blaðið - 22.11.2005, Blaðsíða 20

blaðið - 22.11.2005, Blaðsíða 20
28 I MENNING ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 2005 blaöi6 Jón Gnarr sendir frá sér greinasafn Trúin og ábyrgð einstaklingsins Þankagangur er heiti á bók sem geymir safn greina eftir Jón Gnarr. Flestar hafa greinarnar birst í Fréttablaðinu en nokkrar eru frumsamdar. Jón segist leggja töluvert upp úr stílnum við greinaskrifin. „Ég hef alltaf verið hrifinn af fallegum stíl,“ segir hann. „Sjálfur reyni ég að skrifa eins einfaldan og aðgengi- legan stíl og ég mögulega get. Ég er ekki að skrifa til ákveðins hóps heldur skrifa þannig að ungir jafnt sem aldnir geti lesið. Ég skrifa fyrir manneskjur.“ Greinarnar eru af ýmsum toga en trúarleg málefni eru fyrirferðar- mikil. „Ég hef alltaf haft sterkan vilja til trúar, þótt ég hafi oft og tíðum ekki ræktað trúna,“ segir Jón. „Út á við kann að hafa litið svo út að ég hafi allt í einu frelsast en svo var ekki. Á ákveðnum tíma- punkti í lífi mínu ákvað ég að timi væri kominn til að vera heiðar- legur í trúnni og taka ábyrga afstöðu til hennar.“ Sumum kann aðfinnast einkennilegt að gamanleikari hafi sterka trú. ,Fólk hefur skringilegar hug- myndir um gamanleikara en það er líka í eðli grínista að láta fólk hafa skringilegar hugmyndir um sig og vinna í því að vera ein- kennilegur. Ef fólk heldur að gam- anleikari sé óútreiknalegur og ein- kennilegur þá flissar það um leið og það sér hann. En auðvitað fer 99.................. Effólk heldur að gam- anleikari sé óútreikna- legur og einkennilegur þá flissarþað um leið ogþað sérhann. vel saman að vera trúaður og vera grínisti, það er ekkert ólíkara því að vera trúaður og vera smiður." Finnurðu fyrir því að fólki þyki ein- kennilegt að þú sért trúaður? ,Ég er kaþólskur. Um daginn var ég að ræða við guðfræðing sem spurði mig hvernig ég gæti verið kaþólskur vegna ýmissa gjörða kirkjunnar á miðöldum og afstöðu hennar til samkynhneigðra og fóstureyðinga. Kaþólska kirkjan hefur gert ýmislegt sem ég get fyr- irgefið henni en ég skil að aðrir geti ekki fyrirgefið það. Ég áttaði mig á því að við guðfræðingur- inn vorum ekki að tala sama mál. Hann var að tala um vitsmuna- legar forsendur, rök og sögulegt samhengi sem ég var ekki að velta fyrir mér. Þá skaut upp í kollinn á mér hugsuninni um það af hverju konunni minni þætti vænt um mig þrátt fyrir allt sem ég hef gert. Ég hef verið lyginn, óheiðarlegur, smeðjulegur, hégómlegur og gráð- ugur, en samt þykir henni vænt um mig. Oft hefur mér fundist að fólk sem getur ekki viðurkennt trúna setji hana í samband við atburði sem það hefur upplifað hér á jörð- inni. Börn upplifa foreldra sína oft sem æðri mátt og óttast að ef þau geri eitthvað af sér muni foreldr- arnir refsa þeim. Fólk sem hefur átt erfiða æsku á oft erfitt með að treysta Guði. En í raun er ekki Guði um að kenna heldur breysk- leika fólks sem hefur frjálst val. Reiði út í aðra, reiði út í aðstæður og reiði út í lífið verða til þess að egó fólks blæs út. Því finnst að það eigi rétt á sérmeðferð á þess- ari jörð, sér sig sem krónprins og bíður eftir krýningunni. En um leið og fólk tekst á við eigið sjálf þá stendur Guð eftir.“ Sérðu sem kristinn maður miklar meinsemdir í íslensku þjóðfélagi? ,Mér finnst að við mættum vera meðvitaðri um sjálfsábyrgð ein- staklingsins. Fólk virðist auð- veldlega geta falið sig á bak við hóphegðun og þarf því ekki að axla ábyrgð sem einstaklingar. Mannlegt samfélag er syndugt og maðurinn er syndugur í eðli sínu. Það mætti vera meiri meðvitund um það í heiminum. Leiðin til að sporna gegn syndinni er að vera meðvitaður um hana.“ kolbrun@vbl.is ¥ Jón Gnarr.„Auðvitað fer vel saman að vera trúaður og vera grínisti, það er ekkert ólíkara því að vera trúaður og vera smiður." My Way vinsœlt í breskum jarðarförum í Bretlandi er algengt að dægurlög séu flutt í jarðarförum. Um 40 prósent þeirrar tónlistar sem flutt er við jarðarfarir þar í landi er þessarar tegundar, sálmar eru 55 prósent af tónlistinni en klassísk tónlist er einungis 5 prósent. Nýlega var birtur listi yfir vinsælustu dægurlögin í breskum jarðarförum. I fyrsta sæti er My Way með Frank Sinatra, en flestir ættu að vera sammála um að textinn falli vel að tilefninu. Wind Beneath My Wings með Bette Midler er í öðru sæti, Angels með Robbie Williams í þriðja, My Heart Will Go On með Celine Dion í fjórða sæti og í fimmta sæti Simply the Best með Tinu Turner. Frank Sinatra. Lag hans My Way er vinsælt jarðarfararlag I Bretlandi. Áslaug Jónsdóttir hlýtur Dimmalimm verðlaunin Dimmalimm, íslensku myndskreytiverðlaunin 2005 voru veitt í Gerðubergi í fjórða sinn laugardaginn 19. nóvember við hátíðlega athöfn. í ár var það Áslaug Jónsdóttir sem hlaut þau fyrir bókina Gott kvöld sem gefin er út af Eddu útgáfu ehf. Sýningin „Þetta vilja börnin sjá!” var opnuð á sama tíma. Verðlaunahafar frá upphafi hafa verið: Árið 2002 vann Halla Sólveig Jónsdóttir fyrir bókina Engill í Vesturbænum. Árið 2003 vann Brian Pilkington fyrirbókina Mánasteinar í vasanum Árið 2004 vann Áslaug Jónsdóttir fyrir bókina Nei, sagði litla skrímslið Verðlaunin eru 300.000, kr. Sýningin stendur til 8. janúar og er öllum opin. SERBLAÐ mánudaginn 28. nóv í Blaðinu Hvað á að hafa í eftirrétt um jólin? Ertu búin að finna rétta forréttinn? Hvað verður á veisluborðinu? Auglýsendur, upplýsingar veita: • kolla@vb' mággi@vbl

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.