blaðið - 25.11.2005, Qupperneq 38
38 I FÓLK
FÖSTUDAGURW 25. NÓVEMBER 2005 blaöiö
SUM BÖRW
KVÍÐA FYRIR
JÓLUNUM
Smáborgarinn er farinn að hlakka til jól-
anna. Enda var það ekki seinna en (fyrra-
dag sem hann dröslaðist með nýtt jólatré
upp í íbúð sina. Tilhlökkunln er því mlkil
enda fyrsti í aðventu framundan. Smá-
borgarinn ætlar einmitt að nýta þá helgi
til að þrífa almennilega svo hægt verði að
fylla íbúðina af jólaskrauti innan skamms.
há verður Smáborgarinn glaður enda lífg-
ar það svo upp á þessa dimmu daga i
desember. En um leið og Smáborgarinn
veltir sér upp úr tilhlökkun sinni hugsar
hann til þess með kvíða í hjarta að tugir
ef ekki þúsundir barna bera ekki sömutil-
hlökkun > brjósti. Það eru ótrúlega mörg
börn í okkar litla samfélagi sem kvíða
fyrir jólunum, hátíð barnannna. Þessi
börn búa til dæmis við alkóhólisma, vímu-
efnaneyslu eða önnur vandamál sem ná
jafnvel hámarki um jólahátíðina. Þótt
hátíðin sé tileinkuð friði og börnum þá er
hún Ifka veldur hún oft stressi og peninga-
eyðslu. Slíkt verður oft til að foreldrar eða
forráðamenn smakka ótæpilega á jóla-
rauðvininu sem á að vera í sósunni. Sósan
situr eftir bragðlaus og þurr, en mamm-
an og pabbinn eru blaut og málglöð. Þó
að barn sem býr á heimili alkóhólista sé
vant því að foreldrarnir séu fullir þá veld-
ur það eflaust meiri kvíði ef þau eru ölv-
uð á aðfangadag. Börn hafa svo gaman af
þessum degi og oft er tilhlökkun allt árið
eftir þessum eina gjafadegi. Vonbrigðin
verða því ennþá meiri ef dagurinn er ekki
fullkominn. Þetta er grimmur veruleiki
sem margir lifa i og Smáborgarinn fær
sting i hjartað þegar hann hugsar til þess
að börn muni sitja úti í horni á aðfanga-
dag. Barnið er með kvíða í brjósti og heyr-
ir köll og partílæti foreldranna. Gjafirnar
voru opnaður stuttu áður en barnið upp-
lifði enga gleði þeirra vegna heldur óskar
sér einungis þess að foreldrarnir sofni
sem fyrst og að næsti dagur risi upp með
þeirri von um að bráðum muni eitthvað
breytast. Bráðum mun barnið verða full-
orðið og þarf ekki að lifa við þetta ástand.
Bráðum munu mamma og pabbi verða
eins og þau voru, hamingjusöm og edrú.
Bráðum...bráðum... bráðum....
HVAÐ FINNST ÞÉR?
Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar
Hvað finnst þér um fjarveru ráð-
herra við fjárlagaumræðuna?
„Mér finnst algjörlega fráleitt að ráðherrar séu ekki viðstaddir á mikilvæg-
asta degi þingsins, þegar í reynd er verið að taka meginákvarðanir um fjár-
lög. I sumum tilvikum kunna að koma upp ákveðnar aðstæður þannig að
hægt sé að verja það. Ég á hins vegar ekki orð yfir þeirri ósvífni mennta-
málaráðherra sem að fer með þann málaflokk sem er jafnan mest ræddur
fyrir utan heilbrigðismálin við fjárlög, það er að segja menntamálin. Það
er svo ótrúlegt að komast að því að ráðherrann skuli velja einmitt fjárlaga-
umræðuna til þess að þvælast á ómerkilega ráðstefnu í annarri heimsálfu.
