blaðið - 25.11.2005, Page 4

blaðið - 25.11.2005, Page 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2005 bla6iö mjöllfrigg Dreifing: BéBé Vöruhús ehf Sími 512-3000 hreiníega sterkari Lyfsalar Upplýsa ekki um ódýrari lyf ASÍ telur lyfsala ekki gœta hagsmunum neytenda. Lyfsalar vísa þessum ásökunum á bug. AS( segir lyfsala ekki alltaf bjóða viðskiptavinum sínum upp á ódýrari samheitalyf. íslandsbanki Kaupir norskt verðbréfa- fyrirtæki fslandsbanki hefur keypt norska verðbréfaíyrirtaekið Norse Securities ASA. Með því opnast starfsemi bankans á norska verðbréfamarkaðnum sem hefur, að sögn Bjarna Ármannssonar, forstjóra fs- landsbanka, verið stefna hans í nokkurn tima. í tilkynningu frá bankanum í gær segir að Norse búi yfir góðum viðskiptamanna- grunni, öflugum stjórnendum og hæfileikaríku starfsfólki. Hjá Norse starfa tæplega 50 starfsmenn og er gert ráð fyrir að tekjur fyrirtækisins verði rúmlega 1,2 milij- arður króna á þessu ári. „Kaup íslandsbanka á Norse skapar bankanum stöðu á verðbréfamarkaðnum í Noregi“ segir í tiikynningu frá íslandsbanka í gær. Lyfsalar benda viðskiptavinum sínum ekki á ódýrari kost af sam- bæriiegu lyfi þrátt fyrir þá skyldu sem hvílir á þeim að upplýsa neyt- endur um ódýrari samheitalyf. Þetta kemur fram í könnun Alþýðusam- bands fslands (ASf) á mótsögnum í þróun lyfjaverðs. Skortur á upplýsingum í könnun ASI var gerður saman- burður á meðalverði á mígrenis- lyfinu Imigran og verkjalyfinu Voltaren Rapid í apríl og nóvember- mánuði á þessu ári. Þar kemur fram að þrátt fyrir að heildarverð lyfj- anna hafi lækkað talsvert á milli þessara tveggja verðkannana hækk- aði meðalverð á Imigran á sama tíma til neytenda. Astæða hækk- unar er fyrst og fremst rakin til þess að í millitiðinni kom inn nýtt sam- heitalyf, Imigran Radis, sem er ódýr- ara en frumlyfið Imigran. Þetta olli því að þátttaka Tryggingastofnunar ríkisins (TR) í lyfjaverði lækkaði í kaupum á Imigran þar sem útreikn- ingar TR miðast alltaf við ódýrasta lyfið á markaðinum. í könnuninni kom fram að fáir lyfsalar upplýstu viðskiptavini sína um ódýrari sam- heitalyf þrátt fyrir að þeim sé skylt að gera það í þeim tilvikum þar sem verðmunur er meiri en sem nemur 5%. Segir ennfremur í könnuninni að þetta veki upp spurningar um hvort aðrir hagsmunir ráði þarna ferðinni en hagsmunir sjúklings. Kannast ekki við þetta Hrund Rudólfsdóttur, framkvæmda- stjóri Lyf og heilsu, kannast ekki við það að lyfsalar á hennar vegum upplýsi ekki um ódýrari lyf. Hún segir það þvert á móti vera hags- muni fyrirtækisins að geta boðið viðskiptavinum upp á ódýrari vörur. „Það eru okkar hagsmunir að geta boðið sömu vöru fyrir lægra verð og þar sem við erum á mjög erfiðum samkeppnismarkaði segir það sig sjálft að ef þú getur boðið við- skiptavinum betur þá hlýtur þú að fara eftir því.“ Hrund segir lækna í sumum tilvikum R-merkja lyfseðla sem gerir lyfsölum það óheimilt að bjóða annað lyf. Þetta sé ákvörðun læknis sem gæti byggst á því að í sumum samheitalyfjum geta Blaðið/Fríkki komið fram aukaverkanir á meðan sjúklingar venjast lyfinu. Þá segir hún fyrirtækið nýlega hafa tekið í notkun tölvukerfi sem auðveldar lyf- sölum að fá upplýsingar um ódýrari samheitalyf. „Við vorum einmitt að láta breyta tölvukerfinu hjá okkur til þess að auðveldara væri að sjá ódýrari kosti. Þegar lyfjapöntun er afgreidd koma nýju samheitalyfin upp á skjánum sem annar kostur og lyfsali getur því strax spurt viðskipta- vin hvort hann vilji það frekar,“ segir Hrund og bætir við að reynslan sýni að aðeins í hluta tilfella kjósi við- skiptavinir samheitalyfið. ■ Mannanöfn Jón og Gunna vln- sælust Jón og Gunna eru ennþá al- gengustu eiginnöfnin á íslandi samkvæmt samantekt Hagstof- unnar um nafngiftir íslendinga árið 2004. Um 3,8% karla í land- inu bera nafnið Jón en um 3,6% kvenna bera nafnið Guðrún. Biblíunöfn vinsæl Samkvæmt samantektinni hefur þó nokkuð dregið úr tíðni gamalgróinna nafna og þess í stað komin tískunöfn á borð við Birta og Aron. Þannig hétu 23,5% allra karla á landinu Jón árið 1703 og á sama tíma báru um 19,7% allra kvenna nafnið Guðrún. 1 manntali frá árinu 1901 báru um 9,6% allra karla nafnið Jón og um 10,5% kvenna nafnið Guðrún og ljóst að verulega hefur dregið úr tíðni þessara nafna. Þá kemur einnig fram í samantektinni að biblíunöfn verða sífellt vinsælli hér á landi t.d. nöfn eins og Daníel, Davíð, Rakel og Sara. Tískunöfn Tiskunöfn eru líka byrjuð að ýta í burtu vinsælum nöfnum á borð við Guðmundur og Sigríður. Þannig hefur Guð- mundsnafnið verið næst á eftir Jónsnafninu um aldaraðir en sé horft til drengja á aldrinu o til 4 ára er nafnið nú í 15. sæti. I sama aldurshópi stúlkna er nafnið Sigríður nú í 31. sæti en var lengi vel í öðru sæti. Þá hafa vinsældir tvínefna aukist jafnt og þétt á síðustu áratugum og í dag bera um 55,5% landsmanna tvö eigin- nöfn. Algengustu tvínöfnin í dag í hefld eru Jón Þór og Anna María en meðal þeirra yngstu eru tvínöfnin Andri Snær og Eva María langvinsælust. SKRIFSTOFUGARÐAR NETLA I_________NETHYL_____________I Fyrir lítil fyrirtæki og einyrkja Frábær skrifstofuaðstaða á góðu verði Eigum aðeins eitt laust herbergi eftir. Aðeins 32.500 + vsk með húsgögnum. Innifalið m.a þráðlaust internet, hiti, rafmagn, ræsting í sameign, aðgangur að fundarherbergi ofl. Nánari upplýsingar gefur Gunnar í síma 664-6550 Netla- Nethyl 2, 110 Reykjavík ofélin kðrna med Jélakðrtunum ...skoöaöu jólakortin á www.myndval.is og veldu kort, sendu okkur myndina og textann sem þú villt hafa og við sjáum um að klára jólakortin fyrir þig ...einnig getur þú komið með mynd og texta til okkar í Mjóddina ] -39 kort. 145kr./stk. 40 kort+ 135kr./stk. umslag fylgir, lágmarkspöntun lOstk. Álfabakka 14 - 557 4070 myndval@myndval.is húshjálpin og húsið ilmar af hreinlæti

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.