blaðið - 25.11.2005, Page 24

blaðið - 25.11.2005, Page 24
24 I GÆLUDÝR FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2005 blaöiö Hátískufötfyrir hunda Hundum líður betur í hlýjum peysum Sumum finnst heldur skrýtið að klæða hunda í föt en þetta er víst framtíðin. Hundum verður kalt rétt eins og mannfólkinu og þurfa því hlý og góð föt. Ekki er verra að þau séu stórglæsileg. Theo- dóra E. Smáradóttir veit af þessu og hefur því hannað flott föt á hunda undanfarin ár. Hönnun hennar er seld í löndum víðs vegar um heim og fyrirtæki Theo- dóru og Sigurðar Jónssonar, Theo, fékk Nýsköpunarverðlaunin í fyrradag. Þessi jakki slær án efa í gegn enda sérstak- lega glæsilegur. Theodóra segist vera himinlifandi yfir verðlaununum enda gefi þau henni kraft til að halda áfram. Hug- myndina af hundafatnaðinum fékk hún þegar hundinum hennar, Lúlla, var alltaf kalt. „Ég saumaði á hann flíspeysu sem vakti svona rosalega lukku. Fólk var farið að stoppa okkur úti á götu og vildi svona peysu, síðan vatt þetta upp á sig. Lúlla leið betur í peysunni því þó að smáhundar séu loðnir þá er alltof kalt hérna fyrir þá. Fyrir jólin 2002 byrjaði ég að sauma hundaföt fyrir fólk eftir máli. Fyrir jólin 2003 fórum við á sýningu í Svíþjóð og saumuðum alveg helling fyrir það. Það gekk svo rosalega vel að við sáum ekki fram á það að ég æti verið að sauma hérna heima. g hannaði því bara fötin, sendi þau út og svo er þetta framleitt erlendis." Stórir hundar þurfa líka föt Á íslandi má fá fötin frá Theo í Iðu og Dýraríkinu. Auk þess verður net- verslun opnuð fljótlega og Theodóra viðurkennir fúslega að það sé allt á fullu þessa dagana. „I dag eru um ellefu manns sem koma að fyrirtæk- inu. Við erum að selja vörurnar á öllum Norðurlöndunum, víðs vegar um Evrópu og í Bandaríkjunum. Þetta er búið að stækka hratt. Við fórum á sýningu í Chicago í október og slógum í gegn. Þeir voru rosalega hrifnir af flíkunum. Við höfum verið með fjórar stærðir hingað til en það er búið að biðja mikið um föt á stóru hundana og nú erum við með sjö stærðir. Þó hundar séu stórir þá eru þeir svo snöggir að feldurinn ver þá ekki fyrir kuldanum. Það er mjög sniðugt að setja hunda sem eru mjög loðnir og með mikinn feld í vindgalla til að hlífa feldinum við bleytunni, rigningunni og snjónum sem festist í hárunum. Þá er hundur- inn bara tekinn úr gallanum þegar f)t»_ . J ':öufu(\U\r futaifisk.M'y' PROFORI HUNDA OG KATTAFOÐUR PROFORMANCE - dýranna vegna rðufntjlfrr J ftilaifWkn-r Bleikargróf 15 Rvk * Hafnarstræti 17 Rvk Hfj Skólabraut 37 Akranesi • Hrannargötu 2 Ísafírðí Kaupangur Akureyri • Eyrarvegi 35 Selfossi IPROFormance PC r PRODUCTS INC NUTRO - 30% AFSLÁTTUR NUTRO ÞURRFÓÐUR FYRIR HUNDA OG KETTI í HÆSTA GÆÐAFLOKKI. 30% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM TOKYO opið gæludýravörur mán-fös. 10-18 Hjallahraun 4 Lau. 10-16 Hafnarfirði s.565-8444 Sun 12-16 Theodóra E. Smáradóttir segir að hundar þurfi góð og falleg föt til að þeim verði ekki kalt. hann kemur inn í stað þess að hann þurfi að fara í bað eða bíða eftir að snjórinn bráðni. Þetta er líka oft óþægilegt fyrir þá því snjórinn togar í feldinn." Þarf að gæta þess að hundar séu ekki heftir Theodóra lærði almenna hönnun en hefur dundað sér við saumaskap síðan hún var lítil. Amma hennar kenndi henni að sauma og aðstoð- aði hana fram eftir aldri. Theodóra segist alls ekki eiga erfitt með að finna hugmyndir að nýjum flíkum. „Þvert á móti. Ég er með fullan haus af hugmyndum. Þetta er rosalega gaman. Þar sem við eigum hunda sjálf þá sjáum við hvað hentar og það er búið að breyta hverjum galla