blaðið - 22.11.2005, Blaðsíða 10

blaðið - 22.11.2005, Blaðsíða 10
10 I ERLEMDAR FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 2005 blaðið Kanna pynt- ingar í Kína Sérlegur fulltrúi Sameinuðu þjóð- anna kom í gær til Kína til að kynna sér hvernig staðið er að vistun fanga og yfirheyrslum í landinu. Að und- anförnu hafa nokkur mál komið upp í Peking þar sem fólk hefur verið ranglega sakfellt eftir að hafa verið þvingað til að játa á sig glæpi. Mannréttindasamtök hafa kvartað yfir því að slík tilvik séu of mörg í landinu. Manfred Nowak, fulltrúi Sameinuðu þjóðanna, mun dvelja í um tvær vikur í Kína og meðal annars fara til Peking, Tíbet og Xinjiang-héraðs í vesturhluta lands- ins. Þá eru ennfremur á dagskránni heimsóknir í fangelsi. Kínverjar segja að þeir líði ekki pyntingar eða þvingaðar játningar og í sumar samþykkti kínverska þingið frumvarp þar sem gert er ráð fyrir að lögreglumönnum sem pynti fanga í varðhaldi verði refsað. Mannréttindasamtök hafa gagn- rýnt dómstóla fyrir að kveða upp geðþóttadóma og segja að yfirvöld í Peking verði að taka alvarlega skuldbindingar sinar um að ráðast af hörku gegn pyntingum. ■ Sharon segir skilið við Líkúdbandalagið HyggSt stofna nýjan flokk ásamt nokkrum þingmönnum Líkúd- bandalagsins ogfleirum. Nokkru fyrr hafði Sharon gengið áfund forseta ogfariðfram á að þingyrði leyst upp og boðað til kosninga. Ariel Sharon, forsætisráðherra Israels, sagði í gær skilið við Líkúd- bandalagið og lýsti því yfir að hann myndi stofna nýjan stjórnmálaflokk. Nokkru fyrr hafði hann gengið á fund Moshe Katsav, forseta Israels, og farið fram á að hann leysti upp þing og boðaði til kosninga. Katsav sagði að Sharon hefði sagt honum að stjórnin væri óstarfhæf í því pólit- íska andrúmslofti sem ríkti í land- inu. Með afsögninni telja stjórnmála- skýrendur að Sharon hafi hrundið af stað pólitískum hræringum sem eiga eftir að setja mark sitt á stjórn- mál í ísrael næstu árin. Nú þegar hafa að minnsta kosti 14 þingmenn Líkúdbandalagsins, þar af fimm ráðherrar, gengið til liðs við hinn nýja flokk. Sharon hefur einnig leitað til háttsettra manna úr Verkamannflokknum um að slást í hópinn. Þar á meðal er nóbels- verðlaunahafinn Shimon Peres sem nýlega var velt úr sessi sem leiðtoga flokksins. Átti þátt í stofnun Líkúdbandalagsins Ariel Sharon, sem er 77 ára og fyrrver- Ariel Sharon, forsætisráðherra stofna nýjan stjórnmálaflokk. skilið við Líkúdbandalagið og hyggst andi herforingi í ísraelska hernum, tók þátt í stofnun Líkúdbandalags- ins snemma á áttunda áratugnum. Ennfremur átti hann stóran þátt í því að flokkurinn reis úr ösku- stónni árið 1999 eftir að þáverandi leiðtogi hans Benjamin Netanyahu hafði tapað í almennum kosningum í landinu. Netanyahu hefur verið helsti keppinautur Sharons um leið- togasætið í flokknum en hann hefur verið mótfallinn brotthvarfi Israels- manna af Gasasvæðinu sem Sharon fyrirskipaði. ■ Leiðtogafundur Japana ogRússa: ý komið uxur.fai General Motors dregur saman seglin General Motors bílaframleiðandinn mun segja upp um 30.000 starfs- mönnum og loka eða draga veru- lega úr starfsemi í 12 verksmiðjum. Gert er ráð fyrir að um milljón færri bílar verði smíðaðir á þessu ári en því síðasta. Allar þessar aðgerðir miða að því að draga úr kostnaði um 7 miljarða Bandaríkjadala. Enn- fremur hefur bílaframleiðandinn gert samkomulag við verkalýðsfélög sem gerir honum kleift að draga úr heilsugæslukostnaði um sem nemur 3 milljörðum árlega. General Mo- tors hefur átt í fjárhagserfiðleikum að undanförnu og hefur tapað um fjórum milljörðum Bandaríkjadala það sem af er árinu. Þá hefur gengi hlutabréfa í fyrirtækinu fallið um meira en 40% og hefur það ekki verið jafnlágt í 14 ár. g Efnahagsleg tengsl þjóðanna efld Japanir samþykktu í gær að styðja