blaðið - 25.11.2005, Side 21

blaðið - 25.11.2005, Side 21
blaöið FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2005 TÓMSTUNDIR I 21 Tómstundir hafa mikið forvarnargildi Mikilvœgt að finna hvaða tómstundir henta hverjum og einum „Rannsóknir hafa sýnt að krakkar sem stunda íþróttir undir stjórn ábyrgra aðila eru ólíklegri tú að leiðast út í áfengisneyslu og reykingar,“ segir Þráinn Hafsteinsson, ffístundaráðgjafi í þjónustumiðstöðinni í Mjódd. Hlutverk Þráins er að stuðla að bættu íþrótta- og tómstundastarfi í Breiðholti og auka félagsauðinn í hverfinu. Þráinn segir einnig að því oftar sem íþróttir séu stundaðar í viku því minni líkur séu á að börn og unglingar leiðist út í áfengisneyslu.„Það er orðið minna um að böm leiki sér skipulega án eftirlits eins og áður tíðkaðist og undir þeim aðstæðum er líka hætta á að þau leiðist út í óæskilega hegðun. Krökkum, sem stunda tóm- stundir utan skóla, gengur yfirleitt vel í skóla og má leiða líkum að því að iðkun tómstunda geri það að verkum að böm læri að skipuleggja tíma sinn betur. Þá tel ég að krakkar læri betur að það er samhengi miUi ástundunar og árangurs og að þú uppskerð eins og þú sáir,“ segir Þráinn Þráinn segir rannsóknir hafa sýnt að mest þátttaka í íþróttum er hjá 10-12 ára börnum en eftir það minnkar hiin. „Ég tel íþrótta- hreyfinguna ekki hafa boðið upp á nægilega fjölbreytta möguleika fýrir eldri böm. Böm sem stunda íþróttir en hafa ekki náð nægjan- legum árangri til að keppa á mótum gefast upp og finna ekki tilganginn með iðkuninni," segir Þráinn og bætir við að þá sé ákveðin hætta á að þau leiðist út í miður æskilega hegðun.„Keppnir henta ekki öllum en félagsleg tengsl em ekki síður ávúiningur af því að stunda íþróttir.ljSegir Þráinn. Hami segir kosUiað við tómstundaiðkun vera'aðra ástæðu þess að sumir krakkar eiga ekki kost á því að stunda þær.„Það er mín skoðun að hið opinbera ætti að koma meira inn í og niðurgreiða tómstundir fyrir börn og unglinga, ekki síst í ljósi rannsókna sem sýna að tómstundaiðkun hefur mikið forvarnargildi fyrir áfengisvanda- mál en ekki síður fyrir félagslega einangrun. Það er eðlilegt að börn sem em félagslega ein- angmð séu hrædd við að prófa tómstundir og því mikilvægt að foreldrar ræði vel við börnin áður en lagt er af stað og fylgi þeim jafnvel í fyrstu tímana. Á hverju vori kemur út bæklingur ffá ÍTR og þar geta foreldrar séð hvað er 1 boði fyrir bömin. Ég tel mikilvægt að foreldrar setjist niður með börnum sínum og fari í gegnum hvað þau hafi áhuga á að stunda,“ segir Þráiim. hugrun.sigurjonsdottir@vbl.is BlaiiO/Frikkl Þráinn Hafsteinsson, frfstundaráð- gjafi Fyrrum íslandsmeistari í samkvœmisdansi Byrjaði að œfa dans sex ára gömul „Ég hef æft samkvæmisdansa frá því að ég var 6 ára,“ segir Þóra Björg Sig- urðardóttir, fyrrum Islandsmeistari í samkvæmisdönsum. Þóra náði einnig mjög góðum árangri í dans- keppni í Blackpool árið 2003. „Ég hef alltaf æft dans í Dansskóla Jóns Péturs og Köru. Foreldrar mínir æfðu dans og þannig kviknaði áhugi minn á íþróttinni. Það hefur gefið mér ótrúlega mikið að æfa dans og ég get ekki ímyndað mér lífið án þess,“ segir Þóra. Þóra hefur einnig lært á píanó og söng en segist samt alltaf hafa haft nægan tíma fyrir skólann. „Ég held að með því að vera í tómstundum hafi ég lært að skipuleggja tima minn betur. Núna er ég á fyrsta ári í Verslunarskóla Islands og æfi sam- kvæmisdansa með frjálsri aðferð. Gallin er sá að dansherrar á mínum aldri eru ekki á hverju strái og nú vantar mig dansherra," segir Þóra og bætir við að strákar hætti í dansi í efstu bekkjum grunnskóla. Þóra segir dansinn mjög góða líkams- rækt sem hafi skilað sér í góðu þoli í íþróttum. Þess má geta að Gísli, yngri bróðir Þóru, æfir einnig samkvæmisdansa. Ingibjörg Sigurþórsdóttir, móðir Þóru, hefur æft samkvæmisdansa í mörg ár og segir tómstundaiðkun efla sjálfstraust barna og unglinga. „Við foreldrar Þóru höfum gefið okkur mikinn tíma til að fylgja börnum okkar eftir í dansinum og sjáum ekki eftir þeim tíma,“ segir Ingibjörg. Hún segir áberandi hve samskipti kynjanna eru fumlaus og eðlileg hjá krökkum sem stunda dans og segir það eflaust stafa af því mikla samstarfi sem þau þurfa að hafa við hitt kynið í dansinum. Hugrun.sigurjonsdottir@vbl. is fTONASTOrflS Magnarar Spider 15 wött kr. 17.900- Spider 30 wött kr. 24.900- Spider II 112 75wött kr.39.900- Spider II 210 120 wött kr.44.900- Spider II 212 150 wött kr.49.900- Spider II 75 wött Head kr.25.900- Spider II 150 wött Head kr. 25.900- Box Spider II Cabinet 412 kr.47.900- Spider II Cabinet HD75 412 kr.44.900 Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími: 552 1185 • www.tonastodin.is

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.