blaðið - 22.11.2005, Blaðsíða 15

blaðið - 22.11.2005, Blaðsíða 15
blaðið ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 2005 LESENDABRÉF I 15 Rukkað fyrir að standa í röð Breiðholtsbúi skrifar: Ég fór í Smáralindina á sunnudag til þess að taka út peninga af bók í útibúi Landsbankans þar, en það útibú er opið flesta daga ársins og lengur en önnur útibú bankans. Gjaldkerarnir voru indælir og duglegir, en samt verð ég að kvarta undan þjónustunni og það geta þeir tekið til sín, útibússtjórinn og Björgólfur Guðmundsson í von um að þeir láti laga það, sem úrskeiðis hefurfarið. Fyrir nokkru var farið að rukka sér- stakt afgreiðslugjald í útibúinu utan hefðbundins opnunartíma, kr. 150, sem mér finnst alveg skiljanlegt, en þó verð ég að segja eins og er að mér finnst einkennilegt að allir greiða sama gjaldið, sama hversu margar færslur eru inntar af hendi og engu skiptir hvort fólk er viðskiptavinir bankans eða ekki. Fyrir mann eins og mig, sem hef verið í viðskiptum við Landsbank- ann í 35 ár, virkar það eins og ég sé að borga tvisvar fyrir sama hlutinn. En látum það vera. Það sem mér blöskrar er að þrátt fyrir að nóg sé að gera eru aðeins tveir gjaldkerar að störfum ogbiðtíminn alveg fáránlegur. Af einhverjum ástæðum er jafnan mikið af fólki af erlendum uppruna í Smárahndarútibúinu á sunnudögum, sem er að senda peninga á heimaslóðir eftir því sem ég kemst næst. Ekki nema gott eitt um það að segja, en þetta eru flóknar og tímafrekar færslur. Ég kom í útibúið um tvöleytið og fékk afgreiðslunúmer. Það voru 20 á undan mér. Það var ekki fyrr en um 50 mínútum síðar, sem ég fékk afgreiðslu til þess að taka út nokkur þúsund krónur. Sú aðgerð tók ekki nema eina mínútu, en færslurnar 20 á undan höfðu tekið 5 mínútur hver. Þarna er einhver flöskuháls, sem hlýtur að mega laga, en það er ekki gert því svona er þetta helgi eftir helgi. Eða er bankanum alveg sama um tíma okkar Iviðskiptamannanna? Það má kannski minna þá á að tími er peningar! f Oflangur afgreiðslutími Sigurveig hringdi: „Ég er alin upp í sveit og man þá tíma þegar farið var í kaupstað í mesta lagi einu sinni í mánuði. Þá var keyptar helstu nauðsynjar og þær látnar duga þar til næst var farið í kaupstað. Mjólkin var fryst, sama með brauðið og ávextir voru því vart til nema nokkra daga í mánuði. Þetta krafðist auðvitað nokkurrar skipulagningar, en ekkert sem móðir mín réði ekki við. í dag fara allir á taugum ef ekki er opið í næstu matvöru- eða fataverslun nánast allan sólarhringinn. Þetta er sér- Istaklega slæmt nú rétt fyrir jólin, þegar opnunartími er almennt lengdur og þar er ekkert heilagt. Opið á sunnu- degi frá því snemma að morgni langt fram á kvöld. Það eru bara við neyt- endur sem borgum fyrir þetta í hærra vöruverði. Ég held að það væri réttast að setja lög sem segja að allar verslanir eigi að vera lokaðar á sunnudögum, án undantekningar”. ITómir strætis- vagnar Lesandi hafði samband við Blaðið og vildi koma á framfæri áhyggjum af almenningssamgöngum hér í borg. Flann sagðist verða fyrir miklu ónæði af strætisvögnum, sérstaklega eftir að nýtt leiðarkerfi var tekið í notkun. Við það hefði ferðum þessara gulu og Istóru bíla fjölgað verulega í götunni hans í Breiðholtinu. Þeir væru farnir að aka snemma á morgnanna og væru keyrandi langt fram á kvöld. Hann sagði að það væri í sjálfu sér í góðu lagi, ef ekki kæmi til að vagnarnir væru iðu- lega alveg - eða nánast alveg tómir. Lesendabréf til Kolbrúnar Bergþórsdóttur: Ekki neyóarkall úr Hafnarfirði Sæl vertu Kolbrún. Lengi hef ég verið aðdáandi þinn fyrir þann hæfileika að gera allt sem þú festir á blað, áhugavert til