Hún stillir það svo af að hún á ekki að koma til landsins fyrr en daginn
eftir að umræðu lýkur. Það er deginum ljósara að hún er að flýja umræð-
una enda er hún með flest stóru málin í uppnámi. Þetta eru vinnubrögð
sem eru sannarlega ekki til eftirdæmis.“
Felicity um lystarstolið
Felicity Huffman hefur sagt frá því að hún hafi verið með lystarstol og bú-
limíu á unglingsárum sínum. Stjarnan úr Desperate Housewives segir að
maðurinn hennar, William H. Macy, hafi hjálpað henni að ná sér. Þegar hún
var rúmlega tvítug hafi hún verið mjög létt og of veikburða til að fara út að
skokka og hafi hún þá leitað sér aðstoðar. 1 dag trúir hún því varla að hún sé
ein mest kynæsandi kona í sjónvarpi. „Ég var með átröskun í nokkurn tíma
og hataði líkama minn. Mér fannst ég aldrei nógu mjó og aldrei með nógu
stór brjóst. Ég kastaði oft upp og valdi mér mat til að borða sem auðvelt væri
að æla aftur. Líklega hef ég alltaf haft 40 ára líkama og nú þegar ég hef loks
náð þeim tímapunkti er ég nokkuð ánægð.“
Calista segir frá öllu
Calista Flockhart varð afskaplega fræg fyrir að leika Ally McBeal
en á tímabili var hún jafnvel frægari fyrir það hversu grönn hún
1 var orðin. Nú eru hins vegar fimm ár síðan þáttunum lauk og
I Calista er orðin miklu hraustlegri. I nýlegu viðtali við Grazia
j sagði hin 41 árs gamla leikkona frá því að langir vinnudagar,
j enginn tími til að fara í líkamsrækt og sjálfskipað bann við
| skyndibita hafi haft þessi slæmu áhrif á líkamsþyngd hennar.
Hún tók sérlega nærri sér þegar slúðurblöðin kenndu henni
«j um að aðrar leikkonur þáttanna tóku að grenna sig og léttast.
m En í dag blómstrar Calista, sem er í sambandi með Harrison
p Ford sem er 22 árum eldri en hún. Þau hittust á Emmy-verð-
r laununum árið 2002 þegar hún hellti óvart rauðvíni yfir hann.
Hún er nýkomin úr leikhléi og leikur nú í hryllingsmyndinni
Fragile og nýtur móðurhlutverksins í botn, en hún á fjögurra ára
ættleiddan son sem heitir Liam.
Prodigy stœrsta
nafnið á Isle of Wight
Hljómsveitin Prodigy mun vera stærsta nafnið á fyrsta kvöldi
Isle of Wight-hátíðarinnar á næsta ári. Tónlistarhátíðin er hald-
in helgina 9. til 11. júní í Seaclose Park í Newport. Næsta hátíð
verður sú fimmta í röðinni eftir að hún var endurvakin árið
2002. Þátttaka fleiri hljómsveita verður staðfest og tilkynnt um
á næstu vikum.
eftir Jim Unger
„Annars hugsaði ég til þess eftir fyr-
irspurnatímann að það væri eins
gott að ég spurði Björn ekki í ein-
hverjum hálfkæringi út í það hvort
það ætti að stofna sérstaka riddara-
sveit í Skagafirði í ljósi þess að það
er landsmót þar næsta sumar. Það
er aldrei að vita nema Björn hefði
gripið þessa hugmynd á lofti. Það
væri í anda þess að dómsmálaráð-
herra vill hafa víkingasveit í hverj-
um landsfjórðungi. Grínlaust þá er
orðið löngu tímabært að dómsmála-
ráðherra útskýri þessa hundruða
milljóna útþennslu á sérsveitum
lögreglunnar, sérstaklega ef hún er
á kostnað fjárhags lögregluembætta
á landsbyggðinni. Einnig er rétt að
hafa í huga að verkefnin eru ekki
af stærri gerðinni, þ.e. sveitaböll og
hestamannamót."
Sigurjón Þórðarson á http://www.
althingi.is/sigurjon/safn/002186.
html#002i86
,Ég_er sjálfur uppgefinn á Blair, sem
hefur forklúðrað 8 ára valdaskeiði
þrátt fyrir sterkan þingmeirihluta.
Hann hefur engum raunverulegum
umbótum náð í gegn - að því ég fæ
best séð. Arfleifð hans er mistökin í
írak. Sagan er miskunnarlaus. Þrátt
fyrir sterka stöðu hans síðustu árin,
f>á verður hans bara minnst fyrir
rak, og fyrir að hafa gefið þinginu
rangar upplýsingar í tengslum við
innrásina."
