blaðið - 07.12.2005, Blaðsíða 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR
MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2005 blaöiö
Flytja búferlum
vegna hlýnunar jarðar
Sennilega ífyrsta sinn semflytja þarfheila byggð úr einum stað í
annan vegna loftslagsbreytinga. Fleiri strandbyggðir víða um heim
eru taldar í hœttu.
Mótmælendur mefi grímur af George Bush, Bandaríkjaforseta, höföu sig mikið frammi í
Montréal þar sem ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar fer fram.
Hækkað sjávaryfirborð hefur neytt
um hundrað manns á eyju í Kyrra-
hafi til að flytjast innar i landið.
Þetta er hugsanlega fyrsta tilfelli
þess að þorp sé flutt úr einum stað
í annan út af hlýnun jarðar. Þetta
kom fram á ráðstefnu um loftslags-
breytingar í heiminum sem fram
fer um þessar mundir í Montréal í
Kanada.
íbúar Lateu-byggðar á Tegua-
eyju hófu að taka niður timburhús
sín í ágúst og fluttu sig um 6oo
metra innar í landið. Þá þegar hafði
yfirborð sjávar hækkað nóg til þess
að sjór var farinn að leika um pálma-
matré á ströndinni. „Þeir gátu ekki
lengur búið á ströndinni,“ sagði Ta-
ito Nakelevu, sérfræðingur í lofts-
lagsbreytingum í viðtali við Reut-
ers-fréttastofuna. Öflugar flóðöldur
hafa færst í aukana á undanförnum
árum og lögðu þorpið í kaf 4-5
sinnum á ári að sögn Nakelevu sem
segir að svipuð þróun hafi átt sér
stað á öðrum eyjum í nágrenninu.
Yfirborð sjávar hækkar
um metra fyrir 2100
1 tilkynningu frá Umhverfisáætlun
Sameinuðu þjóðanna kemur fram
að Lateu-byggðin sé ein sú fyrsta, ef
eklci sú fyrsta, sem er flutt af hættu-
svæði í kjölfar loftslagsbreytinga.
Vísindamenn hafa varað við því
að yfirborð sjávar kunni að hækka
um einn metra fyrir árið 2100
vegna bráðnunar jökla og hlýnunar
í tengslum við uppsöfnun varma-
bindandi lofttegunda sem losna við
brennslu jarðefnaeldsneyta í verk-
smiðjum, orkuverum og bílum.
Margar aðrar strandbyggðir í
heiminum eru viðkvæmar fyrir
hækkandi yfirborði sjávar svo sem
borgirnar New Orleans í Bandaríkj-
unum og Feneyjar á ítaliu sem og
ýmsar byggðir á Norðurskautinu
þar sem ágangur sjávar hefur aukist
í kjölfar bráðnunar ísjaka.
25. bókin - Stærri en nokkru siimi
’• V r- 's. t 1
f: f* , V
4 ' - Wm * 1
David Cameron hefur verið kosinn leiðtogi Breska íhaldsflokksins
Leiðtogakjör í Breska íhaldsflokknum:
Cameron vann
yfirburðasigur
David Cameron hefur verið kosinn
nýr leiðtogi Breska íhaldsflokksins
með um tveimur þriðju atkvæða.
Cameron sem er 39 ára vann sigur
á keppinauti sínum David Davis
með 134.446 atkvæðum gegn 64.398
í póstkosningum sem flokksfélagar
um allt Bretland tóku þátt í. Ihalds-
menn binda vonir við að Cameron
muni leiða flokkinn til sigurs í
næstu þingkosningum, ekki síst í
ljósi þess að vinsældir ríkisstjórnar
Tony Blairs, forsætisráðherra, hafa
dvínað að undanförnu. ■
Franskar lesbíur
i tæknifrjóvgun til Belgíu
Franskar lesbíur fara í auknum mæli
til Belgíu til að gangast undir tækni-
frjóvgun en samkvæmt frönskum
lögum mega þær ekki gangast undir
slíka aðgerð þar í landi.
Á síðasta ári komu 72% þeirra sem
gengust undir tæknifrjóvgun í Belgiu
frá Frakklandi og meirihluti þeirra
lesbíur, að sögn dr. önnu Delbaere
yfirmanns tæknifrjóvgunardeildar
sjúkrahúss í höfuðborg landsins.
Hún sagði að deildin hefði aldrei
neitað beiðnum lesbía og einhleypra
kvenna um tæknifrjóvgun síðan
hún var sett á laggirnar fyrir um 15
árum. Ekki er þó víst að hún geti
mætt síaukinni eftirspurn franskra
kvenna. „Við eigum ekki nægilegar
sæðisbirgðir til að koma til móts við
allar beiðnirnar," sagði hún nýlega
á ráðstefnu um barneignir samkyn-
hneigðra í París. Delbaere sagði að
deildin hefði neyðst til að takmarka
fjölda viðtala umsækjenda um tækni-
frjóvgun og lagði til „að hugsanlega
væri kominn tími til að breyta við-
horfum í Frakklandi." Síðan 1994
hefur aðeins gagnkynhneigðum
pörum sem eru gift eða hafa verið
saman í tvö ár eða lengur verið leyft
að gangast undir tæknifrjóvgunarað-
gerð í Frakklandi.
Ráðherrafundur WTO hefst í nœstu viku:
Mannúðarsamtök vongóð
og svartsýn 1
Óháomannúðarsamtök binda vonir
við að árangur náist á ráðherrafundi
Heimsviðskiptastofnunarinnar
(WTO) síðar í mánuðinum en viður-
kenna jafnframt að ólíklegt sé að fá-
tækar þjóðir heims muni ná góðum
samningum um frjáls viðskipti.
„Það er ekki tímabært að missa
vonina, tækifærið er ekki enn gengið
okkur úr greipum," sagði Amy Barry
talsmaður Oxfam International-
samtakanna í þessum málaflokki í
viðtali við AFP-fréttastofuna.
„Við vonumst sérstaklega til að
ríku löndin leggi til raunhæfar og
mikilvægar tillögur um að draga úr
niðurgreiðslum til landbúnaðar og
einnig að þau dragi úr tollum sem
Leðurkápur
Leðurjakkar
1
PELSINN \
Kirkjuhvoli - simi 5520160 I J M I
senn
halda vörum frá þróunarlöndunum
frá mörkuðum í ríku löndunum,“
sagði hún.
„Það sem er þó mjög mikilvægt
er að þetta sé ekki gert með því skil-
yrði að fátæku löndin felli einnig
niður sína tolla og veiti ríku lönd-
unum frekari aðgang að mörkuðum
þeirra.
Niðurgreiðsiur Banda-
ríkjanna og ESB
Oxfam International sakaði í síðustu
viku Evrópusambandið og Banda-
rikin um að greiða 13 milljarða
Bandaríkjadala (um 832 milljarða
íslenskra króna) á ári ( „ólöglegar"
niðurgreiðslur til landbúnaðar sem
græfi undan viðskiptum bænda í fá-
tækum löndum.
Þróunarlönd segja að óréttlátur
opinber stuðningur til bænda í Evr-
ópu og Bandaríkjunum haldi verði
niðri og komi í veg fyrir að þeir geti
flutt út vörur sínar.
Fundur WTO fer fram í Hong
Kong 13. - 18. desember. Þar munu
þau 148 ríki sem eiga aðild að WTO
reyna að koma sér saman um samn-
ing um aukið frelsi í viðskiptum á
heimsvísu sem taka myndi gildi á
næsta ári.