gagn- rýnt aðgerðir hersins harkalega og kallað þær fjöldamorð á bændum og fjölskyldum þeirra. „Þetta voru fátækir bændur sem mótmæltu landbótaáætl- unum,“ sagði Robert de Castro, einn af leiðtogum vinstri flokks- ins Bayan Muna. „Það var eng- inn skotbardagi. Þeir voru strá- felldir f skothríð hermannanna." Herinn sagði að mennirnir hefðu tilheyrt Nýja lýðhernum, hernaðararmi Kommúnista- flokks Filippseyja sem hefur verið i forsvari fyrir uppreisnar- aðgerðir sem hafa orðið meira 40.000 manns að bana síðan seint á sjöunda áratugnum. Uppreisnin hefur ennfremur dregið úr fjárfestingum og hægt á framþróun í sveitum landsins sem er eitt það fátæk- asta í suðausturhluta Asíu. Herforingi sagði að her- mennirnir hefðu ráðist til atlögu á hrísgrjónaakri við bæinn Palo eftir að þeim barst til eyrna að þar væru um 40 vopnaðir menn. Hann sagði að einn uppreisnarmannanna hefði svikið félaga sína og leitt hermenn að kofa á hrísgrjóna- akri þar sem félagar f Nýja lýðhernum sátu á fundi. Porter Goss, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar (CIA), segir að leyniþjónustan fari að lögum sem banna pyntingar en beiti stundum .sérstökum og nýstárlegum" að- ferðum til að afla upplýsinga frá föngum. „Þessi stofnun stundar ekki pyntingar. Pyntingar gefa ekki góða raun,“ sagði Goss í viðtali við Porter Goss, forstjóri Bandarísku leyni- þjónustunnar, segir aö stofnunin beiti ekki pyntingum viö yfirheyrslur. bandaríska dagblaðið USA Today í gær. „Við beitum löglegum aðferðum til að afla mikilvægra upplýsinga og við notum til þess fjölda sérstakra og nýstárlegra aðferða sem allar eru löglegar,11 sagði Goss og bætti við að engin þessarra aðferða flokkaðist sem pyntingar. Þetta var fyrsta viðtal við Goss síðan deila blossaði upp á milli George Bush, forseta, og Öldunga- deildar Bandaríkjaþings um hvort setja eigi hömlur á þær aðferðir sem megi beita við yfirheyrslur á föngum. Dick Cheney, varaforseti og fleiri háttsettir embættismenn í ríkisstjórn Bush, hafa haldið því fram að ekki megi leggja of miklar hömlur á starfsaðferðir þeirra sem sjá um yfirheyrslur fyrir bandarísk stjórnvöld. Bush hefur heitið því að beita neitunarvaldi gegn fjárlaga- áætlun fyrir varnarmál ef í henni verður að finna breytingartillögu McCains. Neitar að tjá sig um leynileg fangelsi Goss sagði að formlega hefði CIA ekki skoðun á tillögum John McCain, öldungadeildarþingmanns repúblikana, um að leggja bann við grimmilegri, ómannúðlegri eða niðurlægjandi meðferð á varðhalds- föngum CIA eða hernaðaryfirvalda. Hann fór þó ekki í grafgötur með að aðferðir sem yrðu bannaðar sam- kvæmt áætlunum McCains hefðu leitt til mikilvægra upplýsinga. Goss vildi ekki ræða nánar í hverju hinar sérstöku yfirheyrsluaðferðir CIA væru fólgnar. Hann neitaði jafn- framt að ræða frásagnir dagblaðsins The Washington Post og mannrétt- indasamtakanna Human Rights Watch um að CIA ræki leynileg fang- elsi í herstöðvum í Austur-Evrópu. VOLVOS40 VOLVOV50 VOLVO S60 VOLVOV70 VOLVOS80 VOLVO XC70 AWD VOLVOXC90AWD VELOU VOLVO V50 FYRIR NOTAGILDIÐ Volvo V50 er stærðfræðileg snilld, sportlegur og fullur af lífsorku. Hann er spameytinn og slær keppinautum sínum við fyrir glæsileika, aksturseiginleika og tæknibúnað. Áratuga umhyggja Volvo fyrir öryggi fjölskyldunnar og þörfum hennar kristallast í Volvo V50. Áhersla á markvissa hönnun skutbíla setur Volvo V50 á stall hjá fjölskyldufólki sem leitar að réttu samræmi rýmis og hleðslu, þar sem rétt þyngdardreifing skerðir ekki aksturseiginleika skutbilsins. Veldu sér- hannaðan herragarðsbíl frá Volvo: Volvo V50. Þú finnur notagildið sem hann færir þér og þlnum I leik og starfi. Mikill staðalbúnaður einkennir Volvo Þú færð mikinn staðalbúnað í Volvo V50: WHIPS bak- hnykksvörn, SIPS hliðarárekstrarvamarkerfi, stöðugleikastýr- ingu og spólvörn, ABS hemlakerfi með EBD hemlajöfnun, 4 loftpúða auk hliðarloftpúða, tölvustýrða loftkælingu með hitastýringu, hágæða hljómflutningstæki með 8 hátölurum, rafdrifnar rúður, upphituð sæti, 16“ álfelgur og margt fleira. Þú velur um skemmtilegar vélar í Volvo V50. Hinar geysi- öfiugu 170 og 220 hestafla vélar mörkuðu tímamót í bíl- greininni fyrir nýstárlega hönnun og tæknibúnað. Nú færðu Volvo V50 með óvenjusprækri 125 hestafla 1,8 lltra vél og enn meiri búnaði en áður. Komdu í Brimborg. Heimsbíll ársins í fyrsta sinn í sögunni Volvo V50 var tilnefndur sem „Heimsbíl ársins 2005“ og bætist tilnefningin við flóru viðurkenninga Volvo V50 og Volvo S40 en Volvo S40 er m.a. bíll ársins á íslandi. Öryggi er lúxus. Veldu Volvol Komdu í Brimborg. Spurðu söluráðgjafa Volvo á íslandi um verð og gæði. Við gerum þér gott tilboð um staðgreiðsluverð fyrir gamla bílinn. Finrtdu fegurðina sem býrí gæðum einfaldleikans. Skoðaðu nýtt stjómborðið sem ekki átti að vera hægt að framleiða. WORLD CAK OF THEYEAR AWARDS Volvo V50 bensín. Verð fra 2.545.000 kr.* Volvo V50 dísil. Verð fra 2.845.000 kr.* * Brimborg og Volvo áskilja sór rétt til að breyta veröi og búnaði án fyrirvara og að auki er kaupverö háð gengi. Nánari upplýsingar veita söluráögjafar Brimborgar.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.