blaðið - 07.12.2005, Blaðsíða 23
blaðið MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER
VIÐTALI 23
§«§1
99....................................................................
En þetta er náttúrulega mjög skökk mynd þegar að megnið af útvarps-
stöðvunum, megnið af sjónvarpsstöðvunum og helmingurinn afdagblöð-
unum er á einni hendi. Síðan er virðisaukakeðjan alltafað stækka hjá
þeim í allar áttir með því að þeir eru að kaupa framleiðslufyrirtækin."
,Þetta hefur gengið alveg glimmr-
andi vel. Þetta er náttúrulega þjón-
usta sem ekki þekkist annars staðar
í heiminum. Það hefur verið mjög
gaman að vinna með ensku deild-
inni að þessu. Þeir eru svo forvitnir
um tölur frá íslenska markaðnum
þar sem að hægt er að horfa á alla
laugardagsumferðina. Þeir ensku
eru reyndar búnir að átta sig á því
að íslenski markaðurinn er alveg
kolskakkur af því að það eru allir
að horfa á Chelsea og hin íslend-
ingaliðin. Þetta hefur verið mjög
skemmtilegt og viðtökurnar verið
mjög góðar,“ segir Magnús en hann
telur að áskrifendur af Enska bolt-
anum séu komnir vel yfir tíu þús-
und heimili. Hann segir að það sé
ívið meira en þeir bjuggust við þegar
að farið var út í þessa framkvæmd.
,Það er yfir því sem við bjuggumst
við á þessum tíma sem er liðinn.
Framar björtustu vonum og við
erum bara mjög ánægðir.“
Hafa áhuga á að sinna
íþróttum betur
Magnús segir það vel geta komið til
greina að sinna öðrum íþróttum en
enska boltanum í framtíðinni. „Við
fylgjumst bara með öllum rétti sem
verður laus. Við höfum áhuga á að
sinna íþróttum betur. Það er eitt-
hvað sem að við hefðum mikinn
áhuga á að fara út í. Hins vegar er
þetta þannig að svona réttir koma
og fara í sambandi við vinsældir.
Þetta fer mikið eftir því hversu vin-
sælir þeir eru. Það hefði til dæmis
enginn spáð því fyrir sjö til átta
árum að Formúlan yrði jafn vinsæl
og risastór og hún er en að körfubolt-
inn og boxið yrði algerlega horfið.
Boxið hefur eiginlega alveg gefist
upp. Þetta voru stærstu íþróttirnar
í sjónvarpi fyrir svona sjö til átta
árum síðan. Þá snérist allt um körfu-
bolta og box. Við fylgjumst með öllu
efni sem við teljum að sé spennandi
fyrir okkur.“
Engar líkur á sölu Skjás Eins
Orðrómur hefur verið á kreiki
um það að Skjár Einn verði seldur
frá Símanum í nánustu framtíð.
Magnús segir að hann sé kannski
ekki rétti maðurinn tilþess að spyrja
um sannleika þeirra sögusagna. „Eg
held að þú verðir að spyrja eigendur
fyrirtækisins af því en ekki mig, en
ég held að það séu engar likur á því.
Við erum í sameiginlegu verkefni
sem er þetta nýja sjónvarpskerfi og
ég held að þetta séu bara sögusagnir
sem eigi sér enga stoð í raunveruleik-
anum,“ segir Magnús og sér því ekki
fyrir sér einhvers konar samruna á
fjölmiðlamarkaði til að vega upp á
móti stærð 365. „Þetta er náttúrulega
mjög skökk mynd þegar að megnið
af útvarpsstöðvunum, megnið af
sjónvarpsstöðvunum og helmingur-
inn af dagblöðunum er á einni hendi.
Síðan er virðisaukakeðjan alltaf að
stækka hjá þeim í allar áttir með því
að þeir eru að kaupa framleiðslufyrir-
tækin, þannig að það er stanslaust
verið að þrengja að öðrum miðlum."
Smalað í rétt af stórhentum risa
Magnús segir það ekki rétt að tvær
stórar fjölmiðlaeiningar séu um
einkamarkaði á fslandi þar sem að
Skjár Einn sé langt í frá stór eining
í samanburði við 365 ljósvakamiðla.
Þegar Magnús er spurður hvernig
hann sjái fjölmiðlaumhverfið á
íslandi þróast í nánustu framtíð
segir hann að sú staða sem sé uppi
núna sé ekki ákjósanleg. „Þetta er
leiðindaþróun. Þessi yfirburðastaða
sem 365 miðlarnir eru komnir með
hefur eiginlega hrakið alla hina
miðlana saman í einhverskonar
flokk á móti þeim. Það hefur mynd-
ast miklu meiri samvinna þeirra á
milli því það eiga allir undir högg
að sækja á móti 365 og þeirra stöðu.
Það vita það allir í rauninni að það
er orðin mjög góð samvinna milli
okkar, Blaðsins, Fróða og Morgun-
blaðsins en okkur hefur eiginlega
verið smalað saman í rétt af þessum
risa sem er með þessa stóru hendi.“
Verið að frelsa RÚV
í kjölfar þess að stjórnarflokkarnir
samþykktu nýverið í þingflokkum
sínum nýtt frumvarp menntamála-
ráðherra um rekstraform Ríkis-
útvarpsins þar sem að því verður
breytt í hlutafélag þá lá beinast við
að spyrja Magnús hvernig honum
litist á þessa þróun. „Mér líst afskap-
lega vel á þetta fyrir þeirra hönd.
Ég er reyndar ekki búinn að sjá
frumvarpið eins og er og veit ekki
nákvæmlega hvað í því stendur. Ég
hef bara hlustað á það sem ráðherra
hefur sagt. Þetta verður nú líklegast
til þess að frelsa RÚ V úr viðjum þess
forms sem það er í dag.“
Magnús leynir því þó ekki að
honum finnst ekki nægilega langt
gengið í breytingum á rekstarformi
RÚV. „ Ég er ekki sáttur með að RÚV
sé áfram á auglýsingamarkaði og
geti þannig verið eina opinbera fyrir-
tækið sem leyfist að gefa út gjaldskrá
og gefi síðan djúpa afslætti af henni
í samkeppni við einkamarkaðinn.
Það er mín persónulega skoðun að
það ætti að taka RÚV af auglýsinga-
markaði," segir Magnús Ragnarsson
sjónvarpsstjóri að lokum.
t.juliusson@vbl.is
SKIFAIM KYIMMIR
PALL ROSINKRANZ
CHRISTMAS SONGS
P.alt RosinKt auz
Ol'ti'/HU
5
Glæsileg jólaplata frá einum
dáöasta söngvara landsins.
LAGALISTI;
Christmas Soug, Blue Christmas,
0 Holy Níght, l'll Be Home for Christmas,
Hnve Yourself h Merry Little Chi'istmas,
Little Town of Bethlehem. White Christmas,
First Noel. Let It Snow, O Come All Ye
Faithful, Hark! The Heralri Angels Sing,
Silent Night
Helgartilboð í Skífunni!
...skemmtir þér ; )
Skífan Laugavegi 26 opið alla daga til 22 • Skifan Smáralind • Skífan Kringlunni ■ Póstkröfusími 591-5310 • www.skifan.is