blaðið - 22.11.2005, Blaðsíða 24

blaðið - 22.11.2005, Blaðsíða 24
32 I AFPREYING ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 2005 blaðið Kynt undir þjóðernis- hyggju Ung japönsk kona í bókinni Hatursaldan frá Kóreu: „Það er ekki orðum aukið að segja að Japan hafi gert Suður Kóreu að því sem hún er í dag.“ Annars staðar í bókinni stendur að í kóreskri menningu sé ekkert til að hreykja sér af. Svipaðar bækur eru smám saman að verða vinsælli í Japan þar sem misfögrum orðum er farið um Kína og Suður Kóreu. Kínverjum er sums staðar lýst sem mann- ætum og smitberum slæmra sjúkdóma, auk þess sem landinu er lýst sem vændisstórveldi heimsins og því fleygt fram að io% af hagnaði innlendrar framleiðslu megi relcja til vændis. Slæmt samband Þrátt fýrir að fátt í bólomum eigi sér stoð í raunveruleikanum þykja þær gefa ágæta mynd af því sem er að gerast í sam- skiptum þjóðanna við Japans- haf. Japan hefur lengi aðhyllst vestrænni gildi en nágrannaþjóð- irnar og hefur þjóðemishyggja því tengd blómstrað undanfarin ár. Reyndar versnaði sambandið við Suður Kóreu mikið eftir HM í knattspyrnu 2002 þar sem Suður Kórea komst lengra en Japan 1 keppninni. í kjölfarið fór af stað grasrótarmenning í Japan sem grefur undan hinum þjóðunum og upphefur Japani. Meðal ann- ars hóf ungur teiknari að gera áðurnefnda Hatursöldusögu á netinu. Bókin hefur nú um 360 þúsund lesendur og fer lesenda- hópurinn vaxandi, ef eitthvað er. Mikilmennska Hingað til hafa þessar bælcur eklci mætt mikiíli gagnrýni í fjölmiðlum. Til dæmis sagði eitt flialdssamasta dagblað landsins, Sankei Sliimbun, að Haturs- aldan „lýsti sambandinu mflh landanna mjög skynsamlega og án þess að halla um of á annan aðilann." Hins vegar er annað mál að bækur sem þessar lýsa öðru og meira vandamáh Japana. Þeir virðast ekki sætta sig við að vera ffá austurlöndum þar sem Japanir eru teiknaðir með stór augu, ljóst hár og einkenni vest- rænna manna meðan Kóreubúar eru hafðir svarthærðir, skáeygðir og guheitir. Þetta þykir benda tfl þess áhts Japana að þeir séu yfir aðra Asíubúa hafnir og telji sig frekar tfl vestrænna þjóða. 109 SU DOKU talnaþrautir Leiðbeiningar Su Dolm þrautin snýst um að raða tölunum frá 1 -9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aufnn heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er aö leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. 6 4 1 9 7 3 6 2 4 5 1 7 6 3 4 5 1 1 5 4 4 1 8 2 7 9 3 7 1 5 Lausrt á siðustu þraut 2 1 7 3 8 4 9 6 5 3 8 9 6 7 5 4 2 1 4 6 5 9 2 1 8 7 3 7 3 8 1 6 9 2 5 4 1 2 4 8 5 3 7 9 6 5 9 6 7 4 2 1 3 8 6 7 1 2 3 8 5 4 9 8 5 3 4 9 7 6 1 2 9 4 2 5 1 6 3 8 7 Óðum styttist í að Jcvik- myndin eftir sígfldu forVendetta, komi á hvíta tjaldið. Hún er væntanleg í mars tfl Banda- ríkjanna, r " ' «>< ?' - i> ’ ■ ■ i . • . . . ? „,.,1 Bjargið okkur Hugleik Dagsson þarf ekki að kynna fyrir fólki en listamaðurinn umtalaði gaf út fjórðu bókina í síðustu viku. Hingað til hafa bækurnar verið gefnar út af Hugleiki sjálfum og verið í fremur heimatilbúnu broti. Nú hefur hins vegar JPV útgáfan tekið hann upp í arma sína og gefið út Bjargið okkur í kilju. I tilefni útgáfunnar var slegið upp veislu í versluninni Nexus við Hverfisgötu en fyrst um sinn verður eingöngu hægt að fá bókina þar. Hug- leikur mætti og áritaði bókina fyrir aðdáendur. Lýsandi fyrir vinsældir hans er að búðin var vel full allan tímann. Eitthvað varð eftir af árituðum bókum svo þeir sem misstu af útgáfudeginum geta enn orðið sér út um Bjargið okkur, áritaða af höfundinum. TORFÆRUTRUKKUR SEM SAMEINAR STYRK OG KRAFT. HPI SAVAGE FJÓRHJÓLADRIFINN FJARSTÝRÐUR BENSÍNBÍLL. FÁANLEGUR MEÐ 2,3-3 HESTAFLA MÓTORUM. Tómstundahúsið Nethyl 2, sími 5870600, www.tomstundahusid.is Myndasögur kenna á tölvur Á nýafstöðnu netþingi Sameinuðu þjóðanna í Túnis var myndasögu- verkefni frá Namibíu kynnt. Sam- tökum sem bjóða upp á netþjónustu, tölvur og námskeið í skólum í Nami- bíu gelck vel að koma þjónustu sinni til skila. Þó kom fljótlega í ljós að eftir að leiðbeinandi fór eftir tveggja mánaða kennslutímabil stóðu tölvur- nar nánast óhreyfðar. „Það er hálf- tilgangslaust að gefa skólum tölvur ef enginn ætlar að nota þær“, segir Ebben Haotuikulipi, forsvarsmaður samtakanna SchoolNet. Til að bæta úr þessu var hafist handa við gerð myndasögunnar HaiTI - ekki landið heldur „Hlustið“ á tungumálinu Os- haiwambo - og hún birt í ungmenna- dagblaði landsins. I þessari litríku sögu er tæknin útskýrð og alls kyns hugtök kynnt fyrir lesendum. 1 kjöl- farið af HaiTI hefur tölvunotkun auk- ist gríðarlega í landinu.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.