blaðið - 22.11.2005, Blaðsíða 12

blaðið - 22.11.2005, Blaðsíða 12
12 I NEYTENDUR ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 2005 bla6Í6 Lítrinn stefnir undir hundrað Bensínverðið hélt áfram að lækka í síðustu viku og stefnir nú hrað- byrði að því að fara undir hundrað krónur á litra, en það náði hámarki síðari part sumars þegar að verðið fór í rúmlega 120 krónur fyrir sama magn. Frelsiskortshafar Orkunnar borga nú 101,4 krónur á lítra og verða vonandi fyrstu íslendingarnir til að greiða tveggja stafa tölu fyrir litrann af bensíni á þessu ári. Það verður væntanlega i næstu viku ef að sú verðhjöðnun sem hefur átt sér stað að undanförnu heldur dampi. Orkan er sem fyrr með lægsta al- menna verðið og selur lítrann á 104,4 krónur. Að venju er dýrast að taka bensín á völdum útsölustöðum gamalgrónu olíurisanna: ESSO, Olís og Skeljungs. Flestir söluaðilar lækkuðu verð um 1,2 krónur á þessu timabili. Verðbreytingarnar tvær i síðustu viku gera það að verkum að verðbreytingarnar á árinu eru orðnar 78 talsins. eru ódýrastir? Samanburður á verði 95 oktana bensíns AO Sprengisandur 104,50 kr. Kópavogsbraut 104,50 kr. Óseyrarbraut 104,50 kr. teGO Vatnagaröar 104,50 kr. Fellsmúli 104,50 kr. Salavegur 105,104,50 kr.kr. <0> Ægissíða 105,70 kr. sSTf' plís Ánanaust 105,70 kr. Gullinbrú 105,70 kr. Eiðistorg 104,40 kr. Ananaustum 104,40 kr. Skemmuvegur 104,40 kr. ORKAN; 03 ðdýrtbwuln Arnarsmári 104,60 kr. Starengi 104,60 kr. Snorrabraut 104,60 kr. Gylfaflöt 105,50 kr. Bæjarbraut 106,00 kr. Bústaðarvegur 105,70 kr. atlantsolia í gær klukkan 13:00 voru dælur af bensínstöð Atlantsolíu í Kópavogi afhentar Sam- göngusafninu á Skógum. Tilefnið er það að dælurnar mörkuðu tímamót í íslenskri sam- keppnissögu þegar að Atlantsolía hóf rekstur í janúar á síðasta ári því þá var fákeppni þriggja fyrirtækja á bensínsölumarkaði, sem staðið hafði í 57 ár, rofin. I stað þeirra koma nú fullkomnar og tölvustýrðar dælur sem uppfylla kröfur nútímans. Keppni i jólahaldi Erjólahald á villigötum? Oddný Sturludóttir mun flytja erindi á málþinginu sem ber heitið Jólympíuleikarnir. BlaÖiÖ/Frikki Fljótlegt að koma við og taka með sér rétti Græna línan, Bæjarhrauni 4, S:565-2075 Jólin eru samkvæmt hinni klass- ísku skilgreiningu hátíð ljóss og friðar. Þau eiga að vera tím- inn sem fjölskyldur nýta til að njóta þess að vera saman og næra sam- skipti sín undir formerkjum hins fallegaboðskaps jólanna. Á síðustu árum hefur þó gagnrýni farið ört vaxandi á þessa hátíð og látið í veðri vaka að tilgangur og boðskapur jól- anna sé orðin afbakaður og hátíðin hafi snúist upp í neyslufíkn og gengdarlausa auglýsingamennsku. Á sama tíma hafa skapast innan samfélagsins gífurlegar kröfur og samkeppni um umgjörð jólahalds- ins og mörgum sýnist sýnin á upprunaleg markmið þeirra fyrir löngu glötuð. Þess vegna eru jólin ekki endilega hamingjusamur tími fyrir marga heldur hafa þau snúist upp í andhverfu sína og eru farin að vera íþyngjandi sálrænn baggi á geðheilsu landans sem einkenn- ist mun fremur af kvíðaköstum og stórfelldum áhyggjum um eigin frammistöðu í þeirri geðveiki sem jólahaldskapphlaupið