umsókn Rússa um aðild að Heims- viðskiptastofnuninni. Leiðtogar þjóðanna heita að vinna að því leysa ágreining um landssvæði sem hefur hamlað samskiptum þeirra í 60 ár. Þá komust Vladimir Putin, forseti Rússlands, og Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, einnig að samkomulagi um sameiginlegar aðgerðir gegn hryðjuverkum og að auka samvinnu á sviði orkumála, samgöngu- og ferðamála. Fundur leiðtoganna hófst í Tókíó á sunnu- dag og lýkur í dag. Gamall ágreiningur um landssvæði Á fundi leiðtoganna var megin- áherslan lögð á efnahagsleg tengsl Megináhersla var lögð á efnahagsmál á fundi Vladimirs Putins, forseta Rússlands, og Junichiros Koizumis, forsætisráðherra Japans. þjóðanna sem leiðtogar þeirra telja að muni greiða götuna fyrir því að samkomulag náist í deilu um eign- arhald á fjórum litlum og fábýlum eyjum í Kuril-eyjaklasanum. Sú deila kom í veg fyrir að þjóðirnar und- irrituðu friðarsamninga sín á milli við lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Sovéskar hersveitir lögðu undir sig eyjarnar á lokadögum styrjald- arinnar og hefur síðan verið deilt um yfirráð þeirra. Eyjarnar eru umluktar gjöfulum fiskimiðum og einnig er talið að þar sé að finna jarðgas. „Við munum auka efnahagssam- vinnu okkar enn frekar og styrkja þar með gagnkvæmt traust þannig að við getum síðar meir undirritað friðarsamkomulag," sagði Koizumi á sameiginlegum blaðamannafundi með Putin. Sjálfur sagðist Putin vera staðráðinn í að vinna að því að leysa öll þau mál sem þjóðirnar standi frammi fyrir. ■ Grímsbæ við Bústaðarveg • Ármúla 15 • Hafnarstræti 1061 600 Akureyri • Sími 588 8050. 588 8488.462 4010 emailr smartgina@simnet.is „Engar samningaviðræður - sjálf- stjórn" stendur skrifað á vegg í Prist- ina, höfuðborg Kosovo-héraðs en skiptar skoðanir eru um hvaða stöðu héraðið mun hafa í framtíðinni. Athisaari í kynnisferð til Kosovo I gær var von á Martti Ahtisaari, sáttasemjara Sameinuðu þjóð- anna, til Pristina, höfuðborgar hins umdeilda Kosovo-héraðs í Serbíu. Athisaari mun dvelja í tvo daga í Kosovo og meðal annars funda með samninga- nefnd undir forsæti Ibrahim Rugova, forseta, og Bajram Kosumi, forsætisráðherra. Athissari sagði að markmið ferðarinnar væri að kynna sér skoðanir beggja aðila og hvort grundvöllur væri fyrir frekari viðræðum um framtíð héraðsins. Tíminn verður svo að leiða í ljós hvenær stjórn- völd í Belgrad og Pristina geta sest að beinum samningavið- ræðum um hvort að héraðið, sem nú er í umsjá Sameinuðu þjóðanna, hljóti sjálfstæði eða verði áfram innan landamæra Serbíu. Kosovo er formlega enn hluti af Serbíu en hefur verið í umsjá Sameinuðu þjóðanna og friðargæsluliða Atlantshafs- bandalagsins í meira en sex ár síðan hersveitir Slobodans Milosevic þáverandi forseta voru hraktar út úr hérðaðinu í loftárásum bandalagsins. Athisaari sem er fyrrver- andi forseti Finnlands kom á friðarsamningi við Milosevic í júní 1999 eftir árásir NATO. Hann hefur einnig í hyggju að heimsækja Belgrad, Skopje og Tirana í ferðinni. Yfir 40 millj- ónir HIV- smitaðir Árangur hefur náðst í barátt- unni gegn útbreiðslu HlV-veir- unnar í noklcrum ríkjum Afríku samkvæmt nýrri skýrslu sem Sameinuðu þjóðirnar kynntu í tilefni Alþjóðaalnæmisdagsins sem haldinn verður þann 1. desember næstkomandi. Engu að síður hafa 5 milljónir ný smit verið skráð í heiminum það sem af er ári og hafa þau ekki verið jafnmörg síðan á fyrstu árum faraldursins. Þar með er fjöldi þeirra sem talið er að séu haldnir sjúkdómnum kominn yfir 40 milljónir. Þá hefur sjúkdómurinn kostað 3,1 milljón manns lífið á árinu, þar af rúmlega hálfa milljón barna. Verslunartækni Dragháls 4 110 Rvk S:5351300 verslun@verslun.is Handkörfur 1 Salatbar Blómastandar Kælar

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.