lestrar. Gildir þá einu hvort ég er sammála eða ekki. Ekki er ég duglegur við að blása úr brjósti mér á blað, skoðanir mínar á mönnum og málefnum, þótt á stundum finnist mér nóg um. En svokallað „neyðarkall” til formanns krata fyllti mælinn í þetta sinn. Fyrir skömmu hélt Samfylkingar- fólk í Hafnarfirði prófkjör og í að- draganda þess mættu allir frambjóð- endur á fund og gerðu grein fyrir sér og sínum áhugamálum. Að loknu prófkjöri kom hópurinn aftur saman og fór yfir útkomuna. Voru flestir sáttir og hétu því að virða niðurstöð- una. Einn lýsti sérstakri ánægju með að enginn frambjóðenda á kynning- arfundinum, hefði tekið sérstaklega fram, hvaðan hann „kæmi”. Þetta tók annar frambjóðandi til sín og baðst afsökunar á að hafa ekki sagt frá því á framboðsfundinum, að hann kæmi úr Rangárvallasýslu, þar sem ættirnar stæðu traustum fótum. Sá sem vakti athygli á þessu tók þá aftur til máls og sagðist hafa átt við, að fólk hefði áður verið í Alþýðuflokki, Alþýðubanda- lagi, Kvennalistanum eða Þjóðvaka. Þetta vakti nokkra kátínu, en allir voru sammála um að þetta væri liðin tíð og kæmi komandi sveitarstjórnar- kosningum ekkert við. Mér datt þessi saga í hug þegar þú talar um „gömlu kratana - les hægri kratana” og hinar miklu áhyggur af vinstri sveiflu. Við, Samfylkingar- fólk í Hafnarfirði hugsum hins vegar fyrst og ffemst um að halda meiri- hlutanum í bæjarstjórninni og halda áfram að stjórna í anda jafnaðar og félagshyggju. Okkar pólitík er nú ekki flóknari en það. Hér talar enginn eða skrifar um gamla tíð með eftirsjá. Við kvöddum sundurlyndisdrauginn með stæl og unnum bæinn með meirhluta atkvæða í síðustu kosningum. Stefnu- skráin var skýr og í anda jafnaðar- stefnu og þannig ætlum við að vinna næstu kosningar. Hættu nú þessu væli Kolbrún mín eða viltu kannski frekar flokk eins og flokkinnhans Davíðs, þar sem allir skriðu undir teppið og þora ekki undan því enn, þótt guðfaðir- inn sé kominn í hóp blýantsnagara. Það er bæði hægt að vera ósammála og sammála í flokki og þetta með vinstri og hægri - hafði það ekki eitthvað með sætaröðun í franska þinginu að gera fyrir rúmum 200 árum? Svo máttu alveg hafa gott viðtal við „hafnfirskan krata” (Samfylkingar- mann) á næstunni. Reynir Ingibjartsson. „ruu 1 iviui uit i\ui 1 nw oui v v^i cjlu sent fundarboð með símanum“ BlackBerry 7290'“ BlackBerry 7100g,M BlackBerry. Sérhæft, þráðlaust samskiptatæki sérstaklega hannað til að vinna með gögn auk þess að vera farsími. Tækið hefur einfalt og þægilegt lyklaborð og stóran skjá. ijfojÉ mCí Windows Mobiie Microsoft s(mi sem gerir þér kleift að vinna með tölvupóst o.fl í Microsoft umhverfi. Agnar Már Jónsson, forstjóri Opinna ker Síminn býður sérhæfð þráðlaus samskiptatæki sem hjálpa þér að nálgast nauðsynlegar upplýsingar og gögn og sinna starfi þínu nánast hvar sem þú ert. Auk farsima færðu öruggan og auðveldan aðgang að tölvupósti, dagbók, tengiliðaskrá og netþjóni fyrirtækis þíns. Einnig getur þú skoðað og unnið með skjöl í Word, Excel eða Powerpoint svo dæmi sé nefnd. ^ppenHand Hugbúnaður sem veitir aðgang að tölvupósti, dagbók o.fl. Openhand er hægt að keyra á nokkrum mismunandi gerðum GSM síma. Thc RIM and BleckBerry famille* of related marks, Images ond symbols are the exclusive properties of and trademarks of Rcsearch In Motlon used by permission. Ráðgjafar Símans hjálpa þér að velja þá lausn sem hentar þér best. Hafðu samband við viðskiptastjóra þinn eða ráðgjafa okkar í 800 4000 og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig og þitt fyrirtæki. 800 4000 - siminn.is Síminri

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.