blaðið - 25.11.2005, Síða 6

blaðið - 25.11.2005, Síða 6
6 I IWWLEMDÆR FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2005 blaöiö Þingmaður og ráðherra unnu fitustríðið Yfirburðastaða RÚV Átta af tíu vinsœlustu sjónvarpsþáttunum eru hjá Sjónvarpinu Frá verðlaunaathöfninni í Sporthúsinu. Frá vinstri talið ReynirTraustason, sem fékk silfurverðlaun, Linda Pétursdóttir, formaður dómnefndar, Guðni Ágústsson, heiðursverð- launahafi, og Sigurður Kári Kristjánsson, alþingismaður, sem bar sigur úr býtum. Sigurður Kári Kristjánsson, alþingismaður, hlaut fyrstu verð- laun eftir að hafa náð bestum ár- angri í heilsuátaki sem tímaritið Mannlíf og heilsukeðjan Iceland Spa and Fitness hafa staðið fyrir síðan í sumar. Alls tóku sjö manns með einkaþjálfurum þátt í átakinu sem stóð frá 1. júlí til 1. nóvember. Sigurður Kári hefur náð að helminga fitu líkama síns og er nú í svipuðu formi og afreksmaður i íþróttum. Hann fór úr 22 prósentum í n prósent. Svava Svavarsdóttir, einkaþjálfari, hlaut verðlaun fyrir handleiðslu sína. Dómnefnd Lindu Pétursdóttur, stofnanda Iceland Spa, úrskurð- aði að Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, hefði hafnað í öðru sæti en hann missti 17 kíló á tímabilinu með hjálp einkaþjálfara síns, Kol- brúnar Pálínu Helgadóttur. Þriðja sætið hreppti Guðbjörg Einarsdóttir sem átti sér þann draum að öðlast nægan styrk til að komast í Lögregluskólann. Þetta tókst henni með aðstoð þjálfara síns, Jóhanns Inga Stefánssonar, og hún flaug inn skólann. Guðni Ágústson fékk heiðursverð- laun fyrir það áræði að stíga fram fyrir þjóð sína og taka þátt í átak- inu og boða heilbrigðari lífshætti. Guðni léttist um tæp átta kíló og ummál ráðherrans hefur minnkað um 41 sentímetra. Guðni flutti þakkarávarp þar sem hann upp- lýsti að innri fita hans hefði vikið og hann væri nú kraftmeiri til allra verka, jafnt heima sem heiman. I þakkarávarpi í lok athafnarinnar sem fram fór í Sporthúsinu sagðist Guðni myndi halda áfram í átaki sínu og hvetja alla til þess að sjá við offituvandanum. ■ Spaugstofan er vinsælasti þátturinn í íslensku sjónvarpi samkvæmt áhorfs- könnun Gallup. Áhorf á þáttinn mælist nú 52,5%. Fréttir RÚV eru í öðru sæti og mælist áhorf 45,4%. Kastljósið kemur síðan í þriðja sæti með 38,1% og Kallakaffi er skammt undan með 37,5%. Fjórði vinsælasti þátturinn í íslensku sjónvarpi er Örninn á RÚV með 32% áhorf og í fimmta sæti eru fréttir Stöðvar 2 með 30,5%. Idol stjörnuleit kemur síðan með 28,3%. Hjá Skjá 1 mælist CSI með 22% og íslenski bachelorinn með 20,6%. Þá má geta þess að Ástarfleyið á Sirkus mældist með 6,6% áhorf. Könnunin var gerð áður en Nýja fréttastöðin, NFS, fór í loftið og því er hún ekki mæld í þessari könnun. Hér að neðan er listi yfir vinsælustu þættina. Spaugstofan Fréttir, íþróttir veður Kastljós Kallakaffi Örninn Fréttir Stöðvar 2 Idol Stjörnuleit Útog suður Allir dansa mambó Tíufréttir 52,5% 45,4% 38,1% 37,5% 32,0 30,5% 28,3% 26,1% 24,2% 24,2% 9 neðan af tórmum, parketvinnu o.fl. Sagarblöö til aö saga jórn. RAFVER HF V«rfcf»ri fyrlr Iðnaðarmann SKEIFAN 3E-F - 108 REYKJAVIK SÍMI 581 2333 / 581 2415 RAFVER. RAFVER.IS - WWW.RAFVER.IS ns;'\ ‘Siátna & Jtyggvagotn S, 101 Key^javi^ _-----------------------S. 511 2272 'L'í'1 i:M helgab í Ertu ekki þreyttur / preytt á aðborða alltaf <tama matinn kíktu á okkur á elraco.úi Nýr daLuabar opið til 03.00 m clraco.is Lestur dagblaða minnkar Morgundreifing á laugardagsblaði Blaðsins mœlist velfyrir. Lestur dagblaða dregst saman, sam- kvæmt könnun Gallup sem birt var í gær. Þannig mælist meðallestur Morgunblaðsins 46,1% á landinu öllu, en var 51% í síðustu könnun. Lestur Fréttablaðsins fer úr 67,6% í 64,1% og lestur Blaðsins minnkar úr 32,2% í 27,4%. Lestur DV eykst hins vegar aðeins, fer úr 16,7% í 17,9% á landsvísu. Lestur Blaðsins á höfuð- borgarsvæðinu mælist um 40%. Nýtt laugardagsblað Blaðsins, sem dreift er að morgni dags, mælist afar vel fyrir og mælist lestur þess 46,1% á höfuðborgarsvæðinu, á móti 48,2% hjá Morgunblaðinu og 67,4% hjá Fréttablaðinu. Mikil frídreifing var hjá DV í könnunarvikunni og mældist hún 8,7% og skýrir það auk- inn lestur á því blaði. Frídreifing hjá Morgunblaðinu mældist 5,8%. Fjöldi fólks í úrtakinu hjá Gallup var 1.531 og var nettó svarhlutfall 57,8%. ■ Skipulagsmál Vilja halda í slippinn Sjálfstæðismennn eru tilbúnir að endurskoða fyrirhugaðan flutning slippsins frá Reykja- vík líkt og gert er ráð fyrir í deiliskipulagi gamla hafnar- svæðisins. Þetta kom fram á íúndi fulltrúa borgarstjórnar- flokks Sjálfstæðisflokksins með útvegsmönnum í Reykjavík.Á fúndinum lýstu útvegsmenn áhyggjum sínum vegna flutn- ings slippsins og telja það muni hafa víðtæk áhrif á atvinnulíf á svæðinu. Þá telja þeir einnig að þeir muni frekar nýta sér þjónustu slippsins í Hafnarfirði heldur en á Grundartanga þangað sem flytja á slippinn. Gengi krónunnar Lækkun framundan Gengi íslensku krónunnar mun lækka verulega á næstu mánuðum ef spá Islandsbanka mun ganga eftir. I spá grein- ingardeildar bankans segir að gert sé ráð fyrir að gengisvísi- talan verði komin í 113 stig eftir tólf mánuði sem er um 8% lægra en núverandi gildi. Mosfellsbær: Ný íþrótta- miðstöð Mosfellsbær og fyrirtækið Nýsis hf. undirrituðu í gær samning um samstarf um byggingu og rekstur íþróttamiðstöðvarinnar Lækjarhlíð. Samningurinn nær til 30 ára og mun Mosfellsbær greiða Nýsis árlega leigu á samningstímanum.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.