blaðið - 22.11.2005, Blaðsíða 6

blaðið - 22.11.2005, Blaðsíða 6
6 I INNLENDAR FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 2005 blaöiö Ferðaþjónusta: ísland kynnt íKína 1 gær hélt hópur íslendinga til Kína til að taka þátt í ferðasýn- ingunni „China International Travel Mart”. í för eru meðal annars Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra og Hallgerður Gunnarsdóttir, eiginkona hans. Samkvæmt tilkynningu á heimasíðu Ferðamálaráðs ís- lands er ráðstefnan sú stærsta sinnar tengdar í Asíu og er gert ráð fyrir að 20 þúsund kaupendur og um 28 þúsund al- mennir gestir muni heimsækja hana að þessu sinni. Jólafatnaður f 1 miklu úrvali Opnunartími mán-fös. 10-18 laugardaga 10-16 Nýbýlavegi 12 200 Kópavogi Sími 554 4433 Reykjavík: Mikil aukning í eldsneytisflutningum ... ,1 Blaðið/SteinarHugi I kjölfar þess að olíubirgðastöðin í Hafnarfirði var lögð niður hafa eldsneytisflutningar úr Örfirsey og í gegnum borgina aukist stórlega. Þetta kom fram á fundi í umhverfis- ráði Reykjavíkurborgar í gær þegar lagt var fram svar Umhverfissviðs um þessi mál. Fulltrúar D-lista létu bóka að æskilegt hefði verið að Um- hverfisráðið hefði verið upplýst um þessa aukningu fyrirfram. Einnig var lögð fram fyrirspurn um hve mikil aukningin væri og fjölda bif- reiða sem flytja eldsneyti um borg- ina. Ennfremur var spurt hvort viðbragðsáætlun væri fyrir hendi vegna slysahættu sem flutningar þessir hafi í för með sér. D-lista- menn lögðu einnig fram tillögu þess efnis að borgin efni til viðræðna við olíufélögin með það að leiðarljósi að tryggja fyllsta öryggi í flutning- unum. Einnig að kannað verði í sam- ráði við olíufélögin hvort unnt sé að minnka þessa flutninga með því að meginbirgðastöð fyrir flutningana verði sem næst þeim stað, þar sem notkunin er mest. „Slík breyting myndi minnka eldsneytisflutninga í gegnum þéttbýli og draga úr út- blæstri loftmengunarefna þar sem flutningaleiðir styttast,“ segir í til- lögu sjálfstæðismanna. Engin sérstök viðbragðs- áætlun fyrir hendi „Það er engin sérstök áætlun til um slys af völdum olíuflutninga, fyrir utan okkar uppsettu viðbragðs- áætlun,“ segir Jón Friðrik Jóhanns- son, deildarstjóri á útkallssviði hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. ,Við höfum auðvitað vitað af þessum flutningum lengi, þó þeir hafi ekki verið í þessu mikla magni eins verið hefur undanfarin misseri. Það hefur orðið stóraukning í þessum flutn- ingum sem eykur auðvitað hættuna á því að eitthvað gerist. Við erum búnir að tala um þessar stöðvar í mörg ár, bæði stöðina úti í Örfirsey, og ekki síður gömlu stöðina sem var í Hafnarfirði og stóð inni í miðjum bæ. Við höfum verið sérstaklega ánægðir með stöðina úti í eyju, og vildum frekar þessa tanka á afskekt- ara svæði. En þetta er barn síns tíma og það eru öll leyfi fyrir hendi að reka þessa starfsemi.“ Jón Friðrik segir það erfitt fyrir slökkviliðið að tjá sig mikið um hættu sem er samfara þessum flutningum. „Það eru leyfi fyrir þessu eins og er og við erum í mjög góðu samstarfi við olífélögin, höldum reglulega fundi og þessháttar. Þannig að það má segja að þetta sé í eins góðum málum og hægt er miðað við aðstæður. En alltaf myndi maður vilja sjá svona hluti sem eru óþægilegir, sem lengst í burtu frá byggð.“ m Eldvarnaátak: Margmiðlunardiskur um eldvarnir heimilanna Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna er að hefja öflugt eldvaraátak um land allt. Átakinu var ýtt úr vör í gær og nemendur í 3G úr Grandaskóla heimsóttu slökkviliðsstöðina og fengu fræðslu um eldvarnir heimil- anna. Jafnaldrar þeirra hringinn í kringum landið munu svo fá slökkvi- liðsmenn í heimsókn í bekkinn til sín þar sem þau munu fá fræðslu um eldvarnir. Einnig hefur verið gefinn út vandaður margmiðlunar- diskur um eldvarnir heimilanna. Á myndinni má sjá Stefaníu Hrólfs- dóttur kennara krakkana ganga vasklega fram við að slökkva eld með handslökkvitæki. ■ jónarhóll gleraugnaverslun í Hafnarfiröi www. sjonarftoíf. is Frumkvöóull að lækkun gleraugnaverðs | M ■■ . "" S. 56 Reykjavíkurve|jur 22 Heimspeki þessarar aldar er almenn þekking þeirrar næstu Sjúkraflug: Mýflug sér um sjúkra flug á norðursvæði Flugfélagið Mýflug mun sjá um sjúkraflug á norðursvæði næstu fimm árin. Heilbrigðisráðherra, Jón Kristjánsson hefur samið við Mý- flug annarsvegar, um sjúkraflug, og Slökkvilið Akureyrar hinsvegar, um sjúkraflutninga á svæði heilsugæslu- stöðvarinnar á Akureyri. Greiðsla ríkisins er áætluð um 530 milljónir á samningstímanum og er þá miðað við 300 sjúkraflug á ári. Samning- urinn kveður á um fastar greiðslur, en einnig verður greitt sérstaklega fyrir hvert flug. Með norðursvæði er átt við Vestfirði, Norðurland og Austfirði, og er Hornafjörður þar talinn með. Flugfélagið verður stað- sett á Akureyri, og verður sérútbúin sjúkraflugvél útveguð í verkefnið. Vélin er af gerðinni Beechcraft King Air 200C og er gert ráð fyrir að hún verði staðsett á Akureyrarflugvelli frá vorinu 2006. Flugsveit lækna er staðsett á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri sem fer í sjúkraflug þegar þörf er á en jafnframt fara sjúkra- flutningamenn frá Slökkviliði Ak- ureyrar í hvert sjúkraflug, eins og áður. Gert er ráð fyrir að útkallstími vélarinnar verði 35 mínútur þegar um bráðatilvik er að ræða. ■ Smávöruvísitala: Velta i október eykst milli ára Velta í dagvöruverslun í október jókst um 8% á milli ára á föstu verð- lagi, en um 6,5% ef miðað er við hlaupandi verðlag. Sala á áfengi drógst hinsvegar saman um 2% á sama tímabili á föstu verðlagi. Þetta kemur fram í mælingum Rann- sóknaseturs verslunarinnar sem tilkynnt var um í gær. Aukningin á milli mánaðanna september og okt- óber er hinsvegar óveruleg, miðað við leiðrétta vísitölu. Fram kemur að ekki hafi verið reiknuð vísitala fyrir lyfjaverslanir, eins og tíðkast hefur, sökum þess að vísitalan hafi verið mistúlkuð í opinberri um- ræðu og „þess ekki gætt að hún lýsir þróun heildarveltu apóteka en ekki aðeins veltu í lyfsölu“ eins og segir í tilkynningu frá Jóni Þór Sturlusyni, forstöðumanni RSV. Einnig segir að í vinnslu sé ítarlegri sundurliðun á veltu apóteka. Þegar þeirri vinnu er lokið ætti að vera hægt að gefa skýr- ari mynd af þróun í lyfsölu, sem og heildarveltu apóteka. Bent er á að viðskiptadagaáhrifin hafi haft sér- staklega mikið að segja þegar þessar tölur eru bornar saman. Með við- skiptadögum er átt við að í október- mánuði 2004 voru föstudagarnir 5, en aðeins fjórir þetta árið. Sama gerð- ist í september, nema þá var þetta öfugt, sem leiddi til óvenju mikillar veltuaukningar. Jón Þór segir þetta þó ekki breyta þeirri staðreynd að að mikil aukning hafi verið í veltu dagvöru og áfengis undangengið ár. Leiðrétt árshækkun mælist nú rúm 11% í dagvöru, og 8,3% í áfengissölu. jJniDGESTOtlE LOFTBÓLUDEKK FYRIR JEPPA Bridgestone DMZ3 4x4 jeppa loftbóludekkin eru ein fárra sérhannaðra vetrardekkja fyrir jeppa. „Ekki nokkur vafi á að loftbóludekkin frá Bridgestone er ein merkasta nýjung sem fram hefur komið í þróun hjólbarða síðustu árirí' segir Gunni Gunn, margfaldur íslandsmeistari í torfacruakstri. Hann heíur um árabil rekið hjólbarðaþjónustu í Keflavík. Helstu söluaðilar fyrir BRIDGESTONE REYKJAVÍK & NÁGRENNI: ORMSSON, Lágmúla 9, Rvík.. Bflaáttan, Smiðjuvegur 30, Kópav. • Smurstöðin Klöpp, Vegmúli 4, Rvík. * ESSO, Geirsgötu 19, Rvík. • Smur, Bón og Dekk, Sætúni 4, Rvík. • Smur- og dekkjaþj. Breiðholts.Jafnaseli • Hjólbarðaþj. Hjalta, Hjallahr. 4, Hafnarf. SUÐURNES: Hjólbarðaþj. Gunna Gunn, Keflavík • Bílaþj. Vitatorg, Sandgerði VESTMANNAEYJAR: Áhaldaleigan VESTUR- & NORDURLAND: Hjólbarðaviðgerðin.Akranesi • Bifreiðaþjón. Borgarnesi • Guttormur Sigurðsson, Ólafsvík • Bflagerði, Hvammstanga • Hjólbarðaþj. Óskars, Sauðárkróki • Dekkjahöllin, Akureyri • Bflaleiga Húsavíkur AUSTURLAND: BB Ljósaland, Fáskrúðsfirði • B.S. Bflaverkst Neskaupstað • Bflaverkst Ásbjörns. Eskifirði ORMSSON DEKKJAÞJÓNUSTA • LÁGMÚLA 9 SALA 530-2842 / 896-0578 VERKSTÆÐI 530 2846 / 899-2844

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.