Össur Skarphéðinsson á ht tp://
web.hexia.net/roller/page/ossur//
„Þess ber að geta að DV kom til mín
í síðustu viku ásamt bréfi um að ég
myndi fá blaðið til reynslu í 1 mán-
uð mér að kostnaðarlausu. Blaðið
kemur aldrei og greinilegt að það
fylgir blaðburðarmeistaranum sem
ber heldur aldrei út Fréttablaðið til
mín. En það er gott að þurfa ekki að
fá DV daglega. Fréttablaðið er hins
vegar furðulegt blað. Þeir eru með
dýrustu auglýsingarnar og ofsalest-
ur. Ég fæ þetta blað sjaldannema
kannski kl. 11. Það er ekki komið í
dag frekar en óumbeðna tilrauna-
áskriftin að DV. Ætli margir láti
freistast og borgi áskrift að blaði
sem aldrei kemur?“
Grímur Atlason á http://www.
grimuratlason.hexia.net/
HEYRST HEFUR...
Jón og Gunna eru enn algeng-
ustu mannanöfn á íslandi
samkvæmt Hagstofunni og
kemur það vart á óvart. Yngra
fólkið virðist
hins vegar
fara í aðrar
áttir þegar
kemur að
nöfnum og þar má nefna tísku-
nöfn eins og Birta og Aron sem
njóta mikilla vinsælda um þess-
ar mundir. Væntanlega mun
þetta síðan breytast á næstu
árum og áratugum þegar nýj-
ar tískubylgjur fara yfir land-
ið. Önnur tískubylgja er skíra
börn tveimur nöfnum - núna
ber rúmlega helmingur barna
tvö eiginnöfn en fyrr á öldum
heyrði slíkt til undantekninga.
Líklegast var ein merkileg-
asta frétt gærdagsins á bak-
síðu Morgunblaðsins. Þar kom
fram að ígildi 15 sykurmola er
í einni hrís-
mjólk, en
hún er ekki
síst vinsæl
hjá börnum.
Aðrar mjólk-
urvörur, eins og skyr.is, abt
mjólk og jógúrt koma ekki
neitt sérstaklega vel út í þessari
könnun. Þannig var ígildi um
7 sykurmola í þessum vörum
ef þær voru með einhvers kon-
ar bragði. Þetta hlýtur að vera
áfall fyrir marga foreldra sem
hafa keypt þessar vörur í þeirri
trú að þær væru ekkert nema
hollustan.
Samskipti vinaþjóðanna á
íslandi og í Mónakó hefur
verið nokkuð til umræðu und-
anfarna daga vegna nærveru
íslensku forsetahjónanna, frú
Dorritar og herra Ólafs Ragn-
ars Grímssonar, við innsetn-
ingu Alberts fursta í embættið.
Gárungarnir segja að skýringar
forsetans á heimsókninni séu
þó fyrirsláttur einn, honum
hafi runnið blóðið til skyldunn-
ar, þar sem ættarnafn furstafjöl-
skylduhnar sé Grimaldi. Tengsl-
in milli smáþjóðanna eru þó
síður en svo ný af nálinni, en
eins og kunnugt er kvæntist afa-
bróðir furstans Þuríði Þorbjarn-
ardóttur á Bakkastíg snemma
á 3. áratug síðustu aldar. Grace
Kelly furstynja kom jafnframt
hingað til lands og tókst vin-
skapur með henni og frú Vig-
dísi Finnbogadóttur forseta.
Þá er vart hægt að efast um
einlægan áhuga Alberts fursta
á íslandi, en þýskt slúðurblað
vildi sem kunnugt er spyrða
hann við Þóreyju Eddu Elís-
dóttur um árið. Ekki má heldur
gleyma hinu, að Albert hefur
nokkrum sinnum heimsótt
Island og í þeim heimsóknum
brást ekki að hann sást í fylgd
sumra af glæsilegustu kven-
kostum þjóðarinnar...
Búið er að spá talsverðri
aukningu í jólaverslun
frá síðasta ári en kaupmenn
hafa nú orð-
ið varir við
að fólk sé
seinna á ferð-
inni en áður
- þ.e.a.s. að jólaverslunin fari
seinna af stað en síðast. Þannig
eru verslanir ennþá hálftómar í
miðri viku á meðan ágætis um-
ferð hefur verið um helgar. Það
virðist því vera augnablikshlé á
kaupæði landans, en það verð-
ur varla lengi. Það er ennþá
mánuður til jóla og það er orð-
ið spurning um daga hvenær
dansinn um gullkálfinn fer af
stað fyrir alvöru...
Hann ætlar bara ekki að venjast nýja hártoppnum.