blaðið - 29.11.2005, Page 17

blaðið - 29.11.2005, Page 17
blaðið ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 2005 ÝMISLEGT I 25 / /orm dn likams- rœktar Góður árangur af Bailine vaxtamótun- armeðferð „í Bailine meðferðinni notum við rafleiðni til að örva vöðva,“ segir Jakobína Flosadóttir, Bailine með- ferðarfræðingur, og bætir við að meðferðin grenni, styrki og móti líkamann. „Þessi vaxtarmótunar- meðferð er vinsæl á Norðurlönd- unum en ég tók Bailine námið í Dan- mörku. Það eru ýmsir möguleikar með þetta meðferðarform en það virkar vel fyrir konur sem eru að jafna sig eftir barnsburð eða eiga einhverra hluta vegna erfitt með að stunda hefðbundna líkamsrækt. Vaxtamótunarmeðferðin er líka góð aðferð fyrir konur sem vilja koma sér í gott form á skömmum tíma. Meðferðin er þríþætt og sam- anstendur af andlegri og líkamlegri þjálfun ásamt leiðbeiningum um mataræði. Á meðan á meðferðinni stendur liggja konurnar í klefa og hafa það gott á meðan tækin vinna á líkama þeirra en rafleiðnin gerir það að verkum að vöðvarnir herpast saman og slaka á til skiptis," segir Jakobína. Hún segir hluta meðferð- arinnar vera hvatningu, fræðslu og slökun og býðst konum að hlusta á þessar ráðlegginar á meðan þær liggja í klefunum. Jakobína segir einstaklings- bundið hvað konur þurfi marga tíma en yfirleitt er árangur mæl- anlegur eftir fimm tíma meðferð. „Áður en konur hefja meðferð bíðst þeim frír prufutími, fitumæling og vaxtargreining. Hægt er að leggja áherslu á maga, rass eða hvaða líkamshluta sem konan vill leggja áherslu á. Þá býð ég konum upp á leiðbeiningar um mataræði ef þær vilja grenna sig en ég náði sjálf mjög góðum árangri með Bailine og réttu mataræði. Ég mæli með vaxtamót- unarmeðferðinni fyrir allar konur sem vilja koma sér í form fyrir jólin og hafa lítinn tíma til að fara í rækt- ina,“ segir Jakobína og bætir við að engar aukaverkanir séu þekktar af vaxtamótunarmeðferðinni. Jak- obína og Sveinbjörg, sem starfar með henni hjá Bailine, eru báðar heilbrigðismenntaðar. hugrun.sigurjonsdottir@vbl.is Jakoblna Flosadóttir og Sveinbjörg Lúð- víksdóttir hjá Bailine. Strákarfá líka átröskun Átröskun hefur áhrif samskipti kynjanna ,Strákar eru 5-10% þeirra sem fá át- röskun (anorexíu) og einkennin eru svipuð hjá þeim og stelpum sem glíma við sjúkdóminn,“ segir Margrét Gísladóttir, geðhjúkrunarfræðingur og einn eigandi Prismu sem er með- ferðarúrræði fyrir fólk með átröskun. Margrét segir það einnig heyra til útlitsvanda þegar strákum fmnst þeir ekki vera nægilega vöðvastæltir. .Þessir strákar eiga líka erindi í Prismu ásamt fólki í yfirþyngd. Allt er þetta hluti af ákveðinni þráhyggju um lík- amann og hvernig hann eigi að líta út,“ segir Margrét. Hún segir félagslega einangrun oft vera fylgifisk átrösk- unar og segir að fólk haldið þessum sjúkdómi eiga erfitt með að borða á almannafæri. „Einangrun getur líka komið af því að líkamsrækt tekur mik- inn tíma frá fólki og fer lífið þá að snú- ast um áhyggjur af mat og útliti," segir Margrét. „Átröskun hefur áhrif á samskipti kynjanna hjá fólki í mikilli undir- þyngd sem missa gjarnan áhuga á kynlífi. Þá hefur átröskun líka áhrif á þroska og hún hægir á andlegum og lík- amlegum þroska hjá fólki. Þegar fólk nær eðlilegri þyngd aftur heldur þrosk- inn áfram,“ segir Margrét. Á Prismu koma ungmenni með átröskun í við- töl einu sinni í viku og einnig er unnið í hópum. Prisma hefur verið starfrækt í rúmt ár en þar starfa listmeðferða fræðingur, næringafræðingur og annar geðhjúkrunarffæðingur ásamt Margréti. Margrét áætlar að um 20-30 manns séu í viðtölum þar núna. hugrun.sigurjonsdottir@vbl.is Jólin til þín POSTURIN N * • Með okkur fer sendingin þín alla leið heim að dyrum. • Öflugt og öruggt dreifikerfi okkar tryggir að sendingin þín kemst í réttar hendur á réttum tíma, innanlands eða utan. • Á www.postur.is finnurðu nýjustu heimilis- föng vina og vandamanna. Þú getur safnað þeim saman í möppu og þau uppfærast sjálfkrafa. • Finndu pósthúsið næst þér á www.postur.is • Komdu tímanlega til okkar með jólakortin og jólapakkana. Við erum þar sem þú ert. með 13 afgreiðslustaði og yfir 130 póstkassa á höfuðborgarsvæðinu og 75 afgreiðslustaði á landsbyggðinni. www.postur.is ÍSWSSS

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.