blaðið - 22.11.2005, Blaðsíða 2

blaðið - 22.11.2005, Blaðsíða 2
2 I INNLENDAR FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 2005 blaöið SUSHI T H H I n OPNAR1. DESEMBER [LÆKJARGATA] Hvergi í heiminum eru færri inn- lendar trjátegundir en hér á landi. Skógrœkt: Tegundir hvergi færri Einungis þrjár innlendar trjá- tegundir er að finna á íslandi, en þær eru birki, reyniviður og blæösp. Þetta þýðir að ísland hefur fæstu innlendu trjáteg- undir allra landa í heiminum samkvæmt nýrri skýrslu Matvæla- og landbúnaðarstofn- unar Sameinuðu þjóðanna. Á hinum enda skalans en Brasilía, en þar í landi vaxa 7780 nátúrulegar trjátegundir. Vöruskiptahalli: Minnkar milli mánaða Vöruskiptahalli var á bilinu 6 til 8 milljarðar króna í októb- ermánuði að mati greininga- deildar íslandsbanka, og hefur hann minnkað nokkuð milli mánaða. 1 Morgunkorni bank- ans segir að innflutningur hafi minnkað til muna, en á móti komi að útflutningur sjávaraf- urða hafi verið með minna móti. Banaslys á sunnudag Nafn mannsins sem lést þegar bíll sem hann ók lenti út í Norðurá í Borgarfirði er Sigurður Jóhann Hendriks- son, til heimilis að Reyrengi 32,112 Reykjavík. Sigurður lætur eftir sig eiginkonu og tvö uppkomin börn. FRJÁLST ét ar blaðið= IMýir hluthafar Árvakurs koma inn í stjórnina í dag Rcett um að Ragnhildur Geirsdóttir verði starfandi stjórnarformaður. Blásið til mikillar sóknar áfjölmiðlamarkaði. Nýr ritstjóri ráðinn á nœstunni en Styrmir situr áfram. Ragnhildur Geirsdóttir, fyrrver- andi forstjóri FL Group, verður að líkindum næsti stjórnarformaður Árvakurs, útgáfufélags Morgun- blaðsins. Ný stjórn verður kjörin á hluthafafundi félagsins, sem boðað er til í dag, en þá munu hinir nýju hluthafar, Ólafur Jóhann Ólafsson og Straumur-Burðarás verða virkir eigendur í félaginu. Heimildir Blaðsins herma að nýir hluthafar í Árvakri hafi enn ekki tilkynnt um stjórnarframboð fyrir sína hönd, en ljóst er að stjórnarfor- mennskan verður í þeirra höndum. Ólafur Jóhann Ólafsson mun ekki sjálfur taka sæti í stjórn félagsins, enda starfar hann og býr að mestu leyti erlendis. Hefur mjög verið um það rætt að Ragnhildur Geirsdóttir, verði fulltrúi hans í stjórn, en hún hvarf frá störfum sem forstjóri FL Group fyrir skömmu eftir skamma vist. Ekki náðist í Ragnhildi til þess að bera þetta undir hana í gær. Þegar hafa verið ráðgerðar tals- verðar breytingar á skipulagi Ár- vakurs, þó ekki sé enn frágengið með hvaða hætti þær verða. Meðal annars hefur komið til greina að skipta fyrirtækinu upp í sjálfstæðar rekstrareiningar. Um leið er talið að breytingar verði gerðar á lykilstjórn- endum fyrirtækisins. Sóknarleikur á fiölmiðlamarkaði Hallgrímur Geirsson, fram- kvæmdastjóri Árvakurs, staðfesti í samtali við Blaðið, að töluverð út- tektarvinna hefði verið gerð vegna þeirrar sóknar, sem fyrirtækið l -Éi..í!s. !.sli r.úi \ i! f li 1 11I li 1I1 il lirrtf ssi.ííiKr^ Wi ptargudblabib m BlaÖiÖ/Steinar Hugi hyggst blása til, með hina nýju eigendur í fararbrjósti. „Það á að treysta innviði fyrirtækisins, nýta styrkleika þess betur og sækja fram á nýjum sviðum.“ Stefnt er að því að auka verulega umsvif útgáfufélags- ins, fjölga verkefnum prentsmiðju þess, efla dreifingarstarfsemi og sér- stök áhersla lögð á uppbyggingu mbl. is. Að öðru leyti varðist Hallgrímur allra frétta og sagði að breytingar á fyrirtækinu yrðu kynntar í eigin miðli þegar þar að kæmi. Ólafur Jóhann mun hafa sýnt ný- miðlun Morgunblaðsins sérstakan áhuga og lítur á netútgáfu þess sem öflugan vaxtarbrodd og farveg til aukinna tækifæra á vettvangi ljós- vakamiðlunar. Ljóst er að með þeim liðsauka, sem hluthafar í Árvakri hafa fengið, á að svara samkeppni Dagsbrúnar (365 miðla) af fullum þunga. Nýr ritstjóri ráðinn innan skamms Rætt hefur verið um það í við- skiptalífinu síðustu daga að hinir nýju eigendur vilji gera viðamiklar breytingar í brúnni og því haldið fram að Styrmir Gunnarsson sé ekki