mörgum sinnum til að hundunum líði vel og að þeir séu ekki heftir." Tækifærisföt eins og skokkar og smekkbuxur Theodóra segir að það hafi alls ekki vakið furðu að hún sé að hanna föt fyrir hunda. „Ég hef fengið meiri- háttar viðbrögð við fatnaðinum. Það hrósa þessu allir og taka mjög vel í þetta. Sumum finnst reyndar að hundar eigi helst að vera úti í kofa en þeir sem eiga hunda vita alveg að þeir þurfa á fötum að halda. Þetta er kannski meira hjá fólki sem finnst hundar bara vera hundar. Fólk var mjög fegið, áður voru fötin meira ábreiður en ekki var hugsað mikið um útlitið. En þessi föt eru bæði til að hlífa hundunum við bleytunni og kuldanum og líka tækifærisföt eins og smekkbuxur, bolir, skokkar og fínni föt.“ Theodóra segir að báðir hundarnir hennar séu oftast í fötum. „Alltaf þegar þeir fara út. Þeir eru ekki í fötum þegar þeir eru heima. Nala er tveggja ára og henni finnst æðislegt að vera í fötum. Þau hjálpa til við að fara í fötin. Það er eins og hún viti að hún er voða fín þegar hún er komin í fínt pils.“ svanhvit@vbl.is Dýraland.is Dýzin tala á Dýralandi Ætli þessi dúlla eigi heimasíðu á Dýraland.is Það er löngu orðið hversdagslegt að þetta leið til að koma hugsunum og rita hugsanir og dagleg mál í dagbók- skoðunum á framfæri. A Dýraland. arformi á Internetinu. Margir eiga is eiga blessuð dýrin líka athvarf sínaeiginbloggsíðuogfyrirmargaer en þar eru hýstar tugir heimasíðna þar sem eigendur blogga fyrir hönd dýra sinna. Heimasíðurnar eru eins misjafnar og þær eru margar, sumir leggja orð í munn dýranna á meðan aðrir láta sér nægja að tjá hugsanir sínar í garð dýrsins. Ljóst er að fjöldi Islendinga á gæludýr sem þeim þykir mjög vænt um. Vefurinn nýst betur en búist var við Sigríður Guðmundsdóttir, Þór Sig- urðsson og Ingi Gauti Ragnarsson eru eigendur Dýralands en auk þess reka þau Barnaland.is. Ingi Gauti segir að hugmyndin af Dýralandi hafi í raun komið vegna þess hve margir voru með síður fyrir dýrin sín inni á Barnalandi. Dýraland var stofnað í október 2004. „Vefurinn hefur í raun nýst meira en við bjugg- umst við. Þetta var hálfgert tilrauna- verkefni fyrst. Það er fullt af fólki sem er með heimasíður hjá okkur en ég er ekki með fjöldann á hreinu,“ segir Ingi sem sjálfur á engin dýr. Dagbók Parísar „Nú er ég orðinn 8 mánaða. Hélt uppá það með því að fara f heimsókn til bestu ömmu I heimi, sem átti einmitt afmæli í gær eins og ég. Amma gaf mér harðfisk, nammi namm. Svo var Max þar í heimsókn, 3 ára labrador. Við skemmt- um okkur konunglega saman. Hlupum hring eftir hring, stofan, eldhúsið, gangurinn, stofan eldhúsið, gangurinn, það eru svo skemmtileg hús þar sem hægt er að hlaupa í stóra hringi gegn- um herbergin. Max kenndi mér aftur að pissa og kúka inni, ég var alveg búinn að gleyma að það væri hægt. Nú geri ég það heima líka, mömmu og pabba til mikilia skaprauna. I dag átti svo afi afmæli, sko afi I Hafnarfirði. Ég var nú bara sofandi þegar mamma skaust I heimsókn til hans, ég kyssi hann næst þegar við mamma röltum til hans. Svo á Brynjar afmæli á föstudaginn og Arnar á mánudag. Þvílíkar afmælisveislur. Ég fæ bara vatn f munninn. Ég var annars lasinn um daginn, fékk niðurgang og gubbaði. Mamma gaf mér hrísgrjón að borða með örlitlum humar f - nammm nammm namm. Nú fæ ég loksins góðan mat. Mamma komst að þvf að ég elska hrfsgrjón svo nú blandar hún hrísgrjón- um við matinn minn og það hverfur ALLT úr skálinni minni. Jæja, ég verð að fara að horfa á leikinn, áfram ManU. Kveðja frá Paris." http://www.dyraland.is/dyr/33986/vef- bok

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.