erorðið. Fjöl- skylduráð hefur ákveðið að vekja athygli á þessari afvegaleiðingu og vill reyna að fanga hinn uppruna- lega anda jólanna að nýju. Ráðið mun af því tilefni hrinda af stað vitundarvakningu í vikunni undir yfirskriftinni „að neyta eða njóta jólanna?" og verða fundir haldnir samtímis í Reykjavík og á Akur- eyri á milli 9 og 10 á fimmtudaginn næstkomandi, þann 24. nóvember. Jólin orðin tryllingsleg Fundirnir fara fram í Iðnó annarsvegar og Nýja Bíói á Akureyri hins vegar. Mýmargir fyrirlesarar munu koma að þeim og í Reykja- vík mun Árni Magnússon, félags- málaráðherra, opna fundinn með ávarpi. Meðal annarra sem tala eru Jóna Hrönn Bolladóttir, miðborgar- prestur, og Oddný Sturludóttir rithöf- undur. Oddný segir aðspurð að það sé mikil þörf fyrir svona vitundarvakn- ingu. „Mér finnst jólin og aðventan orðin svo tryllingsleg. Upprunalegi tilgangurinn, óháð því hvort að fólk sé trúað eða ekki, er sá að þetta sé há- tíð fjölskyldunnar og það er kannski kominn tími til að fólk læri aðeins að staldra við og vera bara með börn- unum sínum. Það þarf ekkert endilega allt að vera svona fullkomið," segir Oddný en viðurkennir þó að hún sé sjálf ekki barnanna best í þessum málum. „Ég hef alveg staðið mig að því að hlaupa í einhverju kasti niður Lauga- veginn á þorláksmessu og fundist ég ekki vera að gefa nógu mikið eða nægi- lega stórar gjafir. En þetta eru auðvitað tilbúnar væntingar og kröfur sem við gerum í rauninni til okkar sjálfra. Ég held að það sé enginn annar að því.“ Hún segir að þver og einn verði svo- lítið að eiga það við sjálfan sig hvernig hann kýs að hajda uppá jólin, hvort að viðkomandi velji að koma út í bullandi mínus og sofna síðan örmagna ofan í jólasteikina eða reyni raunverulega að njóta hátíðarinnar. Jólympíuleikarnir Oddný viðurkennir að hún hafi algerlega þurft að endurskoða sjálf hvernig hún heldur jól á meðan að hún hefur verið að undirbúa erindi sitt fyrir málþingið. „Það er auðvelt að vera klár heima, en svo þegar að jóla- stressið fer af stað þá er þetta bara eins og hver önnur vél sem gengur áfram. Það er dálítið erfitt að komast undan þessu. Það þarf bara að spyrna við fótum.“ Erindi Oddnýjar á málþinginu ber heitið „Jólympíleikarnir“ og segir hún nafngiftina sprottna af því að henni finnist jólin og almennt jólahald í raun hafa breyst í keppni. „Ólympíuleik- arnir eru með sínar keppnisgreinar og við erum líka með okkar á aðvent- unni. Það er keppt í smákökubakstri, hver föndrar flottast, gjafagæðum og svo framvegis. Þannig að mér fannst þetta rakið dæmi því að þetta á svo margt sameiginlegt, utan þess auð: vitað að jólin eru haldin hvert einasta ár en Ólympíuleikarnir á fjögurra ára fresti.“ Óddný hvetur sem flesta til að taka sér tíma til að mæta á málþingið og segir það haldið að morgni til að sem flestir sjái sér fært að koma. „Ég hvet alla til þess að mæta. Við ætlum að reyna að höfða til þess að fólk taki sér tíma á leiðinni í vinnuna, komi niður í Iðnó og velti þessu aðeins fyrir sér því að þetta er bara klukktími," segir Oddný að lokum. t.juliusson@vbl.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.