öruggur í starfi sinu frekar en aðrir. Heimildir Blaðsins benda þó til þess að slíkt tal sé ótímabært. Hitt sé annað mál að hin nýja stjórn muni þegar hefjast handa við að finna nýjan ritstjóra Morgunblaðs- ins, enda þurfi Styrmir að láta af störfum fyrir aldurs sakir innan þriggja ára. Líklegast verði sá háttur- inn hafður á, að ritstjórarnir starfi saman hlið við hlið um skeið. Sem kunnugt er varð breyting á hluthafahópi Árvakurs hfi, sem gefur út Morgunblaðið, en á hluthafa- fundinum í dag verður gerð brey ting á stjórn félagsins til samræmis við breytt eignarhald á félaginu. Nýju hluthafarnir eru Forsíða ehfi, félag í eigu Ólafs Jóhanns Ólafssonar, rit- höfundar og aðstoðarforstjóra Time- Warner-fjölmiðlasamsteypunnar, og hins vegar MGM ehfi, sem nú er í eigu Straums-Burðaráss. Eftir því sem næst verður komist lítur Straumur-Burðarás á kaup sín í Árvakri sem umbreytingarverk- efni, en bankinn telur að það muni taka um 2-3 ár. Hvor hluthafi um sig hefur eignast 16,7 % af heildar- hlutafé Árvakurs hf. en seljendur þorra þess hlutafjár sem um er að ræða eru félög í eigu tveggja stærstu hluthafa Árvakurs hf. ■ Hafrannsóknarstofnun Rækjustofnar í lágmarki Lítið fannst af rækju í árlegri haust- könnun Hafrannsóknarstofnunar á rækjumiðunum á Vestfjörðum og á fjörðum og flóum norðanlands. Rækjustofnar á grunnslóð mældust í algjöru lágmarki. Rækjustofn hruninn í ísaijarðardjúpi Könnunin sýndi að rækjustofninn virðist eiga undir högg að sækja og stærstu rækjurnar sem fundust voru rétt yfir meðaltali í stærð. í ísafjarð- ardjúpi mældist rækjustofn mjög lítill sem eru nokkur vonbrigði þar sem rækjuveiðar hafa verið bann- aðar þar síðustu tvo vetur. Mikið fannst af ýsu og þorski og er talið að þessi mikla fiskgengd hafi leitt til hruns rækjustofnsins í djúpinu. Nokkuð mikið fannst af rækju í Skagafirði og í Öxarfirði og voru þær að meðaltali í stærð. I Húnaflóa og í Skagafirði reyndist rækjustofn- inn lítill eða nær enginn. Mikið af tveggja ára ýsu í könnun Hafrannsóknarstofnun kom einnig fram að mikið var af tveggja ára ýsu og hefur sá árgangur einnig verið að mælast mjög stór í stofnmælingu botnfiska. Einnig virðast fyrstu merki um árgang 2005 ýsu benda til að sá árgangur sé undir meðaltali. ■ Blóðbankinn var um helgina verðlaunaður fyrir íslenska málnotkun f auglýsingunni, Ert þú gæðablóð? Það var á málræktarþing fslenskrar málnefndar en þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunað er f þessum flokki. Sveinn Guðmundsson yfirlæknir tók við viðurkenningu fyrir hönd bankans og segist stoltur af þvf að Blóðbankinn hafi þarna slegið tóninn.„Nú þurfum við að vanda okkur vel og vera ekki með ambögur og slangur og framtíðinni. Sveinn segir samstarfsverk- efni Og Vodafone og Blóðbankans í kynningar-, útgáfu og fræðslustarfi hafa skilað góðum árangri og gert bankanum mögulegt að afla nýrra blóðgjafa. „Það hefur orðið fjölgun ungra blóðgjafa sem koma úrframhaldsskólum og meira en helmingur nýrra blóðgjafa eru konur. Áður voru konur einungis um 7% gjafa en eru nú 25%. Á meðai unga fólksins eru konur í meirihluta", segir Sveinn. Hann segir að konur hafi lægri járn- byrgðir en karlmenn en þegar konur gefi blóð fái þær ráðgjöf í bankanum. fiyl Ljósin í bænum U I,I III *' SUDURVERI Stigahlíð 45 • 105 Reykjavík O Heiðskírt (3 Léttskýjað ^ Skýjað ^ Alskýjað ✓ ✓ , Rigning, litilsháttar m Rlgnlng Súld sjc^l* Sniókoma Slydda \JJ Snjóél \ J Skúr Amsterdam Barcelona Beriin Chicago Frankfurt Hamborg Helsinki Kaupmannahöfn London Madrid Mallorka Montreal NewYork Orlando Osló París Stokkhólmur Þórshöfn Vín Algarve Dublin Glasgow 04 14 05 0 02 03 01 04 08 12 15 02 08 11 03 04 01 09 -01 17 07 06 '// / // <Sf '// / // €f 0 0 cf o 4C /// / // '//. //y& 0 '// /// Á morgun <f / // o Veðurhorfur í dag kl: 18.00 Veðursíminn O Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu íslands

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.