blaðið - 22.11.2005, Blaðsíða 26

blaðið - 22.11.2005, Blaðsíða 26
34 I KVIKMYWDIR ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 2005 blaðiö Nœr upp- selt á Trost- rósar tónleika Sala á Frostrósartónleika hefur gengið mjög hratt og var nær upp- selt í gær áður en almenn miðasala hófst. Um er að ræða jólatónleika ís- lensku dívanna Margrétar Eir, Völu Guðna, Védísar Hervarar, Regínu Ósk, Guðnýjar Árný, Röggu Gísla og Hönsu (Jóhönnu Vigdísar) en ásamt þeim mun koma fram 25 manna stórhljómsveit ásamt gestasöngvur- unum Bjarna Arasyni, Leone Ting- anelli og Gunnari Guðbjörnssyni í Laugardalshöllinni ío.desember. ICELANDIC FOLK GUITAR ISLANCIO fcaturing Richard Gillis on irumpet Ný útgáía Icelandic Folk Nýr diskur er kominn til landsins með gítarleikaranum Birni Thor- oddsen, Gunnari Þórðarssyni, Jóni Rafnsyni ásamt kanadíska trompet- leikaranum Richard Gillis sem er gestaleikari á plötunni. Diskurinn hefur áður komið út í Kanada þar sem hann hlaut afbragðs dóma og góðar viðtökur.Að sögn útgefanda hefur skemmtileg túlkunþeirra á íslensku þjóðlögunum hvarvetna notið hylli á sviði heimstónlistar og hefur tónlist þeirra meðal annars náð inn á útvarpsstöðvar í Kanada, Bandaríkjunum, Svíþjóð, Kína og Japan. Úr atriði Skrekkur 2005 Hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkur og ÍTR verður haldin hátíðleg í Borgarleik- húsinu í kvöld þegar sex skólar mætast og keppa um sigurinn. í síðustu viku voru þrjú undan- úrslitakvöld þar sem fulltrúar frá 27 skólum reyndu að kom- ast á úrslitakvöldið. Það voru svo Austurbæjarskóli, Árbæjar- skóli, Álftamýrarskóli, Haga- skóli, Hlíðaskóli og Réttarholts- skóli sem tryggðu sér rétt til þátttöku í kvöld. í fyrra sigraði Laugalækjarskóli svo að nýr sig- urvegari verður krýndur áður en kvöldið er úti. Skrekkur er nú haldinn í fimmtánda skipti og að þessu sinni hafa 945 unglingar tekið )átt. Það verður að teljast ágætt )ar sem þetta þýðir að rúmlega fimmti hver nemandi í grunn- skólum Reykjavíkur hefur verið með. Þá eru ótaldir þeir nemendur sem tekið hafa þátt í forkeppnum innan hvers skóla. Fyrir löngu er orðið uppselt á viðburðinn í Borgarleikhúsi en áhugasamir geta þó fylgst með beinni útsendingu á veftíví Símans á slóðinni www.siminn. is/skrekkur. Jólin eru að koma meðKKogEllen 12 Tónar hafa gefið út geisladiskinn Jólin eru að koma með systkinunum Kristjáni og Ellen Kristjánsbörnum. Á disknum er safn jólalaga sem eru í uppáhaldi hjá þeim systkynum en þar má nefna lög eins og Yfir fann- hvíta jörð, Bjart er yfir Betlehem, Jólin eru að koma og Heims um ból. Jólin eru að koma heitir í höfuðið á samnefndu lagi sem finna má á disknum. Það lag hefur lengi verið í uppáhaldi hjá þeim systkinum enda drukku þau það í sig með móður- mjólkinni. Elín frá Ökrum, amma þeirra KK og Ellenar, er höfundur lags og texta. Tónlistin er greinilega í fjölskyldunni. Á þessum nýja jóla- disk er farið óhefðbundna leið við út- setningar á klassískum jólalögum og leitast við að gera diskinn persónu- legan og lausan við óþarfa skraut. KK og Ellen útsettu og KK lék á gítar og munnhörpu. Þeim til aðstoðar voru Pétur Grétars á klukkuspil og slagverk, Sigurður Guðmundsson á píanó og Róbert Þórhallsson á kontrabassa. Þau KK og Ellen munu fylgja plötunni eftir með tónleika- haldi um land allt. Útgáfutónleikar þeirra verða haldnir í Fríkirkjunni í Reykjavík þann áttunda desember. KK og Ellen munu svo halda í stutta tónleikaferð um landið í kjölfar útgáfutónleikanna og verður leikið á eftirfarandi stöðum: 11. desember Græni Hatturinn Akureyri 13. desember Borgarneskirkja 14. desember Patreksfjarðarkirkja 15. desember Landakirkja Vestmannaeyjar Miðasala hefst á morgun á midi.is, í verslunum Skífunnar og BT verslunum. Tónleikarnir byrja allir klukkan 20:30. Eldbikarinn Besta Pottermyndin til þessa Viðtökur við nýju Harrý Potter myndinni, Eldbikarnum, hafa verið góðar erlendis en gagnrýnendur eru sammála um að það hafi mikið gildi að sjá leikarana eldast í hlut- verkum sínum. Nýja myndin er öllu meira ógnvekjandi en þær fyrri enda verður bókaserían sífellt skelfi- legri og raunsærri, ef hægt er að nota slíkt orð um ævintýri, eftir því sem Harrý eldist. Eldbikarinn var töluvert lengri en fyrri bækurnar og svo koma mætti sögunni fyrir í mynd varð að klippa út alls kyns aukafléttur sögunnar svo sem eins og þá er laut að húsálfinum Dobbý og húsálfa-réttindabaráttu Hermi- one. í þessari mynd er loks komið að Voldemort að taka sín fyrstu skref á hvíta tjaldinu en til verksins var feng- inn enginn annar en hinn geðþekki Ralph Fiennes sem hefur vakið at- hygli fyrir ýmis hlutverk hjartaknús- ara i fortíðinni. Til að koma þessum myndarlega leikara í gervi hins illa útlítandi Voldemorts var höfuð leikarans, handleggir og bringa rökuð. Hann var svo meikaður með fölum litum og aukið á sýnileika æðakerfisins til að gefa hugmynd- inni um líkamningu Voldemorts aukið vægi. Fiennes segir að Volde- mort sé greinilega nýr í þessum lík- ama, „Hann nýtur þessa nýja krafts greinilega." Myndin er tveggja og hálfs tíma löng en góðar brellur og skelfileg skrímsli, auk æsispenn- andi söguþráðar, lætur tímann líða á ógnarhraða. The Hollywood Re- porter segir Eldbikarinn bestu Pott- ermyndina til þessa og blöð eins og Newsweek og New York Post taka í sama streng bladid.net Farðu á WWW og losaðu þig við gamla dótið eða hringdu í Smáauglýsingasíma Blaðsins 510-3737 — ð lösa þiff við ffamla bilinn? Smaauglysingar Blaðsms losa þig við gamla bílinn hratt og órugglega, á aðeins /jrr

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.