blaðið - 25.11.2005, Page 28

blaðið - 25.11.2005, Page 28
28 I MENNING FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2005 blaöiö Manneskjur eru ólíkindatól 1 fylgd með fullorðnum, fyrsta skáldsaga leikkonunnar Stein- unnar Olínu Þorsteinsdóttur, hef- ur vakið nokkra athygli enda fín frumraun. „Ég hef lítið skrifað áður, utan það sem ég skrifaði ásamt Margréti Örnólfsdótturþeg- ar ég stjórnaði skemmtiþættinum Milli himins og jarðar í sjónvarp- inu. Það voru helst „grínsketsar“ fyrir leikarahópinn sem vann með okkur. Þar utan hef ég skrif- að fyrir skemmtiþáttinn Stelpurn- ar á Stöð 2 í vetur. Þá er það held ég upptalið,” segir Steinunn Ólína aðspurð hvort hún hafi áður feng- ist við skriftir og jafnvel átt hand- rit í skúffum. Þú átt greinilega auðvelt með að skrifa og hefur góðan stíl. Kemur þessi stíll auðveldlega til þín eða kostar hann áreynslu? „Það var engin áreynsla að skrifa. Þvert á móti fannst mér það fremur auðvelt en umfram allt ánægjulegt. Auðvitað var ég oft í vafa um eitt og annað en ég naut þess atlætis að geta borið hluti undir fólk sem ég treysti og get tekið mark á. Stíllinn kom frekar svona af sjálfu sér. Bókin er brota- kennd, stuttar frásagnir sem eru eins og hendingar og þar af leið- andi varð stíllinn kannski svolítið knappur. Það eru stuttar setning- ar sem kveikja af sér aðrar stuttar setningar." 99................. Maður leggur sig fram við eitthvað og vonar að það skili sér. Það er tímasóun að hugsa ofmikið um útkomuna, þá verður manni ekkert úr verki." Bókinni hefur verið vel tekið. Varstu hrœdd við gagnrýni? „Ekki hrædd beinlinis en auðvitað full eftirvæntingar. Hvað veit maður um það hvern- ig hlutum er tekið? í leikhúsinu er enn ekki búið að finna upp þá formúlu sem ábyrgist það að fólk vilji koma í leikhúsið, þrátt fyrir að viðkomandi leikrit hafi gengið vel annars staðar í heiminum. Um svona hluti er ekki hægt velta vöng- um yfir fyrirfram. Maður leggur sig fram við eitthvað og vonar að það skili sér. Það er tímasóun að hugsa of mikið um útkomuna, þá verður manni ekkert úr verki.“ Truflar það þig að einhverjir les- endur eru í leit að fyrirmyndum að persónum þegar þeir lesa bókina? „Ef þessi bók hefði komið út í milljónasamfélagi, hefði þessi um- ræða aldrei átt sér stað. Það hefði enginn haft áhuga á því. Smæð okkar gerir það að verk- um að við viljum þekkja náungann til hlítar ef þess er nokkur kostur. Sumir hafa viljað kannast við einn og annan í þessari bók og það er bara af hinu góða ef fólki finnst ég lýsa fólki sem það þekkir. Þá hefur mér kannski tekist að lýsa broti af því samfélagi sem við lif- um og hrærumst í. En um beinar fyrirmyndir er ekki að ræða heldur eru þetta kannski fyrst og fremst lýsingar á samskiptum ólíkra per- sóna og þeirra ólíku eiginleikum. Mannfólkið er svo skemmtilegt. Manneskjur eru ólíkindatól.“ Hvencer kemur nœsta bók? „Þegar ég er tilbúin. Ég er byrjuð að skrifa meira. Hvað það verður er ekki alveg ljóst á þessu stigi málsins. En það er skáldsaga af allt öðrum toga.“ Steinunn Ólína. Skáldkonan sést hér þar sem hún áritaði bók sína í Bókabúð Máls og menningar. ; lgrlvjm , SOLUMENN ÓSKAST Vegna aukinna umsvifa óskar Blaðið eftir sölumönnum í fulla vinnu. Um er að ræða skemmtilegt starf hjá fyrirtæki í örum vexti með skemmtilegu fólki. Góðir tekjumögu- leikar fyrir gott fólk. Blaöiö Bæjarlind 14-16 201 Kópavogur Umsóknir sendist á atvinna@vbl.is ★★★ Stefnuljós - Hermann Stefánsson Óvenjulegt stefnuljós Stefnuljós er fyrsta skáldsaga rit- höfundarins Hermanns Stefáns- sonar en áður hefur hann sent frá sér smásagnasafnið Níu þjófalyklar. 1 bókinni segir frá Guðjóni Ólafssyni, rithöfundi, sem kemst að því að eigin- kona hans og mágur eiga í ástarsambandi. í verkinu er einnig að finna sögu inni í sögunni þar sem segir frá Gregori sem er uppi í fjarlægri framtið á íslandi. Þessar sögur spinnast saman í verkinu sem í heild er þó frekar látlaust. Segja má að hér séu all venjulegar persónur settar inn í hverdagslegar og í sumum tilvik- um óvenjulegar aðstæður. f þessu liggur augljóslega meginstyrkur Hermanns enda voru margar lýsingarnar kostulegar og bráð- fyndnar. Einnig var athyglisvert að sjá hvernig hann brýtur upp hefð- bundið frásagnarformið þar sem jafnvel sögumaður kemur með innslag úr sínu eigin lífi og einnig komu myndbirtingar á aðalsögu- hetjum skemmtilega á óvart. Þetta skapar tilraunakennt andrúmsloft sem gefur bókinni hressilegan og jafnframt nýstárlegan blæ. En undir niðri er grafalvarleg saga með þó kæruleysislegum undir- tóni þar sem ýmis vandamál og umræðuefni samtímans ber á góma. Það er hins vegar skortur á krafti í framvindu sög- unnar sem einhvern veginn flýtur bara áfram og skilur ekki nógu mikið eftir að lestri loknum. Það er helst í vangaveltum sögupersón unnar Guðjóns þar sem frásagn- argleðin fer á flug en inn á milli dettur sagan sjálf hreinlega niður. hoskuldur@vbl.is Stefnuljós eftir Hermann Stefánsson útg. Bjartur Rvk 2005

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.